Þau munu hittast í himnaríki.

 

Svo ég vísi í fyrirsögn á átakanlegri frétt sem birtist hér á Mbl.is og sagði frá harmleik fjölskyldu vestur í Utha í Bandaríkjunum, rætt var við móður sem missti bæði móðir sína og afa völdum kóvid veirunnar.

Og þar tel ég öruggt að þau munu ekki rekast á fólkið sem barðist hatrammlega fyrir ótímabærum dauða þess, eða annarra fórnarlamba kóvid veirunnar, jafnt í Bandaríkjunum eða í öðrum vestrænum löndum.

Því fólki er ætlað vist á öðrum stað.

 

Af hverju??

Þessi orð Lindsay Wotton, sem missti bæði móður sína og afa af völdum kórónuveirunnar í október segja allt sem segja þarf um það myrkur sem hefur fengið að skjóta rótum í hinum vestræna heimi og kemst óátalið upp með myrkrarverk sín.

""Það er erfitt þegar fólk ger­ir lítið úr kór­ónu­veirunni og seg­ir hana ekki vera neitt meira en flensu, því fyr­ir suma er það ekki þannig. Fyr­ir suma kost­ar þetta lífið. Börn­in mín fá ekki ömmu sína, mamma mín mun aldrei sjá barna­börn­in sín gifta sig."".

Það eru líka íslensk börn í þessari stöðu, það hafa 14 samlandar okkar látist vegna hins stöðuga nags gegn sóttvörnum þjóðarinnar, það munaði þremur dögum að þetta fólk hefði lifað, baráttan við myrkrið innan Sjálfstæðisflokksins stóð hins vegar yfir í nokkrar vikur áður en flokkurinn gaf eftir og samþykkti lokun landamæranna nema skimað væri 2 og 5 daga sóttkví þar á milli.

 

Og þetta fólk hefur ekkert lært, við sáum það á fréttum gærdagsins, þar sem hægri öfginn á ritstjórn Morgunblaðsins gerði það að aðalfrétt að fólkið sem berst fyrir ótímabærum dauða samlanda okkar, hélt símafund með þekktum vísindamönnum sem hafa lagt til uppgjöf gagnvart veirunni, að henni sé leyft að grassera og drepa þar til hjarðónæmi er náð. 

Milljónir munu óhjákvæmilega falla, tugmilljónir veiklast illa um langa framtíð sbr."Lingering symptoms like weakness, shortness of breath, trouble focusing and, in some cases, kidney and heart problems are much more common after COVID-19 than after influenza.".

En svo svört er sálin ekki hjá þessum vísindamönnum að þeir líki kovid við flensu, þeir viðurkenna alvarleik veirunnar; "Við vitum að dánarlíkur af COVID-19 eru meira en þúsundfalt hærri hjá öldruðum og veikum en ungu fólki"( þýðing Þorsteinn Siglaugsson).

 

Það eru rök að baki tillögum Barrington hópsins sem ekki verða rakin hér, en það sem knýr andófið gegn innlendum sóttvörnum er sú einfalda viðleitni að opna landamærin, og afnema strangar fjöldatakmarkanir sem og að leyfa alla starfsemi í samfélaginu.

Með þekktum afleiðingum hér, dauða líkt og reyndin um alla Evrópu og Bandaríkin.

Sé einhver efi þá var honum eytt í viðtali Morgunblaðsins við opinberan talsmenn þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem standa í andófinu gegn sóttvörnum,  Sigríði Andersen.  Hún er ekki að eyða kröftum sínum að tala máli Barrington leiðarinnar, heldur að halda á lofti gömlum og nýjum rökum hennar gegn sóttvörnum þjóðarinnar.

Síðasti pistill er tengdur því viðtali, en gott að taka nokkur brot til upprifjunar.

 "Hvert ein­asta ár skap­ast neyðarástand á Land­spít­al­an­um út af in­flú­ensu og ýms­um kvill­um. Við höf­um séð, ef marka má orð sér­fræðinga, að fólk veikist minna þótt fleiri smit grein­ist.".

Inflúensa og ýmsir kvillar, vissulega hafa þeir reynt á Landspítalann en það deyja ekki 14 sjúklingar þó fólk með inflúensu mæti í vinnuna, alvarleiki veirunnar er sá að hún er bráðsmitandi, og það þarf ekki nema eitt smit, og margir geta fallið vegna þess.

 

"Þess vegna er svo skrítið að menn hafi gefið í í þess­um sótt­varnaaðgerðum þegar líður á far­ald­ur­inn og þegar það er al­veg ljóst að menn eru að veikj­ast minna og höndla far­ald­ur­inn bet­ur. Þá er gripið til harðari aðgerða. Það þarf að út­skýra það.".

Það berast stanslausar fréttir af hertum sóttvarnaraðgerðum um alla Evrópu sem og Bandaríkjunum. Nú þegar er dánartölur í veldisvexti í mörgum löndum. Sem þýðir á mannamáli að ef aðgerðir eru ekki hertar á þann hátt að gripið er til samfélagslegra lokana, þá hrynja heilbrigðiskerfin, og sinna hvorki veikum kóvid sjúklingum eða öðru illa veiku fólki. Ástand sem kallaðist mannfall hér á árum áður.

 

"Ég hef ekk­ert legið á mín­um skoðunum og þetta er ákveðin leið sem ég tala fyr­ir og óska eft­ir skýr­ing­um frá yf­ir­völd­um. Af hverju fara menn þessa leið? spyr Sig­ríður og bæt­ir við að sín leið sé lík­ari margtugg­inni sænskri leið, sem sótt­varna­lækn­ir hafi upp­haf­lega viljað feta."

Svíar eru með margföld dauðsföll miðað við íbúafjölda en önnur Norðurlönd, hér hefðu 200 manns látist ef árangur okkar væri sá sami.

Hver berst fyrir þessu??

Í alvöru talað.

 

Það er hins vegar rétt að læknavísindin ráða betur við að meðhöndla lungnapestina sem dregur flesta kóvid sjúklinga til dauða.

Og hver dagur sem líður mun bæta við þá þekkingu.

Eins eru nothæf bóluefni á lokastigi þróunar, þar hafa lyfjafyrirtæki með samhentu átaki gert kraftaverk.

 

Ekki innan svo langs tíma eigum við til meðöl, tæki og tól ráða við þessa farsótt, og þá er hægt að opna landamæri, slaka á sóttvörnum, og taka slaginn við þau tilvik sem óhjákvæmileg blossa alltaf upp.

Það væri mjög sorglegt að myrkrið hefði áður náð að naga það mikið undan sóttvörnum þjóðarinnar að veiran fengi frelsi til að stuðla að ótímabæru andláti samlanda okkar.

Hefði því tekist ætlunarverk sitt í vor, þá hefðu fleiri fallið en þeir 14 sem féllu á Landakoti ef svipuð hópsýking hefði komið þá upp.  Vegna þess að þá vissu menn ekki eins mikið, gátu ekki bjargað lífi eins margra.

Hefðu landamærin haldið í sumar, og þessir 14 samlandar okkar væru á lífi, en nagið hefði til dæmis brotið niður sóttvarnir í byrjun næsta árs, þá er líklegt að færri hefðu fallið þá svipuð sýking kæmi upp, enn og aftur þökk sé framförum.

 

Við eigum læknavísindunum, jafnt þekkingu þeirra á sóttvörnum sem og þekkingu þeirra að glíma við banvæna vírussjúkdóma, því að þakka að þúsundir landa okkar, líklegast talið í einhverjum tug, dóu ekki á fyrstu mánuðum kóvid faraldursins.

Í Evrópu má tala um milljónir, um allan heim ennþá fleiri milljónir.

Þekking vísindanna er ekki fullkomin, en samt sú besta sem við höfum.

Þetta er fólkið sem varaði við ótímabæri opnun landamæranna í byrjun sumar, öll þeirra varnaðarorð hafa gengið eftir.

Þetta er fólkið sem leiðbeinir okkur í dag, út frá sínu besta viti og þekkingu.

 

Og það væri ákaflega heimskulegt að hætta að hlusta á það.

Það var gert í sumar og haust um alla Evrópu, þar hafði nagið gegn sóttvörnum betur.

Afleiðingarnar eru líka þekktar, heilbrigðiskerfi á þolmörkum, dánartölur víða í veldisvexti, annars staðar í stöðugum vexti því smitið er ekki ennþá óviðráðanlegt, og ekki hvað síst, alls staðar er verið að loka.

 

Maður hlýtur að spyrja sig, af hverju dúkkar þessi umræða upp aftur og aftur??

Hvað gengur fólki til??

 

Og ekki hvað síst, af hverju kemst það upp með það??

Kveðja að austan.

 


Hverjir áttu að deyja??

 

Það er athyglisvert að þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra flokksins skuli gráta að íslensk stjórnvöld skuli ekki hafa fylgt hinni svokölluðu sænsku leið í sóttvörnum sínum.

Ef við hefðum fylgt fordæmi þeirra þá væru núna um 200 manns látnir úr veirunni, en ekki þeir 25 sem þegar hafa fallið.

Og þá miðað við þá forsendu að veiran hefði verið jafn lítið smitandi hérna líkt og hún var í Svíþjóð.

 

Það vill svo til að fólkið sem barðist gegn lokun landamæranna í sumar tókst að fresta lokun þeirra um hátt í hálfan mánuð eftir ljóst var að landamærin héldu ekki með einni skimun.

Hefðu heilbrigðisyfirvöldum borið gæfu til að loka landinu viku fyrr, þá værum við frjáls þjóð, laus að mestu við veiruna, mannlíf gengi hér nokkurn veginn eðlilega líkt og á Nýja Sjálandi eða Taivan, sem eru dæmi um lönd sem taka slaginn á landamærum sínum, en sleppi veiran í gegn, þá er barist gegn henni af fullum þunga þar til að öll smit eru uppræt.

 

Og 14 samlandar okkar, eldri borgarar sem áttu það inni hjá þjóð sinni að njóta öryggi á ævikvöldi sínu, væru á lífi.

Við þekkjum nöfn þeirra, fólkið sem dó vegna þess að illkynja æxli fékk að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar.

Illkynja æxli sem grætur það að fleiri hafi ekki dáið, eins slæmt og maður hefði haldið að dánartalan væri 73 af milljón, þá telur það eftirsóknarverðara að hún hefði verið 609 per milljón, og fer hækkandi hjá hinni norrænu bræðraþjóð okkar.

 

Sjónarmið vissulega.

Hlýtur að vera, annars væri formaður Sjálfstæðisflokksins ekki að mæra þessar raddir, þessi sjónarmið, þó því sé alltaf bætt við að hann og flokkurinn styðji núverandi sóttvarnir.

Samt, það þarf að gæta meðalhófs, og var það ekki það sem Svíarnir gerðu??

 

Sem Svíarnir gerðu reyndar ekki, þeir gripu bara seint og illa inní faraldurinn, ekki fyrr en hann hafði fellt fleiri en höfðu fallið í landinu í rúma öld eða frá hungursneyðinni miklu sem hrakti hundruð þúsunda Svía úr landi til Ameríku að leit að betra lífi.

Það voru sóttvarnir í Svíþjóð, og það harðar.

Blessaður hann bróðir minn sem á heima þar, mátti aðeins fara 2 kílómetra að heiman í sumarfríi sínu.  Það var lokað á allar heimsóknir á hjúkrunarheimili langt fram á sumar, og svo framvegis.

Og það dóu þrefalt fleiri í Svíþjóð en á hinum Norðurlöndum til samans.

 

"Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, vill að hér á landi séu sótt­varnaaðgerðir frek­ar í ætt við þær í Svíþjóð og seg­ir það hafa verið svo hér þegar kór­ónu­veir­an steig fyrst á land. „Þess vegna er svo skrítið að menn hafi gefið í í þess­um sótt­varnaaðgerðum þegar líður á far­ald­ur­inn,“ seg­ir Sig­ríður í sam­tali við mbl.is."

Já, það er ekki öll vitleysan eins.

Eina landið þar sem stjórnvöld með slóðaskap sínum drápu þúsundir samlanda sinna, er fyrirmynd einhverra þingmanna í Sjálfstæðisflokknum þó aðeins einn sé það kjarkmikill að koma þeirri hugsun í orð á opinberum vettvangi.

Hinir bara naga bak við tjöldin.

 

Kjark ber að virða, en aumur er hann samt ef ekki er farið alla leið og sagt hverjir lifa í dag sem áttu að deyja í vor.

Og hverjir eiga síðan að deyja í haust og vetur fyrst barist er fyrir opnum tjöldum gegn sóttvörnum þjóðarinnar og hvatt til sænsku drápsleiðarinnar??

Það er ekki endalaust hægt að fela sig á bak við tölfræðina, þegar sú tölfræði fjallar um dauðann, og kvartað er yfir að "gefið er í" svo þeir sem hefðu dáið, fengju að lifa.

 

Svo ég spyr þessa þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Hverjir áttu að deyja.

 

Og ég hvet aðra til að spyrja þess sama.

Kveðja að austan.

 

Viðbót.

Eftir að ég henti inn þessum pistli þá varð mér hugsað til þessarar fullyrðingar Sigríðar; "Hvað með þá sem fá veiruna og virðast lengi glíma við eftir­köst henn­ar? „Það eru ein­hver dæmi um slíkt. Sér­fræðing­ar segja mér að það komi eng­um á óvart en það er ein­kenni á svona veir­um. In­flú­ens­ur hafi líka þess­ar af­leiðing­ar en sér­fræðing­ur benti á að þetta væri ekki í meira mæli vegna Covid en annarra veiru­sýk­inga,“ seg­ir Sig­ríður." og ákvað að spyrja Gúgla frænda um þessa fullyrðingu hennar.

Gúgli vísaði mér á grein Johns Hopkins skólans, þessi þarna sem heldur svo vel utan um Kóvid tölfræðina og þar er þessari spurningu blaðamanns Mbl.is svarað á annan hátt;

"Are there long-term health effects of the flu? How do they compare to increasing evidence about long-term health effects of COVID-19?

This is another area where the two viruses differ. COVID-19 survivors report many more long-term effects of the infection than influenza survivors. Lingering symptoms like weakness, shortness of breath, trouble focusing and, in some cases, kidney and heart problems are much more common after COVID-19 than after influenza. “Mild” COVID-19 illness has been described as “flu-like.” It’s important to remember that the flu is a pretty debilitating disease so “mild” COVID-19 is still a pretty significant disease. ".

Ekki beint sama svarið og það er lélegt hjá blaðamanni Morgunblaðsins að láta þingmann komast upp með annað eins þvaður þegar dauðans alvara er undir.

Eiginlega bara svona fúsk vinnubrögð.

Ég ákvað því að birta greinina í heild sinni í athugasemdarkerfinu, vona að hún peistist þolanlega.

Þarna er staðreyndum haldið til haga eftir þeirri bestu þekkingu sem við höfum í dag.


mbl.is „Af hverju fara menn þessa leið?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband