Þegar skrattanum er skemmt.

 

Þá skemmtir hann sér segir forn speki.

 

Grunnmistökin voru upphaflega að hafa hleypt fólki inní landið án sóttkvíar og seinni skimunar.

Við erum ennþá að glíma við afleiðingarnar af því.

 

Málaliðarnir sem þröngir fjárhagsmunir fengu til að hamast á seinni skimun hafa núna blásið til Þórðargleði yfir því að þrátt fyrir allt tókst þeim að hindra nauðsynlega ákvörðun um sóttkví og seinni skimun í tæpa 2 mánuði.

Vegna þess að strax 15 júní var ljóst að landamærin héldu ekki með einfaldri skimun.

Smitið í dag var komið inní landið áður en gripið var til seinni skimunar, það er því faðirvori andskotans að kenna henni um líkt og málaliðarnir reyna að gera í dag.

Þeirra er ábyrgðin og þeir reyna að koma þeim Svarta Pétri á aðra.

 

Tilslakanirnar voru lógískar út frá þróun seinni bylgjunnar, það var óútreiknaleg hegðun veirunnar sem sprakk framan í sóttvarnaryfirvöld.

Og þá urðu mönnum á mistök númer 2, að taka nýsmitið ekki strax föstum tökum frá fyrsta degi.

 

Í þessu samhengi er gott að líta til andfætlinga okkar í Nýja Sjálandi, þar komst veiran framhjá landamæravörnum með frosnum matvælum. 

Þá var Auckland, borg sem er álíka fjölmenn og Ísland, sett á þriðja hættustig sem þeir kenna við Restrict það er takmarkanir, sem er næsta stig fyrir neðan lokun.

Þær takmarkanir eru ósköp svipaðar og núna eru verið að grípa til hér, munurinn er sá að þar voru þær hugsaðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, en hér er gripið til þeirra eftir að veiran hefur breiðst út um samfélagið.

Í dag er búið að aflétta þessum takmörkunum niður í það stig sem má kalla að hafa varann á sér, líkt og var hér i sumar. 

Og heildarfjöldi smita 285, en því miður 3 dauðsföll.

 

Stóra spurningin er af hverju var reynsla Nýsjálendinga ekki nýtt hérna, menn vissu innst inni að gripið yrði til hertra ráðstafana fyrr eða síðar, spurningin er bara um mannlegan fórnarkostnað, alvarleg veikindi eða dauðsföll.

Og svarið við þeirri spurningu er ekki að leita hjá sóttvarnaryfirvöldum, þau gátu aldrei gert meir en bakland þeirra, stjórnvöld leyfðu.

 

 

Svörin liggja hjá þeim sem skemmta skrattanum.

Þeirra sem núna dansa trylltan dans í Þórðargleði sinni.

 

Þar liggur ábyrgðin.

Og þeir eiga að svara til saka ef einhver fellur.

 

Núna reynir á Ljósið.

Þegar Myrkrið sækir að.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir tilslakanir innanlands skýra bylgju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband