24.10.2020 | 18:58
Hvi þessi þögn??
Ef það væri ekki fyrir sjávarútvegskálfinn á Mbl.is þá væri engin umfjöllun hin alvarlega glæp sem var framinn af útgerð Júlíusar Geirmundssonar., eftir að kóvid skýking braust út um borð.
Er hægt að fá alvarlegri fyrirsögn á einni frétt sem fjallar um samborgara okkar en þessa sem ennþá trónar á fremst á 200 mílum; "Haldið nauðugum og veikum við vinnu".
Þar sem beint glæpsamlegt athæfi kemur fram í fréttinni; "í veiðiferð þar sem Covid-19 einkenni fóru að gera vart við sig á meðal skipverja, hafi verið mjög alvarlegt og skipverjar margir hverjir verið alvarlega veikir með mikinn hita, öndunarörðuleika ásamt fleiri þekktum Covid einkennum,".
Það var fullum fetum reynt að drepa starfsmenn útgerðarinnar og það var lán að það tókst ekki.
Ekkert fjölmiðlafár, aðeins æpandi þögn jafnt í fjölmiðlum, hjá sóttvarnaryfirvöldum, eða meðal þingmanna sem hafa æft yfir minna.
Jú, í pistli forseta ASÍ er krafist rannsóknar.
Og hvað svo??
Það er hægt að segja hvað sem er í pistli sem enginn les.
Alvöru fólk kærir, ekki bara útgerðina heldur líka þá sem létu þetta viðgangast.
Krefur ráðherra um svör, krefur ríkisstjórnina um svör.
Gunnvör á vissulega einn ráðherra, en ég vissi ekki til þess að Gunnvör ætti ríkisstjórnina.
Eða sóttvarnaryfirvöld, að ekki sé minnst á verkalýðshreyfinguna.
Það er eins og Vestfirðingar séu einir, aleinir í þessari baráttu sinni fyrir réttlæti, og að sóttvarnarglæpamenn séu látnir svara til saka.
Eins og öllum öðru sé nákvæmlega sama.
Hvað segir þetta um okkur sem samfélag.
Sem þjóð.
Sem manneskjur.
Ósköp hljóta liðnar ömmur að skammast sín fyrir þennan liðleskjuhátt.
Það var sett fyrir okkur próf um mennsku, og flest okkar virðast ekki ná 0,0 í einkunn.
Sérhvert líf krefst samhygðar þínar.
Sú viska hefur greinilega verið tröllum gefin.
Kveðja að austan.
![]() |
Útgerðin verði dregin til ábyrgðar vegna smita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.10.2020 | 12:53
Það sem Þórólfur sagði ekki.
Segir meira en það sem hann sagði.
Eftir fréttatíma Ruv i gærkveldi þar sem sagt var frá kúgun og ofbeldi sóttvarnarglæpamanna gagnvart veikum skipverjum í síðasta túr Júlíusar Geirmundssonar þá geta sóttvarnaryfirvöld ekki þagað um þann atburð ef þau vilja láta taka sig alvarlega.
Í raun virkar Þórólfur eins og trúður þegar hann hamrar enn einu sinni á grunnreglum sínum; "Að biðja fólk sem er veikt eða með einhver einkenni sem benda til að það sé með Covid að láta athuga með sig. Eins að skerpa á öllum sóttvarnareglum og umgengni milli einstaklinga. Það verða allir að passa upp á þessar grunnreglur varðandi sóttvarnir því um leið og fólk slakar á þeim geta tilvik sem þessi komið upp,",
Þetta er það sem skipverjar á Júlíus Gerimundssyni gerðu og þeim var neitað um slíka athugun, heldur haldið að verki líkt og þrælum á plantekrum Suðurríkjanna. Lifandi í þeirri óvissu að banvæn veira gekk laus um borð, og það vissi enginn hve illa menn myndu veikjast.
Þórólfur ber ekki ábyrgð á sóttvarnaglæpum en hann ber fulla ábyrgð á að þeir séu ekki liðnir.
Það er hann sem er sverð og skjöldur almennings gagnvart gírugu siðblindu fjármagni sem engu eirir þó flest óhæfuverk þess eru unnin í bakherbergjum.
Ef hann krefst ekki beinna aðgerða gegn sóttvarnarglæpamönnum, hver þá??
Áhöfnin??, sem er hótað brottrekstri ef hún segir frá.
Ef engin eru vítin, ekkert til að varast, hvað hafa menn þá að óttast??
Þegar veirufaraldur er annars vegar þá snúast sóttvarnir að allir séu með, ekki næstum því allir, því fá finnur veiran sér smitleiðir til okkar hinna.
Sóttvarnir snúast líka um trúverðugleika, að þegar menn segja að kóvid veiran geti valdið alvarlegum sjúkdómum, að þeir sýni það í verki að þeir sjálfir taki mark á þeim orðum.
Þeir sem þegja þegar heil skipshöfn er látin búa með veirunni í einangrun út á sjó í heilar þrjár vikur, þeir meina ekkert með því.
Allt tal þeirra um alvarleika er þá aðeins tæki til að halda völdum og ítökum yfir samfélaginu.
Ef veiran getur verið lífshættuleg þá var framinn glæpur gagnvart lífi og limum áhafnarinnar, glæpur sem þarf að rannsaka eftir að hann komst upp.
Sem og að sóttvarnaryfirvöld þurfa að skýra sinn hlut, sína ábyrgð á því að sýkt skip var ekki tafarlaust kallað í land, og varðskip sent á eftir því ef þverkallast var við.
Af hverju gerðist þetta??
Af hverju komast menn upp með þetta??
Af hverju þessi þögn??
Þögnin, hið ósagða, segir þá aðeins eitt.
Menn trúa ekki sínum eigin orðum.
Eru í hræðsluáróðri.
Eða hvað annað getur skýrt þögnina??
Verri er samt þögnin út í samfélaginu.
Hún var ekki svona mikil þegar menn fundu nokkurra ára ljósmynd af ungri lögreglukonu sem hafði hengt einhver merki á búning sinn.
Það þótti ósvinna mikil.
En nútímaþrælahald meðal vor.
Að lífi og limum samborgara okkar sé vísvitandi stefnt í hættu.
Nei, það er ekki inn í dag, ekkert sem snertir góða fólkið enda fórnarlömbin allt saman miðaldra hvítir gagnkynhneigðir karlmenn.
Það eru nefnilega svona mál sem afhjúpa innri manninn.
Froðusnakkarana, atvinnuupphlaupsfólkið.
Og réttarkerfið, undir hvaða hæl það er.
En að Þórólfur skyldi í gras lúta.
Á því átti ég ekki von.
Sorglegt.
Kveðja að austan.
![]() |
Fjöldinn kom ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 24. október 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1440180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar