"Borgaralegum réttindum er ýtt til hliðar"

 

Sjaldan hef ég verið eins kjaftstopp á ævi minni og lesa þessa frétt þar sem vitnað er í orð þingmanns Miðflokksins.

 

Látum það kjurt liggja að Bergþór Ólason var staðinn að fáheyrðri kvenfyrirlitningu, klámkjaft og sem og er algengara, og fáir geta lýst sig saklausa af, almennu fyllerísröfli, og í raun er staða hans sem þingmanns háð þingsköpum en ekki samþykkt kjósenda Miðflokksins á slíkum viðhorfum, eða annað sem hann var uppvís af á frægum fyllerí sem kennt er við Klausturbar.

Í raun var það röfl gæfa Miðflokksins, tveir af allra hæfustu þingmönnum Alþingis höfðu vistaskipti frá flokki grenja án afleiðinga, yfir í flokk sem hafði vitsmuni til að meta hæfileika þeirra.

 

Látum það kjurt liggja.

En þegar viðkomandi þingmaður, sem greinilega hóflega kann að skammast sín, tekur upp málflutning hægri öfga Sjálfstæðisflokksins, sem bera beina ábyrgð á annari og þriðju bylgju kórónuveirunnar og hafa alla tíð grafið undan sóttvörnum þjóðarinnar, og reynir að toppa Frú Sigríði Andersen, þá er ekki hægt að láta kjurt liggja.

Eða beðist afsökunar á því að á einhverjum tímapunkti sem hægfara miðjumaður hafa talið Miðflokkinn og Sigmund Davíð valkost í íslenskum stjórnmálum.

 

Bergþór hefur ekki vit til neins annars en að vera málpípa.

Að baki liggur Sigmundur sem augljóslega er ekki heill eftir gildruna sem samstarfsmenn hans innan þáverandi ríkisstjórnar lögðu þegjandi samþykki yfir, þó refshætti Helga Seljan væri kennt um.

 

Af öllu því sem afleiðingar heimsfaraldursins bjóða upp á, þá var kosið að reyna að toppa heimsku, mannfyrirlitningu og í raun myrkrið sem hægri öfgar Sjálfstæðisflokksins sækja í.

Hagsmunir kjósenda Miðflokksins, sem sannarlega eru eldri en yngri og margir glíma við undirliggjandi sjúkdóma, eru einskis metnir, svona ef ske kynni að til væru þau fífl og aumkunarverðir siðleysingjar innan Sjálfstæðisflokksins, sem telja hryðjuverk hægri öfganna, sem í raun eru landráð miðað við alvarleik málsins, ekki nægjanleg.

Að ef einhver gengur lengra, þá séu það atkvæði sem hægt er að gera út á.

 

Ef Bergþór Ólason verður þingmaður Miðflokksins á morgun, burtséð frá klámkjafti hans og kvenfyrirlitningu, þá er það skýr og stór áfellisdómur yfir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, í það minnsta þeim sem fá kaup fyrir að gera hann heilan.

En það mun aldrei afsaka þá mætu þingmenn Ólaf Ísleif og Karl Gauta, samkeppni við hægri öfga, dauða og djöful, að líða það er sama og samþykki.

 

Vissulega er hægt að hlæja og flissa, slá úr og í, spila sig fífl, eða vísa í að ekki séu miklar gáfurnar hjá Pírötum.

Jafnvel sú djúpstæða lágkúra að reyna gera gott úr hægri öfgum, reyna jafnvel að réttlæta þá sem tilbiðja skurðgoð sem ganga gegn kristnum sið.

Svona í trausti þess að Móses hafi verið sá síðasti sem náði virkja eldingar af himnum ofan til að stöðva slíka dauðadýrkun og óáran.

 

Eins og það sé ekki dómur í þessu lífi eða næsta.

Að maður þurfi aldrei að standa ömmu sinni reiknisskil.

 

Það er ekki bara svo.

Og þó þeir sem eiga að vita betur, forherðist og segist að þeir viti ekki betur.

Þá fær það engu breytt um smán þeirra og niðurlægingu.

 

Sem er líka smán og niðurlægingu þeirra sem nýttu atkvæði sitt til að styðja.

Fólk og flokk sem hafði aldrei neitt með hægri öfga að gera.

 

Kannski ekki borgarleg réttindi í húfi, en öll þau réttindi sem felast í að hafa trúað og treyst.

Fólk sem vildi vel og hafði margt gott til málanna að leggja.

 

Ekki fólk sem fyrirleit okkur hin og sagði fullum fetum að ótímabær dauði foreldra okkar, afa og ömmur, vini okkar og ættingja sem voru eldri en yngri, höfðu jafnvel fengið bót sinna mein með lyfjum og lækningum og gat aldrei grunað að illska hægri öfganna teldi það þar með vera réttdrægt, það er ef dauðaveiran kysi að slá skoltum sínum um lífsönd þess.

Slíkt fólk var ekki í framboði fyrir Miðflokkinn.

 

Allavega vissi enginn betur.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir ríkisstjórnina skýla sér bak við þríeykið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægt og hljótt náum við tökum á kóvid.

 

Við náum að verja okkur útí samfélaginu, með persónulegum sóttvörnum og með því að virða sóttvarnarreglur.

Við eigum frábæra lækna og hjúkrunarfólk sem eru fljót að læra hvernig best er að glíma við veirusýkinguna með þeim árangri að í dag er fólk lifandi af gjörgæslu, í stað hins óhjákvæmilega mannfalls sem áður var.

Og við eigum sóttvarnaryfirvöld sem halda haus gagnvart nagi fjársterkra hagsmuna og sem njóta stuðnings hægri öfga innan ríkisstjórnar Íslands.

 

Þegar allt leggst á eitt þá fáum við góðar fréttir eins og þessa að innlagnir hafi verið færri en óttast var þegar ljóst var að veiran hafði sloppið laus og það tæki aftur nokkrar vikur að ná stjórn á ástandinu.

Þessar góðu fréttir mun nagið hins vegar örugglega nota til að gera lítið úr alvarleik veirunnar og herða þannig áróður sinn um að nauðsynlegar sóttvarnir séu óþarfar, árangurinn þeirra sanni það.

Eins munu raddir myrkursins um að hvetja til fjöldamorða undir yfirskininu, myndum hjarðónæmi, styrkjast.

 

Í því samhengi eigum við að skilja að hinn góði árangur heilbrigðisstarfsfólks okkar á sér ekki bara þá skýringu að fólk lærir hvaða meðferð hjálpar, heldur líka að álagið hefur aldrei yfirkeyrt afkastagetu þess.

Bæði varðandi þann fjölda sem hægt er að sinna með góðu móti, eða verið það stanslaust að fólk hafi brunnið út og hrunið niður.

Því án lækna og hjúkrunarfólks, er engin umönnun, er engin lækning, aðeins veira sem drepur.

 

Þess vegna er gott að lesa sér til gagns og skilnings þennan feisbókarstatus hjúkrunarfræðings sem stendur í miðri varnarbaráttu okkar.

"Hausverkur, sviti, hálsbólga, nefrennsli, blóðnasir, astmi, þrýstingssár, hálsrígur, síþreyta, svimi ofl ofl eru afleiðingar af því að bera þennan búning. Við höfum þurft að vera svona klædd síðan í ágúst í seinni bylgju faraldrar. Í dag sá ég t.d. varla út um gleraugun fyrir móðu vegna svita. Það gerir blóðtökur sérstaklega erfitt viðureignar og stöndum við í því daglega með alla okkar skjólstæðinga.

Ósk okkar af legudeildum covid er að standa í þessu sem allra styst og því biðla ég til allra um að sinna sóttvörnum, vera heima ef með einkenni og fara í sýnatöku til greiningar. Verið í sóttkví ef þið eigið að vera í sóttkví og verið í einangrun ef þið þurfið þess. Mikið erum við ekki að nenna þessu sem samfélag en mikið meira erum við ekki að nenna að vinna við þessar aðstæður upp á spítala. Hjálpumst að ".

Og meðfylgjandi var mynd af henni í fullum sóttvarnargalla.

 

Það er ekki bara sjúklingar sem hafa náð bata að baki góðu tölunum, heldur líka starfsfólk sem vinnur hörðum höndum við mjög erfið skilyrði.

Sóttvarnir sjá til þess að þau nái að sinna sjúklingum sínum, og þær sjá til þess að þau bugist ekki undan ómennsku álagi.

 

Síðan eigum við að vita og skilja að þekking eykst með hverjum deginum.

Hefðu þeir sem hvetja til fjöldamorða náð sínu fram í vor, þá hefðu miklu fleiri fallið en munu falla í dag.

Nái þeir fram kröfum sínum um að sleppa veirunni lausri í dag, þá munu fleiri falla en hefðu fallið eftir til dæmis 3 mánuði.

Og takist okkur að standa þrýsting þessara ógnarafla fram að lækningu, sem verður, þá verður mannfall af völdum þessarar hættulegustu farsóttar sem mannkyn hefur glímt við frá því að spænska veikin felldi milljónir, í algjör lágmarki miðað við alvarleik hennar.

 

Þetta snýst nefnilega allt um að halda haus.

Og stefna fram á við.

 

Vernda sig og sína.

Komast þannig heill frá svo sómi sé að.

 

Eitthvað sem allt siðað fólk skilur.

Allt siðað fólk styður.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Bjóst við fleiri innlögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími á þennan sjálfsbirgingshátt??

 

Svona núna þegar jólin eru undir.

Fótboltasumarið eyðilagt, innanhúsíþróttir í uppnámi, álag á gjörgæslu nálgast hættustig, og þeir sem þurfa á hjálp samfélagsins vegna kóvid hamfaranna, segja að á þá sé ekki hlustað, aðstoð gagnist alltof fáum.

 

Ef Katrín væri þessi leiðtogi sem hún gumar sér af, þá væru ekki ráðherrar í ríkisstjórn hennar sem leynt og ljóst hafa unnið gegn sóttvörnum frá fyrsta degi.

Og þá hefði seinni skimun verið tekin upp strax og ljóst var að landamærin láku.

 

Þá væri ekki kóvid.

Þá yrðu jól.

 

Ekki aðeins mont og sjálfshól.

Kveðja að austan.


mbl.is Hvað geta önnur lönd lært af Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1440180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband