18.10.2020 | 18:02
Er gengið of langt??
Er gengið of skammt??
Svarið liggur ekki í að benda á meðalhóf því annað hvort virka aðgerðir til að skera á smitleiðir, eða þær virka ekki.
Og útbreiðsla veirunnar í dag sýnir að aðgerðir í þriðju bylgju hafa komið of seint, það má segja að múrar sem hafa verið byggðir um svæði til að loka hana inni, hafa verið byggðir þegar veiran var þegar sloppin út og hafði dreift sér víðar.
En þau mistök réttlæta kannski ekki að loks þegar veiran er hamin, að þá séu múrar byggðir um of stórt svæði.
Aðalatriðið er að það sé gert sem þarf, en helst ekki meir en það.
Spurningin er um markmið og lærdóm.
Ef markmiðið er að hamla útbreiðslu veirunnar, koma í veg fyrir hópsýkingar og nýta smitrakningu og sóttkvíar til að þrengja þannig að veirunni að hún hörfi og jafnvel fjari út, þá má nýta þann lærdóm að veiran er lítt að smitast á almannafæri, spritt og fjarlægðarmörk sjá til þess.
Eins virðist vera hægt að veita ýmsa þjónustu ef ýtrustu smitvarna sé gætt, grímuskylda, sótthreinsun og svo framvegis.
Þess vegna þarf ekki að loka og læsa öllu líkt og gert var í vor, og það má líka hlusta á tillögur rekstraraðila eða þeirra sem bera ábyrgð á viðburðum og þjónustu, um hvernig hægt er að halda hlutunum gangandi en um leið lágmarka hættu á smiti milli fólks.
Þetta er sérstaklega mikilvægt ef menn setja sér ekki það markmið að útrýma veirunni úr samfélaginu líkt og gert var í vor, því það er ekki hægt að lifa í höftum endalaust.
Og skaðsemi eilífra lokana þarf að íhuga í því samhengi.
Þetta er eitthvað sem sóttvarnaryfirvöld hafa reynt að gera, að hafa sóttvarnir sem minnst íþyngjandi, og um leið að nýta alla reynslu og lærdóm til að slípa til tillögur sínar, bæði varðandi að herða aðgerðir eða slaka á þeim.
Margir kvarta, og eiga að kvarta, raddir ólíkra sjónarmiða þurfa að heyrast, og þó sérfræðingar okkar viti margt, sem og mest miðað við okkur hin, þá getur hlustun á marga bætt í þann þekkingarbrunn, svo hægt sé að segja að margir vita til samans meira en þegar lítt er hlustað.
Þess vegna eru upplýsingarfundirnir svo mikilvægir, þess vegna er spurningar fjölmiðlafólks svo mikilvægar, þess vegna er lifandi umræðu í blöðum og ljósvakamiðlum svo mikilvægar.
Og sjálfsagt má einhverja fróðleiksmola finna líka hér í netheimum.
Margt má gagnrýna,það voru skelfileg mistök að opna landið án seinni skimunar núna í sumar, og vantrú í stað snerpu einkenndu fyrstu viðbrögð sóttvarnaryfirvalda í upphaf þriðju bylgjunnar.
Þó menn vissu að auðveldast er að kæfa svona bylgjur í fæðingu, þá var eins og óttinn við nagið gegn sóttvörnum, nag sem nær djúpt inní ríkisstjórn Íslands, hægði á öllu, líkt og það væri efast um að stuðningur stjórnvalda að baki væri heill.
En þetta var þá, og aðeins minnst á til að ítreka þörfina á lærdómi.
Þeim brýna lærdómi að viðurkenna mistök sín og láta þau ekki henda aftur, nóg verður að nýjum sem munu banka upp á.
Ein slík er sú rökvilla að halda að það sé hægt að leiðrétta fortíðina með því að gera of miklar kröfur til framtíðarinnar, sígild villa sem hrjáir marga foreldra að ætla að þau geti bætt fyrir sín mistök með því að reyna hindra að börn þeirra fái þroska gegnum sín.
Önnur er að fyrst að það var látið undan þrýstingi þröngra hagsmuna að opna landamærin til að hleypa veirunni inní landið, að þá megi endurtaka slíkt þegar hagsmunirnir hafa aftur safnað liði innan ríkisstjórnar Íslands.
Lykilatriði að fólk trúi því að í þetta sinn sé barist til sigurs.
Það sé haldið út þangað til að mannlíf geti gengið hérna nokkuð eðlilegan gagn.
Til þess markmið.
Til dæmis jól án Kóvid.
Það er margt vitlausara en það.
Kveðja að austan.
![]() |
Staðfestir í meginatriðum tillögur sóttvarnalæknis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2020 | 14:08
Umræðan um bastarðinn.
Sem kenndur er við Nýja stjórnarskrá og er sprottinn uppúr ósigri hrægamma og Evrópusinna í ICEsave þjóðaratkvæðinu, og þjónar þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir slík þjóðaratkvæði í framtíðinni, reyndar bónus að auka flækjustig laga svo þau nýtist aðeins þeim sem ráða yfir miklum fjármunum.
Glímir við þann meginvanda að þjóðinni er slétt sama.
Og því þarf að dæla inní hana pening hraðar en sandi er dælt úr Landeyjarhöfn svo hún endi ekki uppí Þjóðminjasafni, á sömu hillu og fár eins og var um hundinn Lúkas eða stórhættulegt iðnaðarsalt svo einhver dægurflugan sé nefnd.
Svona hefur þetta gengið eftir ár eftir ár, unga fólkið sem barðist hatramt fyrir þessum hagsmunum hinna fjársterku, er orðið miðaldra, þeir sem voru miðaldra eru orðnir gamlar, og þeir sem voru gamlir, eru gleymdir.
Alltaf hjárænulegra eftir því sem lengra er liðið frá þeim atburðum sem skópu bastarðinn, alltaf augljósara að þessi umræða er ekki sjálfbær, á engar rætur í heilbrigða umræðu útí samfélaginu.
Væri í raun sjálfdauð ef hagsmunirnir leyfðu andaslitur hennar.
En af hverju núna??
Af hverju núna í miðjum heimsfaraldri??
Heimsfaraldri þar sem enginn veit um langtímaafleiðingarnar.
Á stjórnkerfi, almannafrið, heimsfrið.
Eða hvernig einstakar þjóðir ætli sér að komast heilar frá honum.
Þá er bastarðurinn hennar Jóhönnu settur á flot enn einu sinni.
Jafn tilgangslaus og fyrr.
Ég skil reyndar almannatenglana sem fá borgað fyrir að skipuleggja svona umræðu, þetta er jú bara vinnan þeirra.
En að einhver skuli nenna að taka þátt í henni.
Það skil ég ekki.
Væri bara ekki nær að hækka launin hjá Ruv svo starfsmenn þess þurfi ekki svona fóður utan úr bæ??
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
![]() |
Tillögur stjórnlagaráðs ekki greyptar í stein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 18. október 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1440180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar