16.10.2020 | 22:03
Mátti hann deyja??
Hann var hvort sem er orðinn gamall, áttatíu og eitthvað.
Svona eins og mamma gamla er í dag, eða pabbi áður en hann dó.
Verða ekki allir einhvern tímann að deyja??
Svo er það sparnaðurinn maður, ekki má gleyma því þó ljótt sé frá því að segja.
Að ekki sé minnst á tímasparnaðinn þegar við losnum við að eyða tíma í að heimsækja foreldra okkar, afa og ömmur eða bara fólkið á hjúkrunarheimilum landsins sem á enga að.
Eftir allar smittölurnar, eftir allar sóttkvíarnar, alla almannavarnarfundina, þá dó maður á níræðisaldri.
Og hafi einhver haldið að Marbendill hefði dáið um leið og fólk hætti að lesa þjóðsögur Jóns Árnasonar, þá var það svo ekki.
Hlátur hans ómar um netheima, bergmál hans mun líklegast ná inná fund ríkisstjórnarinnar.
Þar sem hagsmunatengdir ráðherrar við lúxusferðaþjónustu, að ekki sé minnst á blessuð börnin, munu segja, "sögðum við ekki, það deyr enginn nema sá sem hefði hvort sem er dáið".
Leggja þar með drög að fjórðu bylgjunni með því að grafa undan sóttvörnum í þeirri þriðju.
Líkt og þau grófu undan sóttvörnum í þeirri annarri, eða lögðu granítsteina í grunn hennar með opnun landamæra án undangenginnar sóttkvíar.
Því nagið, hið stöðuga nag gagnvart sóttvörnum, seinkar nauðsynlegum aðgerðum, á þann hátt að þegar þær hefðu dugað, þá var ekki gripið til þeirra.
Og þegar það var gert, það var það of seint, veiran hafði þegar borist út fyrir þá múra sem átti að halda henni inni.
Með þeim afleiðingum að sóttvarnir lokuðu þjóðina inni, en veiran gengur laus.
Frelsi hennar til að veikja, er frelsið sem var varið.
Með því að láta allar varnir vera eftir á, smitleiðum var lokað þegar þær höfðu smitað.
Í stað þess að loka þeim áður og kæfa þar með veiruna áður en hún náði að grafa um sig.
Í dag erum við í fjötrum sóttvarna.
Og á þeim virðist enginn endir vera.
Huggunin er að ennþá hafi heilbrigðiskerfið haldið, að þeir sem veikjast hafi fengið þá umönnun og meðhöndlun að þeir lifi af, að þeir fylli ekki út talnatálkinn sem telur dauðsföll.
Sá dálkur telur ekki bæklun eða veiklun af völdum veirunnar, það er harmur einstaklingsins, sem er léttvægur metinn ef frelsi veirunnar er undir.
Deyi samt einhver, þá mátti hann bara deyja.
Hefði dáið hvort sem er segir fólkið sem berst dag og nótt fyrir frelsi veirunnar.
Deyi fleiri, þá hefðu þeir hvort sem er dáið, sökum aldurs, undirliggjandi veikinda, eða þeir hefðu dáið einhvern tímann seinna.
Allt aukaatriði miðað við þann heilaga rétt veiru, þessarar minnstu einingar lífs sem við þekkjum, til að fá að vera hún sjálf, að fá að fjölga sér, að fá að gera það sem hún var sköpuð til að gera.
Veikja og drepa.
Okkur hin.
Þess vegna er aldurinn tekinn fram, þess vegna eru undirliggjandi veikindi tekin fram.
Þess vegna er allt tínt til sem dregur úr alvarleik farsóttarinnar, þess vegna er hamast á sóttvarnaryfirvöldum, ýtt undir tortryggni, nauðsynlegar aðgerðir sagðar óþarfar, alltof strangar miðað við meðalhóf og tilefnið.
Síðan sagðar sögur af þjóðum sem höfðu ekki gripið til svona strangra aðgerða, höfðu landamæri opin, sem tókust á við veiruna með grímu og persónulegum sóttvörnum.
Og þó fólk smitist, þá sé enginn að deyja.
Þegar fréttir berast um hertar aðgerðir, jafnvel lokanir samfélaga, og að dauðsföll séu á uppleið eftir því sem veiran fær að grafa um sig, þá eru þær fréttir hundsaðar, aðeins fjölgað í hinum logandi ljósum sem leita að dæmum um mildari sóttvarnir, eða að dauðsföllum hafi ekki fjölgað í takt við fjölgum smita.
Og þegar hin logandi ljós finna ekki fleiri dæmi, smitum fjölgar í Svíþjóð, aðgerðir eru hertar í Þýskalandi, stjórnvöld í Bretlandi boða samfélagslegar lokanir, dauðsföllum fjölgar um alla álfuna, þá er hálmstrá áróðursins að til séu sérfræðingar sem segja að baráttan sé tilgangslaus, að ekkert annað sé í boði en að leyfa veirunni að drepa, þar til hún finnur ekki fleiri til að drepa.
Flestir sem deyja er hvort sem er fólk sem myndi deyja fyrr eða síðar.
Mátti deyja.
Jafnvel nauðsynleg hreinsun fyrir kerfið.
Á meðan gengur veira laus.
Frelsi hennar er varið.
Þó annað sé sagt.
Spurningin er.
Hve margir þurfa að deyja til að ekki sé lengur spurt;
Mátti hann deyja??
Hve margir þurfa að deyja til þess að ekki sé lengur minnst á aldur eða undirliggjandi veikindi??
Hve mörg þurfa fórnarlömbin að verða til þess að þaggað sé niður í þessum röddum??
Svarið við þeirri spurningu er um leið svarið um stöðu mennskunnar.
Eða sið í samfélagi okkar.
Það átti samt aldrei að spyrja.
Kveðja að austan.
16.10.2020 | 17:20
Það gleymdist að hálshöggva dómarann.
Í gamla daga, á meðan það var raunveruleiki að óvinveittur her myndi ræna, rupla og drepa, ef hann næði að brjóta sóttvarnir á bak aftur, þá var örugglega til dæmi um fólk, frjálshyggjufólk, sem sagði:
Ég má spássera fyrir utan borgarmúrana, í nafni frelsis, opnið þið borgarmúrana.
Og það er fræðilega hugsanlegur möguleiki á að vel mútaður dómari, hefði sagt, þegar sú ólíklega staða kom upp að fíflið og fávitinn hefði krafist réttar síns að ;
"Dómurinn sagði aðgerðir sem þessar ekki endilega geta verið gagnlegar sem vörn gegn kórónuveirufaraldrinum,"
En ef sá fræðilegi möguleiki hefði átt sér stað, þá væri enginn til frásagnar um hann.
Og sagan býr við þann veikleika að einhver þarf að vera á lífi til að skrá hana.
Þess vegna er lærdómur hennar til þýskra stjórnvalda sá sem sagður er í fyrirsögn þessa pistils.
Dómari sem segir að fífl og fávitar, þó þeir kenni sig við frjálshyggju, sem vilji opna borgarhlið svo óvinurinn geti sótt inn, drepið, rænt og ruplað, hann er ekki lengur dómari.
Hafi hann samt sagt að réttur fífla og fávita sé að sýkja náunga sinn, þá bara gleymdist að hálshöggva hann.
Þetta er ekki flókið.
Aðeins úrkynjun nútímans fær stjórnvöld til að bregðast ekki rétt við.
Á meðan drepur veiran.
Fyrir utan borgarhliðin.
En henni á að hleypa inn.
Kveðja að austan.
![]() |
Dómstólar halda börum opnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 16. október 2020
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 1440180
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar