Svona fór um sjóferð þá.

 

Eitt af stóru kosningaloforðum Donalds Trump var að draga Bandaríkin út úr hernaðarátökum í fjarlægum löndum og átti þá við Afganistan og púðurtunnuna í Miðausturlöndum.

Vandséð er hvernig hann getur staðið við það loforð núna þegar hann hefur tendrað þráðinn í púðurtunnunni.

Að segja að hann sé að koma í veg fyrir stríð er álíka öfugmæli og að þú kveikir í púðri til að koma í veg fyrir að það springi.

Það sem verra er að hafi Bandaríkjamenn haft einhverja siðferðislega yfirburði yfir kolbrjálaða hryðjuverkamenn, þá er það vandséð hvernig svo er eftir að þeir drepa leiðtoga annarra ríkja úr launsátri.

 

Rök Trump, óljósar fullyrðingar um að hryðjuverkið hafi þjónað þeim tilgangi að koma í veg fyrir yfirvofandi og illgirnislegar árásir á Bandaríkjamenn, er endurvinnsla á þeim rökum sem Rumsfeld, þáverandi varnamálaráðherra notaði þegar hans fyrstu viðbrögð eftir árás Sáda á Tvíburaturnana var ákall um að stöðva Alkaida með því að ráðast á Írak. En Saddam Hussein var líklegast sá maður sem sýndi liðsmönnum Alkaida minnstu miskunn, þeir voru réttdræpir hvar sem náðist til þeirra innan landamæra Íraks.

Rumsfeld notaði þessi rök að koma í veg fyrir hryðjuverk á Bandaríkin og bandaríska þegna, tengsl sem hann gat ekki sýnt framá, en urðu að raunveruleika þegar óvinur hryðjuverkasamtakanna var fjarlægður og samtökin fylltu svo uppí tómarúmið í Írak. Síðan kom svo Ríki Íslams og allir þekkja þá sögu.

Af hverju ætti fólk núna að trúa svona fullyrðingum eftir allar lygarnar í kringum innrásina í Írak er spurning sem erfitt er að svara.

 

Það er augljós trúnaðarbrestur milli Bandaríkjanna annars vegar og fyrrum bandamanna þeirra á Vesturlöndum hins vegar.

Og það er nokkuð öruggt að leiðtogar þeirra ríkja sem hafa talist keppinautar Bandaríkjanna eða meintir andstæðingar, hugsa stíft, hvern myrða þeir næst?

Eins styrkir þetta harðlínuöfl í Íran sem voru á fallandi fæti vegna bágs efnahagsástands, og voru farin að skjóta mótmælendur handófskennt til að brjóta mótmæli þeirra á bak aftur.

 

Framtíðin er því óviss og öll ríki þurfa að hugsa sinn gang.

Fyrst og síðast spyrja sig hvort þau séu undir það búin að mæta kreppuástandi ef hnökrar verða alþjóðlegum viðskiptum vegna stríðsátaka.

Þegar kól sem mest í kaldastríðinu þá voru byrgi grafin, brúsar og tankar fylltir af olíu, matvælum safnað í geymslur.

Þannig bjuggu einstök lönd sig undir hugsanleg stríðsátök, að eiga matvælaforða og eldsneyti sem dygði einhverja mánuði eða ár.

 

Íslensk stjórnvöld fara hins vegar hina leiðin, vinna markvisst að því að eyða innlendri matvælaframleiðslu svo landið sé algjörlega háð snurðulausum alþjóðaviðskiptum.

Og mér er til efs að það sé mikill olíuforði í landinu ef allt springur í bókstaflegri merkingu í loft upp við Persaflóann.

Við erum það firrt að við höldum að saga mannsins sem er meira eða minna skráning á stríðsátökum, að henni sé lokið með varanlegum friði.

Sem er fjarri lagi.

 

Og við eigum að feisa það.

Fyrsta skrefið þar um er að tilkynna Evrópusambandinu að við ætlum ekki að innleiða reglugerðina um frjálst flæði á sýklum og búfjársjúkdómum.

Næsta skrefið er að setja þjóðinni þau markmið að vera sjálfbær varðandi matvæli og orku sem er ekki flókið í þessu tæknivædda landi sem er að springa úr orku með hitann vellandi úr iðrum jarðar.

 

Auðvita eigum við að vona hið besta, að glóran nái aftur völdum í Hvítahúsinu og hryðjuverkamenn þar verði dregnir fyrir dóm.

En við eigum að búa okkur undir það versta.

Því hvort sem það eru loftslagsbreytingar eða óbærilegur þrýstingur sem leiðir til stríðsátaka, þá er ekki hægt að reikna  með friðsemdinni sem er forsenda snurðulausra alþjóðlegra viðskipta.

 

Hvernig sem fer mun glóbalið deyja enda alltaf galin hugmynd, fullreynd í Sovétríkjunum sálugu.

Við munum upplifa umbreytingaskeið sem vonandi skilar af sér nýjum og betri tímum.

Við munum upplifa átök, það er öruggt, það eina sem er ekki öruggt er hvort við lifum þau af.

Og þá er betra að vera ekki tekinn í bólinu með allt niðrum sig.

 

Það er raunverulega ekki val.

Kveðja að austan


mbl.is Trump: Komum í veg fyrir illgirnislegar árásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband