Ekkert mál gert að stórmáli.

 

Katrín Jakobsdóttir er ágætis stjórnmálamaður og og sækir styrk til nútíma þar sem sýndin ógnar raunveruleikanum, þar sem umbúðir eru taldar mikilvægari en innihaldið.

Hún gegndi mjög mikilvægu hlutverki í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir, ríkisstjórn sem hafði þann einbeitta vilja að endurreisa allt eftir hrun á forsendum þess kerfis sem hrundi, að ekki sé minnst á að hrægömmum var boðið að veisluborði alsnægtanna þar sem veisluföngin voru heimili landsins, hennar hlutverk var að styrkja umbúðirnar, eða sýndina, að styrkja þá ímynd að stefnan væri úr ranni félagshyggju og velferðar.

Og hún gerði það með að brosa.

 

Í dag er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, mikilvægara embætti í alla staði, en samt hefur hlutverk hennar í kjarna ekkert breyst.

Hún á að brosa.

Skiptir ekki máli hve stefnan er fjarri upprunalega hugsjónum VinstriGrænna, það er áður en flokkurinn gerðist valdaflokkur, hvort sem það er stóraukin umsvif bandaríska hersins á Miðnesheið, markaðsvæðing orkunnar í skjóli orkupakka 3, síbrotin loforð við aldraða og öryrkja, aðspurð þá brosir Katrín, og hvað hana og fréttamenn varðar, málið dautt.

 

Það er ljóst að heimsókn Pence á sér einn tilgang, og það er tékk hvort einhverjar hindranir séu á vegi endurkomu bandaríska hersins gerist þess þörf.

Það mál ræðir hann við Guðlaug utanríkisráðherra, og líklegast yfirmann hans, Bjarna fjármálaráðherra.

Hann á ekkert erindi við Katrínu, nema ef dagskrá hans sé ekki svo aðþrengd að hann hafi tíma fyrir slökun og chatt.

Jafnvel eitt bros ef út í það er farið.

 

Þannig er þetta bara og ef menn vilja gera þetta að einhverju máli, þá ættu menn að sjá þann flöt að fjarvera Katrínar staðfestir aðeins eitt.

Að hennar nærveru er ekki óskað.

Að það er ekki tími fyrir hana.

Blasir eitthvað svo við að jafnvel sýndin á ekki að geta hlið þann napra raunveruleika.

 

En raunveruleikinn er reyndar ekki sterkasta hlið fjölmiðla í dag.

Hvernig er það, er Grænland ekki til sölu að kveiktu umhverfissinnar ekki í Amazón??

Að ekki sé minnst á það að orkupakki 3 er ekki um millilandatengingar eða yfirþjóðlegt vald Brussel, hann er sko um neytendavernd.

Því meiri fjarstæða, því líklegri að enda sem fyrirsögn.

 

Mogginn er samt gamaldags.

Hann segir stundum frá í stað þess að lepja upp misgáfulegar fullyrðingar stjórnmálamenn sem eiga sýndinni æ meir að þakka völd sín og áhrif.

Hann ætti því að spyrja spurningarinnar einu sem býr að baki þessa vatnsglasastorms.

 

Spyrja af hverju Pence sé sama þó hann hitti ekki Katrínu.

Að hans vegna megi hún þess vegna mæta á fund félags fuglaskoðara á Falklandseyjum, eða halda ræðu um karllæga ímynd fröken Marple í sögum Agöthu, það er hjá hinu konunglega breska glæpasagnaáhugafélags, skiptir ekki máli hvort það félag sé til yfir höfuð.

Að hann hafi ekkert við hana að ræða, hann hafi erindi að gegna.

 

Því í raun er fjarvera Katrínar stórpólitísk yfirlýsing.

En tengist ekki á nokkurn hátt að hún telji sig hafa mikilvægari erindum að gegna.

Slíkt segir aðeins sá sem ekki er boðið.

Það er málið, og það á fjölmiðill að vita.

 

Morgunblaðið getur gert betur.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Katrín reiðubúin að funda með Pence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 254
  • Sl. sólarhring: 646
  • Sl. viku: 3752
  • Frá upphafi: 1481365

Annað

  • Innlit í dag: 212
  • Innlit sl. viku: 3296
  • Gestir í dag: 206
  • IP-tölur í dag: 200

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband