Hverjum þjónar Samtök iðnaðarins.

 

Umbjóðendum sínum eða stjórnmálaflokknum sem forystufólk samtakanna er í.

Mikilvæg spurning því í þessu máli fara hagsmunir ekki saman.

 

Lítum á það sem rétt er sagt í umsögn samtakanna;

" .. um samþykkt þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um aðild Íslands að EES-samn­ingn­um að hug­mynd­ir um raf­magnssæ­streng frá land­inu og til Evr­ópu sam­rým­ist ekki stefnu sam­tak­anna. Vísað er í því sam­bandi til raf­orku­stefnu SI frá ár­inu 2016 þar sem lögð sé skýr áhersla á að raf­orka fram­leidd á Íslandi skuli nýtt til verðmæta­sköp­un­ar inn­an­lands enda sé öfl­ug­ur iðnaður und­ir­staða bú­setu og verðmæta­sköp­un­ar. Slík fram­kvæmd sam­ræm­ist því ekki stefnu SI eða hags­mun­um aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna.".

Um þetta þarf ekki að ræða, sala raforku til hæstbjóðenda á samevrópskum raforkumarkaði ógnar tilverugrundvöll fjölmargra iðnfyrirtækja sem eiga samkeppnishæfni sína undir hagstæðu orkuverði.

 

En þetta eru aðeins falleg orð ef engin alvara er að vernda þessa hagsmuni, og vandséð er að sjá að sá vilji sé til staðar hjá forystufólki Samtaka iðnaðarins þegar það fullyrðir að "að ekk­ert í þriðja orkupakk­an­um leggi skyldu á ís­lensk stjórn­völd til þess að leggja slík­an sæ­streng."

Hvernig er hægt að segja slíkt um tilskipun sem fjallar einmitt um tengingu á milli landa, og hindrunarlaus viðskipti með orku yfir landamæri???

 

Hindrunarlaus viðskipti yfir landamæri.

Þú samþykkir þá tilskipun, og síðan getur þú hindrað þau viðskipti eftir eigin geðþótta!!?!

Þetta er svo heimskt að þetta hlýtur að vera pólitík.

Og þar með eru samtök iðnaðarins orðin undirdeild ráðherraræðisins í Sjálfstæðisflokknum, því þar er uppspretta allrar heimskunnar og blekkinganna í þessum málatilbúnaði öllum saman.

 

Áður en lengra er haldið er þarft verk að rifja upp orð leiðarhöfundar Morgunblaðsins þegar hann einmitt fjallar um þessa heimsku, að það sé hægt að innleiða tilskipun sem kveður á um hindrunarlaus viðskipti, og síðan sé hægt að setja einhliða hindrun á hin sömu viðskipti.

" Öll rök þeirra, svo fátækleg sem þau eru, snúast um að þær hættur sem almenningur telji stafa af málinu og blasa reyndar við, séu ekki jafn alvarlegar og fólkinu finnst. Því valdi „fyrirvararnir“. Fyrirvararnir? Hvaða fyrirvarar? Jú þá er vísað í minnisblað um viðhorf sem sendinefnd undir forystu íslenska utanríkisráðherrans hafi fengið að viðra við einn af kommissörum ESB og afhenda á fundi með honum, þar sem sá viðurkenni að hafa verið viðstaddur. Þarna eru fáeinar vangaveltur á ferð sem enga þýðingu hafa, og nálgast hvergi að vera lögformlega bindandi „fyrirvarar“.".

Maður getur ímyndað sér sársaukann hjá hinum fyrrverandi formanni flokksins þegar þessi orð voru fest á blað. 

 

Ekkert er afdráttarlaus fullyrðing, og um þetta ekkert segja þeir Stefán Már og Friðrik Árni;

"... að und­ir ein­hverj­um kring­um­stæðum gæti slíkt tal­ist samn­ings­brot, en velti á Evr­ópu­rétti. Hins veg­ar sé það ekki bundið við þriðja orkupakk­ann hvort ís­lensk stjórn­völd geti fengið yfir sig mál­sókn eða ekki. Það gæti gerst á hvaða tíma­punkti sem er að við yrðum tal­in hindra flæði orku. Ómögu­legt væri að gefa laga­leg­an rök­stuðning fyr­ir því hvernig viðbrögð hags­munaaðila myndu verða, sem gætu höfðað skaðabóta­mál fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um gagn­vart ís­lenska rík­inu vegna hindr­un­ar á raf­orku­flutn­ingi. Ekki væri hægt að úti­loka slíkt.".

Í þessu samhengi verða menn að hafa í huga að ómögulegt er að fá lögfræðinga til að taka sterkar til orða, líklegast allir minnugir þegar Simpson var sýknaður af kviðdómi þó hann hafi flúið af vettvangi, útataður í blóði eiginkonu sinnar.  Bara svo dæmi séu tekin um  hve niðurstöður dómsstóla geta verið óútreiknalegir.

En fram að þessu hafa allir dómar Evrópudómstólsins verið á einn veg, engar markaðshindranir.

Vissulega er það rétt að ákvæði þar um er að finna í öðrum lögum og reglum Evrópusambandsins, en ákvæðið um hindrunarlaus orkuviðskipti yfir landamæri eru fest í þriðja orkupakkanum.

 

Samt er sagt, EKKERT, EKKERT.

Og hvað ef þetta Ekkert gengur ekki eftir.

Hvað þá??

 

Hvað verður þá um íslenskan iðnað??

Af hverju gambla menn svona með fjöregg hans??

Það er allavega verið að gæta annarra hagsmuna en þeirra sem forystufólk var kosið til að gæta.

Það eitt er víst.

 

Það er oft sagt um þann sem anar útí vitleysu í viðskiptum að hann hafi ekki riðið feitum hesti frá þeim.

Það er rétt í þessu tilviki, nema það á um umbjóðendur þessa forystufólks, fjölmargir af þeim munu missa fyrirtækin sín í þrot þegar þeir þurfa að keppa við hæstbjóðendur á skortsölumarkaði evrópska orkumarkaðarins.

En þeir sem sviku þá, þeir munu örugglega ríða feitum hesti frá þeim brigslum.

 

Því það er mikill ávinningur í markaðsvæðingu orkulinda þjóðarinnar.

Ávinningur sem sér um sig og sína.

Gömul saga og ný.

 

En af hverju vilja íslenskir iðnrekendur hlusta á þá sögu??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjórði orkupakkinn mun víðtækari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkan okkar.

 

Er þverpólitísk samtök hins venjulega Íslendings sem vill standa vörð um orkuauðlindir þjóðarinnar, að þær verði áfram undir forræði hennar og þær nýttar af fyrirtækjum í eigu hennar.

Þess vegna mælir Orkan okkar gegn Orkupakka 3, sem er framhald af orkutilskipunum Evrópusambandsins um markaðsvæðingu orkunnar, að hún sé skilgreind sem markaðsvara, og seld hæstbjóðanda á samevrópskum orkumarkaði.

 

Gegn Orkunni okkar eru þverpólitísk samtök hagsmunaaðila sem leidd eru af Viðskiptaráði og útbúi þess á Alþingi, Viðreisn.

Þessi samtök hagsmunaaðila berjast fyrir markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar enda eftir miklu að slægjast, þó orkuverð til almennings sé hvergi lægra í Vestur Evrópu, áætlar Landsvirkjun að hagnast um rúma 100 milljarða á næstu árum svo eftir miklu er að slægjast ef það tekst að koma þessari sameign þjóðarinnar í hendur á einkaaðilum.

 

Dansandi með þessum hagsmunasamtökum eru Evrópusinnar á þingi, hvort sem þeir eru í Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni eða Pírötum.

Síðan eru ríkisstjórnarflokkarnir VG og Framsókn, afstaða þeirra snýst aðeins um eitt, völd.  Og völd þeirra í dag eru háð því að flokkarnir fari ekki gegn orkupakka 3.

 

Fyrirfram er þetta ójafn leikur, annars vegar sjálfsprottin samtök almennings, hins vegar öflugt hagsmunabandalag viðskiptalífs og stjórnmálastéttarinnar.

En spyrjum að leikslokum, þetta hagsmunabandalag hefur áður tapað stríði við þjóðina.

 

Og við þennan málstað er ekki hægt að rífast;

"Með orkupökk­un­um er inn­leitt hér reglu­verk sem leiðir til grund­vall­ar­breyt­inga á fyr­ir­komu­lagi orku­mála. Hér á landi hef­ur orku­kerfið verið nær al­farið í sam­eign þjóðar­inn­ar. Hér er fram­leidd tvö­falt meiri raf­orka á íbúa en í nokkru öðru ríki. Þjóðin nýt­ur í sam­ein­ingu vax­andi arðs af orku­fram­leiðslu. Orku­mál eru án nokk­urs vafa eitt stærsta hags­muna­mál þjóðar­inn­ar en umræðan um framtíð orku­mála hef­ur samt ekki verið fyr­ir­ferðamik­il,“ seg­ir enn frem­ur í um­sögn sam­tak­anna og áfram:

„Með orkupökk­un­um verða um­skipti til markaðsvæðing­ar orku­kerf­is­ins, án þess að áður hafi farið fram ít­ar­leg grein­ing á marg­vís­leg­um áhrif­um markaðsvæðing­ar eða að afstaða lands­manna til slíkr­ar grund­vall­ar­breyt­ing­ar hafi verið könnuð. Áður en lengra er haldið á sömu braut væri skyn­sam­legt að taka umræðuna, meta kosti og galla og kanna hvort al­menn sátt ríki um frek­ari markaðsvæðingu orku­kerf­is­ins.“".

 

Ekki nema þú ætlir að selja auðlindina.

Kveðja að austan.


mbl.is Samþykkt grafi undan EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar rassskelltir.

 

Styrmir Gunnarsson vakti nýlega athygli á að í Bandaríkjunum væri deilt um endursögn  dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á skýrslu Mullers gæfi villandi mynd af efni hennar.

Þar í landi telst slíkt alvarlegt stjórnsýslubrot, þingið á að geta treyst framkvæmdavaldinu að fara rétt með þegar það veitir því upplýsingar. 

Með öðrum orðum, ráðherrar mega ekki ljúga að þinginu.

 

Í þessu samhengi bendir Styrmir á atriði í umsögn þeirra Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar sem engan veginn geta passað við þessa endursögn tveggja ráðuneyta á innihaldi lögfræðiálita sem ráðuneytin létu vinna fyrir sig um Orkupakka 3.

""Allir fræðimenn sem að málinu hafa komið eru sammála um að sú leið, sem lögð er til við innleiðingu sé í fullu samræmi við stjórnarskrána."".  Og Styrmir feitletrar orðið "fullu".

 

Kannski vissu ráðuneytin eitthvað betur, en á fundi utanríkismálanefndar segja þeir Stefán og Friðrik eftirfarandi;

"„Við full­yrðum ekki að ákvæði [þriðja orkupakk­ans] brjóti í bága við stjórn­ar­skrá, en segj­um að það sé veru­leg­ur vafi á því. Okk­ar um­sögn er nei­kvæð í þeim skiln­ingi,“".

Með öðrum orðum, hafi það ekki verið ljóst að ráðherrar lugu að þingi, þá ætti það að vera hafið yfir allan vafa að svo sé.

Og hvað gera þingmenn þá???

 

Annað er síðan í þessum dúr, fyrirvarar ráðherra halda ekki, ríkið mun baka sér skaðabótaskyldu, enginn steinn er eftir í málflutningi ráðherra.

Aðeins samsekt þing samþykkir vitleysuna sem þeir leggja til, og það er glæpur.

Glæpur gagnvart lýðræðinu og þjóðinni sem veitti þeim umboð til setu á Alþingis.

 

Einhliða fyrirvarar halda ekki, það er morgunljóst, um það eru ótal dómafordæmi, en engin um að þeir halda.

Og Stefán og Friðrik benda á hvað þarf að gera til að þeir fyrirvara haldi sem þingmenn eru sammála um að þurfi að gera svo hægt sé að samþykkja Orkupakka 3.

Og fyrst þingmenn eru sammála um þessa fyrirvara, þá verða þeir að hlusta á rödd skynseminnar, annað er líka glæpsamlegt athæfi og vekur upp spurningar hvort eitthvað óeðlilegt ráði afstöðu meirihluta Alþingis í þessu máli.

 

Eina færa leiðin er að;

"Þá séu eng­in ákvæði í EES-samn­ingn­um sem gefa ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir­vara um að inn­leiða ákveðin atriði samn­ings­ins, eins og ríki ESB hafa. Það myndi þarfn­ast yf­ir­legu að semja laga­leg­an fyr­ir­fara um ákvæði þriðja orkupakk­ans. Það að senda málið aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar gæfi tæki­færi til þess að fara fram á lög­form­lega fyr­ir­vara eða und­anþágur.".

Og þessa leið á þingheimur að fara.

 

Annað er aðför að þjóð og lýðræði.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Lögfræðilega rétt að hafna innleiðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hráa kjötið og ábyrgðin.

 

Jón Bjarnason skrifar ágæta grein í Morgunblaðið í dag um stóra kjötmálið þar sem hann færir rök fyrir að fyrst dómur hefði fallið gegn stjórnvöldum vegna bannsins á innflutningi á fersku hráu kjöti, að þá sé öll löggjöfin um innflutning á landbúnaðarvörum í húfi.

Það er þegar einn hluti löggjafarinnar er dæmdur ólöglegur, þá falli heildarlöggjöfin um sjálfa sig því hún hefði verið heildstæð út frá ákveðnum forsendum um lýðheilsu og verndun búfjárstofna.

Enda heitir grein Jóns Hráa kjötið og sjálfstæði Alþingis.

 

Það er náttúrulega borin von að Alþingi virði sitt eigið sjálfstæði, til þess þarf fullorðið fólk og mörgu slíku er ekki til að dreifa á Alþingi Íslendinga í dag.

En það ágætis fólk ætti að íhuga þessi orð Jóns; "Hæstirétt­ur hef­ur síðan staðfest að ekki er hægt að samþykkja inn­leiðingu frá ESB með fyr­ir­vara".

Vegna þess að það ætlar að samþykkja orkutilskipun Evrópusambandsins með þeim fyrirvara að efni hennar gildi ekki á Íslandi, og ætlar að setja lög þar um.

En af hverju ætti sá fyrirvari að halda þegar fyrirvari Jóns Bjarnason sem hann setti inní innleiðingu matvælakafla Evrópusambandsins??

 

Svarið er augljóslega, hann gerir það ekki, en alþingismenn halda öðru fram.

Meðal annars vegna þess að hafi þeir rangt fyrir sér, og valda þar með landsmönnum stórtjóni, að þá sæta þeir engri ábyrgð.

Alþingismenn mega nefnilega valda öðrum vísvitandi tjóni ef þeir gera það í gegnum löggjöf sína þó þeir megi ekki frekar en við hin rústa börum eða áreita veika kynið.

Nærtækasta dæmið þar um er verðfall húsnæðis á landsbyggðinni í kjölfar setningu laga um kvótakerfið án þess að það hvarflaði að nokkrum þingmanni að setja hluta af meintum ávinningi í sjóð til að bæta saklausu fólki tjónið.

 

Eins er það með innflutning á hráu kjöti.

Hver ber það tjón ef alvarlegur smitsjúkdómur breiðist út í innlendum búfénaði og leggur restina af landbúnaðinum í rúst??

Ekki innflytjandinn, hann hirðir bara gróðann, það er borin von að hann þurfi að leggja fram tryggingu sem gæti bætt slíkt tjón.

Og ekki alþingismenn, þeir hlæja bara.

 

En hvað með samþykkt Orkupakka 3??

Í greinargerðinni með frumvarpinu viðurkenna embættismenn að tenging við hinn samevrópska orkumarkað muni hafa hækkun raforkuverðs í för með sér. Eitthvað sem gæti riðið fólki í helgreipum vaxtaokursins að fullu, því það erum svo margir sem ná ekki endum saman, það eru svo mörg fyrirtæki sem berjast i bökkum við erlenda samkeppni láglaunalanda.

Fyrir utan að hækkun á raforkuverði vegna þess eins að Alþingi innleiðir reglugerð þar um, er alltaf tjón í sjálfu sér af völdum ábyrgðarlausra alþingismanna.

 

Þessir sömu alþingismenn segja að það komi aldrei til að Hæstiréttur eftir úrskurð ESA, felli upp þann dóm að "að ekki er hægt að samþykkja inn­leiðingu frá ESB með fyr­ir­vara" án þess að vísa í nokkur dómafordæmi þar um.

En væru þeir jafn einbeittir í þessum ásetningi sínum ef þeir vissu að þeir persónulega þyrftu að bæta samborgurum sínum það tjón sem af hlytist ef þeir hefðu rangt fyrir sér??

Ef þeir eru svona fullvissir, myndu þeir fríviljugir stofna sjóð þar sem eignir þeirra væru að veði og í þennan sjóð gæti fólk sótt skaðabætur vegna þess tjóns sem hækkun raforkuverðs myndi valda því.

Væru menn tilbúnir að skaða aðra ef sá skaði væri líka þeirra??

 

Hefði Boeing leynt upplýsingum um galla í hugbúnaði ef menn þar innandyra vissu að þeir yrðu ákærðir fyrir fjöldamorð þegar flugvélar færust??

Myndu heildsalar vera jafn viljugir að flytja inn hrátt kjöt ef örvingluð móðir sem hefði misst barn sitt vegna fjölónæmra baktería gæti ákært þá fyrir manndráp?? Það er ekki ómerkilegri maður en yfirlæknir á Landsspítalanum sem telur slíkt raunverulega hættu.  Og ef menn fullyrða að slíkt sé bara bull og vitleysa, þá hljóta menn sætta sig við slíka ábyrgð í löggjöfinni, að innflytjendur sem heild séu þá sannarlega ábyrgir og sekir ef þeir hafa rangt fyrir sér og yfirlæknirinn, sérfræðingurinn rétt.  Annars er málið bara dautt, það reynir aldrei á fyrirvarann um ábyrgð.

Og fyrst það er engin áhætta við innflutning á hráu kjöti, þvert á álit til dæmis Margrétar Guðnadóttir prófessor og veirufræðings, sem sagði að hún tryði ekki þeim aumingjaskap uppá þingmenn að þeir stæðu ekki gegn slíkum innflutningi, að þá hljóta viðskiptabankar innflytjendanna að vera tilbúnir að leggja fram ábyrgð, segjum til dæmis uppá 100-200 milljarða vegna meints tjóns af búfjársjúkdómum. Mæti þess vegna vera billjón því ef áhættan er engin, þá kemur ekki til þess að slík ábyrgð falli.

 

Það er nefnilega svona sem afhjúpar alvörun á bak við fullyrðingar.

Eru menn tilbúnir að axla ábyrgðina af tjóninu hafi þeir rangt fyrir sér??

En þar setja margir af stuðningsmönnum hins frjálsa markaðar mörkin, þeir hafa ekkert á móti ábyrgð á meðan aðrir sæta henni. 

Líkt og þeir eru tilbúnir að hirða gróðann á meðan aðrir bera tjónið. 

 

En þeir eru ekki tilbúnir að axla hana sjálfir, ekki frekar en útrásarvíkingarnir okkar sem höfðu tapið allt á sér kennitölu.

Af hverju halda menn að skúffufyrirtæki eigi hitt og þetta??, varla vegna þess að það eru svo mikil verðmæti í skúffunni?

 

Þetta er svona, en á ekki að vera svona.

Ekki í siðuðu samfélagi.

 

En það er okkar að breyta.

Það eru jú við sem að lokum sitjum uppi með tjónið, og ábyrgðina.

 

Þess vegna skiptir svo miklu máli að stjórnmálamenn okkar sæti ábyrgð ef þeir samþykkja Orkupakka 3.

Ekki bara vegna þess að orkuauðlindir okkar eru í húfi, heldur vegna þess að við þurfum að takast á við meinsemd.

Meinsemd ábyrgðarleysisins.

 

Áður en við verðum svipt öllu.

Kveðja að austan.


Bloggfærslur 6. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 275
  • Sl. sólarhring: 802
  • Sl. viku: 5559
  • Frá upphafi: 1327105

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 4931
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 231

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband