Bann við banni.

 

Það er leiðinlegt að þurfa rifja það enn einu sinni upp hvað felst í þriðja orkupakkanum, eitthvað sem væri óþarfi ef fullorðið fólk stjórnaði þessu landi.

Eða við hefðum lög eins og í bandaríkjunum sem banna ráðamönnum að ljúga vísvitandi að þinginu, þá væri viðtalið við formann utanríkismálaráðherra tekið í annarri stofnun, aðeins fjær Reykjavík en sú sem hún blekkir ítrekað vísvitandi.

 

Ill nauðsyn en samt og ennþá er best að láta Evrópusambandið sjálft hrekja hinar vísvitandi blekkingar;

"What is the aim of the "third energy package"?  The aim is to make the energy market fully effective and to create a single EU gas and electricity market.

What does it consist of? ..... three Regulations, ... one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity ((EC) No 714/2009) and one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER ((EC) No 713/2009).".

Einn sameiginlegur markaður, reglur um tengingu yfir landamæri, stofnun yfirþjóðlegrar Orkustofnunar Evrópu, allt regluverk til að tryggja einn sameiginlega markað, og til að ná því markmiði er sett blátt bann við hindranir á tengingum yfir landamæri.

 

Og formaður utanríkismálanefndar reynir að telja þingi og þjóð í trú um að íslensk stjórnvöld geti einhliða sett bann á bannið sem bannar tengingar milli landa.

Heldur hún að við séum öll börn, einfeldningar, sem er hægt að segja hvað sem er.

Að það sé hægt að innleiða regluverk og setja síðan lög sem gerir hið sama regluverk óvirkt.

 

Stefán Már Stefánsson prófessor, okkar helsti sérfræðingur í Evrópurétti, varaði stjórnvöld við að þó regluverkið krefðist þess ekki af íslenskum stjórnvöldum að þau kæmi á slíkri tengingu, þá væri ólíklegt að þau gætu hindrað aðra í að leggja slíkan sæstreng, slíkt væri samningsbrot sem byði heim hættuna á málssókn.  Stefán gerði það í lagaáliti sínu, sem og á fundi utanríkismálanefndar, og hann hefur hvergi hvikað frá þeirri skoðun sinni.

Í blaðaviðtali segir hann að það eigi að vísa þessu til sameiginlegu EES nefndarinnar, og fá þar undanþágu, og hann benti á að það er fólkið að semja lagatexta sem heldur fyrir dómi.

Samt vogar formaður utanríkismálanefndar sér að fullyrða enn einu sinni að "Síðan setj­um við laga­leg­an fyr­ir­vara eins og ráðlagt var af Stefáni Má og Friðriki Hirts.".

 

Þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari bendir á að íslensku fyrirvararnir haldi ekki samkvæmt Evrópurétti og þeim sem er meinað að leggja sæstreng, séu með unnið mál á hendur íslenskum stjórnvöldum, þá eru rök formanns utanríkismálanefndar þessi; "Áslaug seg­ir Arn­ar Þór vera að tala um að leggja sæ­streng til Íslands gegn vilja ís­lensku þjóðar­inn­ar. „Það er ekki hægt, það er hvergi í þriðja orkupakk­an­um neitt um það að hægt sé að leggja slík­an sæ­streng. Það er skýrt.“".  Eins og hún sé ekki tengd við þennan heim.

Arnar Þór talar ekki um að leggja sæstreng til Íslands gegn vilja þjóðarinnar, hann talar um að leggja sæstreng til Íslands.  Af hverju minnist hann ekki á hliðarskilyrðið, "gegn vilja íslensku þjóðarinnar"??, jú vegna þess að það er hvergi talað um í regluverkinu að tengingar milli landa séu háðar vilja viðkomandi þjóða, heldur að þeim skuli komið á, og bannað sé að hindra slíkar tengingar.

Enda hvernig á einn orkumarkaður (single market) að funkera ef einstök ríki hins innra markaðar geti sett sig uppá móti slíkum markaði með því að neita tengingum yfir landamæri.  Þetta er svo einfalt að jafnvel börn eigi að skilja þessa rökleiðslu.  En Jón Gnarr gæti bent á að geimverur gætu átt erfitt með slíka einfalda hugsun.

 

En botninum er ekki náð hjá formanni utanríkismálanefndar og gefum henni aftur orðið;

"Spurð hvort fjór­frels­is­regl­ur EES gera það mögu­lega að verk­um að óheim­ilt sé að banna lagn­ingu sæ­strengs, eins og fram hef­ur komið á vef at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins, seg­ir hún ekki um bann að ræða. „Við erum bara að festa það í sessi að það er ákvörðun þings­ins og það get­ur ekki komið ein­hver ut­anaðkom­andi aðili og og lagt hér sæ­streng frek­ar en hann geti komið hingað og lagt veg. Þess­um spurn­ing­um var öll­um varpað upp í starfi nefnd­ar­inn­ar og fengið skýr svör má lesa í álits­gerð Skúla Magnús­son­ar og Davíðs Þórs Björg­vins­son­ar,“ svar­ar Áslaug".

Það er sem sagt ekki verið að banna lagningu sæstrengs, heldur sé slíkt ákvörðun þingsins.  Gott og vel, er hún þá að segja að þingið muni sjálfkrafa leyfa slíkan streng ef eftir verður leitað??  Það sé því ekki um hindrun á tengingum milli landa að ræða, heldur aðeins formsatriði sem engin áhrif hafi á regluverkið?  Varla.

Ef menn vilja ekki láta regluverkið taka gildi, þá neitar Alþingi viðkomandi um leyfi til að leggja sæstrenginn.  Og bakar sér um leið skaðabóta áhrif.  Ekki nema það verði knúið til að leyfa slíkan streng, og hvert er þá bannið??

 

En það reynir ekki á slíkt að öllum líkindum miðað við rökfærslu Áslaugar því hún segir; "það get­ur ekki komið ein­hver ut­anaðkom­andi aðili og og lagt hér sæ­streng frek­ar en hann geti komið hingað og lagt veg."

Sem er rangt varðandi sæstrenginn, regluverkið kveður á um að markaðsaðilar megi leggja slíkar tengingar, og það er bannað að hindra slíkar tengingar, sbr single market.

En geta þeir komið og krafist þess að fá að leggja vegi??  Svarið er augljóslega Nei, þriðji Orkupakkinn fjallar ekki um vegalagningu, og ennþá eru þeir utan regluverksins.

Svo það er ekki einu sinni barnalegt að bera þetta tvennt saman, það er verra en það.

 

Síðan varðandi lagaálit þeirra Skúla og Davíðs þá gat ég ekki annað lesið úr lagaáliti þeirra en þeir bentu á að íslensk stjórnvöld væru ekki skyldug til að leggja sæstreng, eins og það komi málinu eitthvað við. 

Það hefur enginn haldið því fram.

Hins vegar hafa ekki komið rök frá þeim félögum um skaðabótaábyrgðina, um einhliða fyrirvara sem halda með vísan í dómafordæmi og annað.

 

Vísan í þá án frekari rökstuðnings er nákvæmlega sömu vinnubrögð og viðhöfð voru í ICEsave umræðunni, þegar stjórnvöld vitnuðu grimmt í flesta lögfræðinga, lagaálit hinna og þessa, en komu aldrei með bein rök gegn ítarlegum rökum Stefáns Más og félaga sem sýndu fram á með skýrum rökum að íslensk stjórnvöld höfðu innleit tilskipanir ESB um innlánstryggingasjóð á réttan hátt.  EFTA dómurinn staðfesti það álit, enginn man lengur hvað hinir flestu lögfræðingarnir hétu.

Og ef það mál er ekki næg vísbending um keypt lögfræðiálit stjórnvalda þá má minna dóminn um gengislán, sem þáverandi stjórnvöld fullyrtu ítrekað að væru lögleg, og ekki má gleyma síðan þegar Árnalögin voru send heim til föðurhúsanna, þá vantaði heldur ekki hin fjölmörgu keyptu lögfræðiálit sem bara stóðust ekki, því niðurstaðan var fyrirfram ákveðin.

 

Ef Stefán Már hefur rangt fyrir sér núna, og Arnar Þór veit ekki hvað hann er að segja, og munum að þeir tala út frá bestu vitneskju, ekki borgun um að skila "réttri" niðurstöðu, að þá væri stjórnvöldum í lófa lagi að hrekja röksemdir þeirra lið fyrir lið.

Með rökum, ekki fullyrðingum án rökstuðnings.

En merkilegur er sá lögfræðingur sem getur sýnt fram á að það sé hægt að banna bann sem bannar markaðshindranir á hinum innri markaði.

Þriðji orkupakkinn fjallar einmitt um slíkt bann, það er bann við hindrunum.

Og á meðan slíkur lögfræðingur gefur sig ekki fram, og rökstyður þau undur, þá er vísan í slíkt ómarktækt.

 

Það er nefnilega ótrúlegur málflutningur að geta ekki sagt satt orð um þriðja Orkupakkann, og tekið umræðuna um hann á hans forsendum.

Hver er ávinningurinn við hinn sameiginlega evrópska raforkumarkað, hverjir eru gallarnir.

Og ef menn telja ávinninginn meiri en gallana, þá samþykkja menn regluverkið.

Ef menn telja gallana vega þyngra, þá vísa menn því til sameiginlegu EES nefndarinnar, og fá undanþágu fyrir íslenskan raforkumarkað.

 

Þetta er ekki flókið.

Þetta er ákaflega einfalt.

Fyrir fullorðið fólk, og ætti líka að vera einfalt að skilja fyrir þá sem yngri eru.

 

En menn ljúga ekki.

Það er það eina sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar mega ekki í þessu máli.

Jafnvel þó þeir líti ekki á sig sem fullorðið fólk.

 

Það er mál að linni.

Þetta er að verða aumara en það sem aumt er.

 

Þjóðin á betra skilið.

Kveðja að austan.


mbl.is Valdið hjá Alþingi óháð fyrirvörunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin í djúpum vanda.

 

Eftir að fjórflokkurinn í stjórnarandstöðu kvaðst ekki lengur vilja taka þátt í skrípaleiknum, að þreyta Miðflokkinn til uppgjafar.

Eftir stendur að sökin liggur hjá forseta Alþingis sem er ófær um gefa þinginu starfsfrið með því að taka umræðu um önnur mál fram yfir umræðuna um landsöluna.

Sem og ríkisstjórninni sem tekur ekki af skarið.

 

Þá hljóta eðlilega að vakna upp spurningar af hverju ríkisstjórninni liggur svona á??

Varla hefur þetta fólk áhyggjur af því að lygar þess og blekkingar séu afhjúpaðar, líkt og Arnar Már Jónsson gerði nýlega þegar hann tók undir rökfærslu fræðimanna að einhliða fyrirvarar séu marklausir.

Eða eins og Arnar segir, "Fyrirvarar Alþingis munu engu skipta þegar búið verður að fjármagna þennan sæstreng (hvort sem það verður innlent eða erlent fyrirtæki sem gerir það). Ástæðan er sú að ef íslenska ríkið reynir þá enn að standa í vegi fyrir því að strengurinn verði lagður mun verða höfðað samningsbrotamál gegn Íslandi. Íslenska ríkið mun augljóslega tapa því máli þar sem orka er vara, sbr. fjórfrelsisákvæðið um frjálst flæði á vörum".

Varla því þá þarf frjálsa fjölmiðla sem eru ekki undir hæl hagsmuna auðmanna svo stærsti hluti þjóðarinnar mun því ekki frétta af afhjúpunum.  Ráðherrar og aðrir munu halda áfram að geta komið í fjölmiðla og sagt eins og Katrín Jakobsdóttir; "„Þá eru allir lögfræðingar sammála um það að engin skylda verði leidd af orkupakkanum um að heimila lagningu sæstrengs milli Íslands og annars EES ríkis það er ekki svo að þau ákvæði sem snúa um þetta mál taki hér gildi nema slíkur sæstrengur verði lagður.  .... „Það er staðreynd málsins hún hefur ekki verið hrakin hann felur ekki í sér kvöð um það að hingað skuli lagður sæstrengur það er ákvörðun Alþingis ef til þess nokkru sinni kemur sem ég vona ekki,“ ".

Og unga vel upplýsta fólkið mun halda áfram að trúa blekkingum hennar.

 

Vandinn er augljósari og má lýsa með þekktum orðum Hatara, "planið er allt samkvæmt áætlun".

Nema að ekkert hefur gengið samkvæmt áætlun þökk sé málþófi Miðflokksins.

 

Núna átti að vera búið að samþykkja Orkupakka 3 og næsta skref, að fjárfestarnir sem ætla að leggja sæstreng til landsins, myndu kynna þá framkvæmd eftir samþykktina, endaði með þeim ósköpum að þeir gerðu það án þess að samþykkt lægi fyrir.

Eina helsta röksemdin að enginn hefði áhuga að leggja sæstreng, eða að það væri ekki gerlegt, hvarf á einni nóttu. 

Það er búið að hanna hann, það er búið að fjármagna hann.

Eina sem vantar er regluverkið sem gerir lagningu hans kleyft gegn málamynda andófi þegar keyptra stjórnmálamanna.

 

Og ekki nóg með þessa afhjúpun, í kjölfarið var ljóstrað upp að einn helsti álitsgjafi ríkisútvarpsins, maðurinn sem skipuleggur níðhernaðinn gegn andstæðingum orkupakkans, að hann er ekki bara á launum í Valhöll, hann er líka á launum hjá þeim aðilum sem ætla að leggja sæstreng.

Blekkingahjúpurinn er nefnilega að gliðna hægt og hljótt á þann hátt að jafnvel forheimskasti krakkinn sem telur sig vel upplýstan og gerir því gys að varnarbaráttu þjóðarinnar, getur ekki lengur rifist við raunveruleikann.

Brandarakrakkarnir eru orðnir hirðfífl erlendra fjárfesta, án þess að fá borgað krónu fyrir fíflaganginn.

 

Þetta er vandinn í hnotskurn, jafnvel best ofni blekkingarvefur raknar upp með tímanum, það liggur í eðli blekkinga að þær þola ekki ljós staðreynda.

Og þá kemur hinn skítugi raunveruleiki hagsmuna og tengsla í ljós, að allt annað en EES samningurinn eða þjóðarhagur knýr þennan flumbrugang áfram.

Hann er knúinn áfram af þeim gífurlega hagnaði sem mun flæða í vasa fjárfesta í kjölfar markaðsvæðingu orkunnar.

Og brátt verður öllum það ljóst.

 

Þá er fokið í öll skjól.

Á meðan er hvatningin aðeins ein.

 

Áfram Miðflokkur.

Áfram.

Kveðja að austan.


mbl.is Semja um dagskrá þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 304
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5588
  • Frá upphafi: 1327134

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 4956
  • Gestir í dag: 255
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband