Vitið sigraði að lokum.

 

En endurheimti þjóðin sína von??

 

Sjaldan hafa eins fáir skilað eins miklu og hetjurnar í Miðflokknum sem hafa ekki bognað undan skefjalausum óhróðri og illmælgi taglhnýtinga fjárfestanna sem sjá gull í markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

Mannorðsníðingar og mannorðsþjófar hafa setið um þá hverja mínútu málþófsins líkt og þeir væru á vöktum að finna eitthvað sem má matreiða ofaní trúgjarna.

Svo mikið er undir að jafnvel ríkisútvarpið hefur verið innlimað inní þá herferð alla eins og nefgjöld þessara örfáu auðmanna og vinnumanna þeirra vegi þyngra í tekjuöflun stofnunarinnar en nefgjöld fórnarlamba markaðsvæðingarinnar, almennings.

Núna síðast reyndi Inga Snædal að finna æru sem hún gæti svo reitt af sér þegar hún sagði að "mál sem gagn­ist fá­tæku fólki tefjast vegna málþófs Miðflokks­ins um þriðja orkupakk­ann".  Eins og fátækt fólk sé ekki það fyrsta sem finnur það bókstaflega á eigin skinni þegar húsin kólna vegna þess að raforka þjóðarinnar verður send með sæstreng á hinn samevrópska samkeppnismarkað.

 

En Miðflokkurinn hefur staðist áhlaup rógsins og núna er fyrsta uppgjöf taglhnýtinganna í augsýn, smán þeirra vegna orkupakkans er næg þó þeir eyðileggi ekki önnur þingstörf með stuðningi sínum við þetta ógæfumál.

Vandséð er eftir þessa ályktun að Steingrímur Joð geti mætt í kvöldfréttirnar og talið Jóhönnu Vigdísi í trú um að Miðflokkurinn fari ennþá með dagskrávald þingsins.  Ekki að Jóhann myndi ekki brosa og birta, heldur gæti sá biti staðið illa í þeim sem á heyra.

Því á öllu rugli er takmörk, og þeim mörkum er náð núna eftir þessa yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna.

 

Og kannski eru þetta veðrabrigði.

Kannski er undanhaldið hafið og þá mun fljótt bresta flótti í lið taglhnýtinga því þeir vita eins og er að allir geta ekki fengið sporslur eftir næstu kosningar, sumir sitja útí kuldanum atvinnulausir, og til hvers er þá leikurinn gerður??

 

Von hefur allavega kviknað af minna tilefni.

Kveðja að austan.


mbl.is Leggja til frestun orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stígur Steingrímur skrefið??

 

Sem Bjarna Ben iðar í skinninu að hann geri því enginn flokkur hefur eins oft lent í málþófi og Sjálfstæðisflokkurinn, eðli málsins vegna, og því grætur Bjarni ekki fordæmið sem hann sjálfur þorði aldrei að gefa.

Að stöðva málþóf.

 

En þó forystufólk Sjálfstæðisflokksins geti ekki sagt satt orð um orkupakkann, þá er óþarfi hjá Steingrím að taka þá breytni til fyrirmyndar, enda löng hefð á Alþingi að forseti þess gæti staðreynda og sanngirnis, eitthvað sem Steingrímur sjálfur var drullufúll við Ástu Ragnheiði á sínum tíma.

En þá var hann fjármálaráðherra og mátti ljúga að vild í ICEsave deilunni.

En í dag forseti þingsins og algjör óþarfi hjá honum að skapa fordæmið gegn málþófi með lygavaðli.

 

Hann getur sagt að hann sé orðinn drulluleiður á því, að hann sjái í dag hvað hann sjálfur hafi verið pein inn the ass þegar hann var konungur málþófsins, og núna þegar valdið hefur frelsað hann frá málþófspúkanum, þá vilji hann forða núverandi þingi, og komandi þingi frá slíkum leiðindum.

En hann getur ekki kennt Miðflokknum um hið meinta "ófremdarástand á Alþingi" svo vitnað sé í fyrirsögn fréttarinnar.

 

Það er Steingrímur sem ber ábyrgð á dagskrárhaldi þingsins, ekki Miðflokkurinn.

Honum er í lófa lagt að fresta málinu og taka önnur mál fram yfir þann einbeitta vilja þingmeirihlutans að afsala þjóðinni forræði yfir orkuauðlindum sínum.

Landsalan getur ekki verið svo mikilvæg að það megi ekki ræða önnur mál á meðan hún er ófrágengin.  Varla er dedlæn á málinu, varla ekki varðandi sjálfan orkupakkann.  Hann hefur beðið og getur alveg beðið enn.

 

Að kenna öðrum um sína eigin ábyrgð er ekki hátt ris á embætti forseta Alþingis.

Jafnvel þó Steingrímur Joð eigi í hlut.

Og alveg óþarfi hjá honum að hafa þann blett á ferilskránni, nógu margir eru þeir samt.

 

Eins og til dæmis sú ósvinna að reyna drepa málþóf úr þreytu með alltof löngum þingfundum, slíkt er ekki boðlegt í lýðræðisþjóðfélagi þó örugglega finnst einhver klikkhaus í einhverju einræðisríki í Fjarskaistan sem þætt það fyndið tilbrigði við dýflissur og aftökusveitir.

En ekki hérna á Íslandi.

Hérna er þetta bara til skammar, jafnvel hjá fólki sem kann ekki að skammast sín.

 

Svo stígðu skrefið Steingrímur á réttum forsendum.

Eða láttu það ógert ella.

 

Sýndu að það sé einhver fullorðinn þarna í krakkaskaranum.

Einhver með smá sóma og æru.

 

Smán landsölunnar er næg samt.

Kveðja að austan.


mbl.is Ófremdarástand á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 227
  • Sl. sólarhring: 771
  • Sl. viku: 5511
  • Frá upphafi: 1327057

Annað

  • Innlit í dag: 205
  • Innlit sl. viku: 4890
  • Gestir í dag: 200
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband