Öllum steinum velt.

 

Segir formaður utanríkismálanefndar og er þá líklegast að vísa í eigin þekkingu.

Sem væri í lagi ef hún væri á launum hjá þeim fjárfestum sem þegar sjá gróðann í markaðsvæðingu orkunnar en ekki þegar hún er trúnaðarmaður almennings, á launum hjá honum.

Þess vegna ætti hún að nýta næstu daga umræðunnar til að útskýra nokkur atriði sem hún hefur hingað til blekkt þjóðina um.

 

Af hverju fullyrðir hún að orkupakki þrjú snúist um neytendavernd þegar það stendur skýrt í regluverkinu að tilgangurinn sé hindrunarlaus orkuviðskipti milli landa. Eða eins og segir á vef Evrópusambandsins; "What is the aim of the "third energy package"? The aim is to make the energy market fully effective and to create a single EU gas and electricity market.".

Er hún að segja satt og Evrópusambandið að ljúga??

 

Er Evrópusambandið búið eða mun það endursemja lagatexta regluverksins þar sem einhliða fyrirvara íslenskra stjórnvalda koma fram??

Eða hvernig á erlendur fjárfestir sem þegar hefur eytt milljörðum og mun halda áfram að eyða milljörðum í undurbúning á lagningu sæstrengs til Íslands að vita að fjárfesting hans sé glatað fé?? 

Varla heldur ráðherrann að fjárfestar á evrópska efnahagssvæðinu ráði allir sem einn Íslendinga í vinnu við að lesa þingtíðindi þar sem meintir fyrirvarar Íslands á evrópsku regluverki koma fram??  Varla því eins og menn lesa stjórnartíðindi til að kynna sér íslensk lög, þá lesa menn sér til um regluverk hins innri markaðar á vef Evrópusambandsins.

Ef ráðherra trúir að íslensk þingtíðindi hafa lagalegt gildi á evrópska efnahagssvæðinu, þarna þar sem þessi "single EU electricity market" er starfandi, hvar er þá leyniplaggið með þingsályktunartillögunni þar sem þessir meintu fyrirvarar koma fram, og hvar er vísan í þekkt dómafordæmi þar sem innlend lög eru æðri regluverki hins innra markaðar.

Sú sem hefur velt öllum steinum ætti mjög auðvelt með að svara því.

 

Loks ætti formaður utanríkismálanefndar að útskýra í þingræðunni, ekki eins og hann sé á málfundafélagi í menntaskóla, heldur með rökum, hvernig orkupakki 4 samræmist stjórnarskránni eða svo vísað sé í hans eigin orð "enda höf­um við okk­ar eig­in stjórn­ar­skrá og byggj­um okk­ar málsmeðferð á ís­lensk­um lög­um".

Um orkupakka 4 má lesa þetta í Bændablaðinu;

"Í skýrslunni segir að orkupakki 4 sé „staðfesting á yfirþjóðlegum þætti orkustofnunar ACER.“ Mun framkvæmdastjórnin fylgja eftir áætlunum aðildarlanda þess samnings um frekari virkjanir, orkunýtni og umskipti til nýtingar á endurnýjanlegum orkulindum. Markmið ACER er að tryggja heildarnettengingu milli landanna sem aðild eiga að sameiginlega orkuneti ESB í gegnum þessa samninga.".

Gæti það hugsast að hún hafi ekki kynnt sér innihald orkupakka 4 eða þekkir hún ekkert til íslensku stjórnarskráarinnar??

Svona í ljósi þess að hún telur að valdaframsal til yfirþjóðlegrar stofnunar, ACER, samræmist henni.

 

Þingleg umræða er til að útskýra þetta fyrir íslensku þjóðinni.

Að láta það ógert er vísvitandi tilraun til að blekkja og þó það sem slíkt varði ekki við lög, þá banna samt hegningarlög slíkt athæfi þegar tilgangurinn er að "að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins".

Í raun ætti formaður utanríkismálanefndar að þakka fyrir að ennþá séu til þingmenn sem nenna að ræða þetta mál og gefa henni þar með tækifæri til að leiðrétta rangfærslur sínar.  Eða þá að færa sönnur á mál sitt.

En fullyrðingar og frasar eru ekki sönnur á máli, jafnvel ekki í keppni málfundafélaga menntaskólanna.

 

Það er nefnilega svo að þó hún hafi völdin í dag, þá eru þau ekki vís á morgun.

Og lærdómur þjóðarinnar eftir ítrekuð svik stjórnmálastéttarinnar, bæði í þessu máli sem og ICEsave, er að láta lög gilda.

Og landsala varðar við lög.

 

Sérstaklega þegar hún er ítrekuð.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki horft til 4. orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 271
  • Sl. sólarhring: 799
  • Sl. viku: 5555
  • Frá upphafi: 1327101

Annað

  • Innlit í dag: 243
  • Innlit sl. viku: 4928
  • Gestir í dag: 232
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband