Öll andspyrna hefst á fáum.

 

Ógnarveldið sem féll fjörtíu og fimm mætti fáum á móti framan af, einhverjir öldungar sem töluðu um sið og hvað væri rétt og rangt, tiltölulega fámennur hópur  aðgerðasinna, stórt bakland í fólki sem ofbauð, en sannast sagna voru miklu fleiri annað hvort meðvirkir eða hreinlega stuðningsmenn. 

Til dæmis er það eitt versta geymda leyndarmál Norðmanna að sá fjöldi ungra karlmanna sem barðist með ógnarveldinu á austurvígstöðvunum var margfaldur miðað við þann sem þorði að hætta lífi sínu í andspyrnunni. 

Það er nefnilega svo auðvelt að blekkja fólk til fylgis við eitthvað sem er rangt, jafnvel á tímum þar sem ekki var hægt að birta skoðanakannanir um að vel gefið, upplýst fólk væri líklegra til að vera fylgjendur en í andspyrnunni, að yngri væru líklegri til að vinna með en það eldra líklegra að vera  á móti.

Hefði slík tækni verið til þá hefði hún örugglega verið birt með þessari niðurstöðu.

 

Það er staðreynd að þessar undirskriftir eru sorglega fáar og ef kennitölur eru skoðaðar, þá er öruggt að fleiri séu í eldri kantinum en yngri.

Ef stjórnmálarefir eða almannatenglar hefðu stýrt andófinu þá er morgunljóst að ekki hefði verið farið í slíka söfnun, því fyrsta reglan í hernaðartaktík er að auglýsa ekki fámenni sitt.  Sérstaklega ef andstæðingurinn hefur ástæðu til að halda annað.

Þess vegna voru ekki hengd upp veggspjöld af fámennum andspyrnuhópum í upphafi baráttunnar gegn ógnarveldinu, en hefðu menn haft ljósmyndavél með tímastillingu, framtíðartímastillingu þá hefðu verið birtar myndir til dæmis af götum Kaupmannahafnar, eða Parísar þegar meintir andspyrnumenn áttu strætin eftir fall ógnarinnar.

Þó er stundum gott að afhjúpa fámennið ef það fær gerræðið til að fyllast falskri öryggistilfinningu, að það álykti að hinn sýnilegi frontur er landið allt, hundsi í sigurhroka sínum baklandið, sem allt veltur á.

 

Það var löngu búið að samþykkja þetta landsal, svikin voru löngu handsöluð.

Spurningin var bara hvernig málið yrði keyrt í gegn, óbreytt eða yrði á einhvern hátt reynt að koma til móts við varnaðarorðin.

Því miður vill slík málamiðlun oft vera þeim í hag sem valdið hefur, lítt hald í henni og skaðinn sá að allar varnir bresta.

 

Út frá þessu sjónarmiði er undirskriftasöfnunin vel heppnuð.

Það er hlegið á þingi og þar telja menn sig ekkert hafa að óttast, landið megi selja með öllu kviku, og öldurnar innan flokks megi lægja með dúsu hér og dúsu þar, og svo þurfa alltaf einhverjir að vera óánægðir og gott að hafa þá innanflokks en í andspyrnu.

Og síðan er það næsta mál á dagskrá.

 

Meinið er fyrir krakkana og foringja þeirra að sagan kennir að hættulegt er að vanmeta andóf þegar öldungar leiða. 

Vit þeirra, gáfur og glöggskyggni tendrar leiðarljós sem þjóðin fylgir.

Og málaliðar almannatenglanna eða börnin sem eru frontur umræðunnar í dag, hafa vitsmunalega og efnislega ekkert í þá að gera.

 

Það er ekki bara landsalan og afleiðingar hennar sem hefur hreyft við fólki.

Valdhrokinn ásamt því að geta ekki farið rétt með eina efnislega staðreynd í réttlætingu sinni á samþykkt orkupakkans, hefur náð að sameina öldunga þvert á flokka.

Þeir sjá eins og er að stórhættuleg fífl stjórna landinu í dag.

Fólk sem óafvitandi stingur höfðinu í gin ljónsins og telur það óhætt, líklegast vegna þess að það sá það gert í teiknimynd eða einhverjum sirkusnum.  En það er í eðli ljóna að loka skoltinum, ropa og segja; avrrr, sem er ljónamál yfir Takk fyrir mig.

Þó er þetta fólk skárra en samherjarnir í stjórnarandstöðu, það fólk er það kreppt í sinni að það á enga aðra sýn en að þjóna auðnum og svipta þjóðina sjálfstæði mála sinna.

 

Næstu dagar munu reyna á þessa öldunga, hvort þeir séu skar uppgjafarinnar eða logi baráttunnar.

Stilli þeir saman strengi sína í þágu lands og þjóðar, þá verður baklandið andspyrnunnar.

Ef ekki þá verður áfram andóf þar til eitthvað verra gerist.

 

Héðan af er aðeins eitt verra.

Endalokin.

 

Og hver vill deyja frá þeirri arfleið??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Nær 14 þúsund undirskriftir gegn orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 287
  • Sl. sólarhring: 813
  • Sl. viku: 5571
  • Frá upphafi: 1327117

Annað

  • Innlit í dag: 258
  • Innlit sl. viku: 4943
  • Gestir í dag: 245
  • IP-tölur í dag: 241

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband