Er ekki ljótt að ljúga??

 

Í svona opinberum yfirlýsingum.

"„Hlutaðeig­andi ákvæði í þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins hafa á eng­an hátt áhrif á full­veldi EFTA-ríkj­anna yfir orku­auðlind­um sín­um eða á vald þeirra til þess að ákveða sjálf hvernig þau eru nýtt og þeim stýrt,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.".

 

Orkutilskipanir Evrópusambandsins miðast allar við orkan sé markaðsvara sem er seld hindrunarlaust á samkeppnismarkaði, sameiginlegum fyrir allt evrópska efnahagssvæðið.

Ef EFTA ríkin hlýða þessu í einu og öllu þá geta þau talið sér í trú um að þau hafi fullt forræði yfir nýtingunni og stýringunni, en regluveldi Evrópusambandsins gefur línurnar þar á meðal að eignarhald hindri ekki samkeppni.

Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða þessa frétt frá Reuter, en innihald hennar má lesa víða í fjölmiðlum.

"(Reuters) - France has made proposals to the European Commission which could accede to long-standing demands by the EU's executive for France to privatise its hydro power concessions mostly operated by state-controlled utility EDF (EDF.PA), CGT union said Wednesday. The mines and energy branch of the hard left CGT, said in a statement that it had learned of the proposals following a meeting on Wednesday between unions and the French prime minister's office. The CGT said the government had secretly made proposals to Brussels without discussing them, primarily with workers who would be impacted by the privatisation plans. "These proposals would accelerate the privatisation of dams," CGT said in the statement, adding that the method was incoherent and could greatly limit ways existing operators could keep running their hydraulic works. The French government declined to comment.".

Evrópusambandið hefur lengi þrýst á einkavæðingu og eftir því sem regluverkið er hert þá er erfiðara að standa gegn henni, og jafnvel næst öflugasta ríki Evrópusambandsins gefst upp fyrir því.

Fyrr í vetur bárust fréttir af því að meira að segja Þýskaland var knúið til að gefa eftir vald sitt til stjórna hvert gas frá Rússlandi yrði selt, þeir gátu ekki lokað fyrir pípurnar við landamæri sín. 

 

Og þó orkupakki 3 fjalli um hindrunarlaus orkuviðskipti milli landa þá kemur orkupakki 4, síðan orkupakki 5 og svo framvegis, og í hvert skipti eru krumlur hins yfirþjóðlega regluversk hert þar til að lokum að ekkert stendur eftir af sjálfforræði EES landanna yfir orkuauðlindum sínum.

Á bloggi Bjarna Jónssonar má lesa að í orkupakka 4 sé fyrirhugað að "að stofna skuli til Svæðisstjórnstöðva, SSS (Regional Operation Centres, ROC), til álagsstýringar og öryggisútreikninga á flutningskerfinu.".  Síðan vitnar hann í minnisblað frá Statnet þar sem reiknað er með að regluverkið niðurjöfri alla stýringu út frá hagsmunum hins samevrópska orkumarkaðar.

 

Þetta vita menn allt saman en kjósa að smækka umsögn sína við einn pakkann af mörgum vitandi að hann fjallar ekki um neytendavernd eða aukið gagnsæi þó einhver ákvæði þar um fljóti með, heldur um tengingu milli landa og stjórnun þeirra.

En það er bara síðasta púslið til að láta meint hrekklaus ríki samþykkja, svo er þumalskrúfan hert í næstu orkupökkum.  Og það eina sem er öruggt, þó ekki sé hægt að hengja það nákvæmlega á orkupakka 3, að EES löndin munu ekki hafa full yfirráð yfir nýtingu og stýringu, spurningin hvort þau hafi einhver?

 

Í þessu tilviki er hálfsannleikurinn hugsaður til að blekkja en varla er hægt að tala um blekkingu þegar þessi fullyrðing er lesin;

"Þá er ít­rekað að ef yrði af sam­teng­ingu raf­orku­kerf­anna á milli landa, þá væri það Eft­ir­lits­stofn­un EFTA sem úr­sk­urðaði um ágrein­ings­mál en ekki ACER, sam­starfs­stofn­un eft­ir­litsaðila á orku­markaði.".

Um þetta má hafa mörg orð, en Stefán Már og Friðrik Hirst afhjúpuðu þessa blekkingu stjórnmálamanna í lagaáliti sínu;

 

"Umfjöllun kaflans miðast við að ESA fari með vald til að taka ákvarðanir á grundvelli reglugerðar nr. 713/2009, þ.e. gagnvart EES/EFTA-ríkjunum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017. Þrátt fyrir að valdið sé þannig formlega hjá ESA er ljóst að ACER mun hafa mikið að segja um efni ákvarðana sem ESA tekur á grundvelli reglugerðarinnar, enda semur ACER drög að ákvörðunum og leggur þau fyrir ESA. Það má því velta fyrir sér hvort ákvörðunarvaldið sé í raun hjá ACER57 og að hlutverk ESA sé aðallega formlegs eðlis í því skyni að fyrirkomulag reglugerðarinnar samræmist betur tveggja stoða kerfinu. Færa má rök fyrir því að í raun sé ákvörðunarvaldið að hluta til framselt stofnun sem heyrir undir Evrópusambandið og stendur utan EFTA-stoðarinnar, þ.e. ACER.".

 

ESA stimplar ákvarðanir ACER, hefur ekkert með þær að segja nema stofnunin má drekka kaffi með þeim er þeir eru stilltir.

Þetta er blekkingarleið til að hægt sé að tala um tveggja stoða kerfi, en vald ACER er algjört.

Að halda öðru fram er klár lygi.

 

Það eina jákvæða við þetta blekkingarplagg að loksins er íslenskur ráðherra tilbúinn að játa að orkupakkinn fjalli um "stór hluti ákvæða þriðja orkupakk­ans, þ.e. þau sem varða viðskipti og grunn­virki fyr­ir raf­orku yfir landa­mæri" þó fullyrt sé að slíkt eigi ekki við um Ísland því enginn er sæstrengurinn.

Einhver hefði nú spurt þeirrar saklausu spurningar að fyrst að svo sé, af hverju er þessi hluti tilskipunarinnar sé ekki felldur niður og málið er dautt en auðvitað er svo ekki því markmið Evrópusambandsins með þessari tilskipun er að tengja saman ríki.

Öll ríki, þar á meðal Ísland.

Annars væri það jú ekki að semja þessar reglur.

 

Og engin pólitísk yfirlýsing hefur lagalegt gildi þegar hún stangast á við skýrar reglur tilskipunarinnar.

Enda geta menn ímyndað sér hvernig dómarar gætu dæmt ef þeir ættu ekki að fara eftir lagatexta, heldur að fylgjast með öllu sem stjórnmálamenn segja.

Stjórnmálamenn sem virðast fyrir löngu vera búnir að týna niður hæfileikanum að segja þjóðum sínum satt.

Er það síðasta yfirlýsing sem gildir, eða þar síðasta eða hvað er gert þegar þær ganga gegn hvor annarri og svo framvegis?

 

Þetta er ómerkilegt í alla staði.

Öllum sem koma að málinu til minnkunar.

Ekki bara Guðlaugi Þór eða ríkisstjórn Íslands.

 

Núna skilur maður betur upplausnina sem er í stjórnmálum Evrópu.

Vantraustið og uppgang flokka sem ganga gegn kerfinu og hinni samevrópsku hugsjón.

Fólk er búið að fá uppí kok af hálfsannleikanum, blekkingunum, skrifræðinu og þeirri firringu að upplifa að öll völd séu komin í hendur á andlitslausum skriffinnum og að baki þeim glittir í gíruga fjármálamenn og stórfyrirtæki.

 

Nái Alþingi ekki lendingu í þessu máli sem þjóðin er sátt við, þá er hætt við að æluna reki líka upp í fjörur landsins.

Að fjörbrot hefðbundinna flokka í Evrópu verði líka raunin hér innan ekki svo langs tíma.

 

Stjórnmálastéttin seldi þjóð sína í ICEsave.

Við héldum að það væri tilfallandi.

En svo er ekki.

Og hvað höfum við þá að gera við slíkt fólk??

 

Sú spurning er víða á vörum þessa dagana.

Og henni verður svarað.

 

Með sátt við þjóð eða illindum svikanna.

Aðeins þar er efinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Ákvæðin sögð þýðingarlaus án sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eng­ar efn­is­leg­ar ástæður í þriðja orkupakk­an­um.

 

Fyr­ir okk­ur að nota neit­un­ina núna segir formaður utanríkismálanefndar.

 

Brot á stjórnarskrá, yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins yfir orkuauðlindum þjóðarinnar, markaðsvæðing orkunnar og sala hennar á Evrópskum samkeppnismarkaði eru ekki efnislegar ástæður af hennar mati.

Hún viðurkennir vissulega að þetta er það sem gerist þegar orkupakkinn er samþykktur, en hún ætlar að fá staðfestingu hjá EFTA ríkjum að þau viti að Ísland sé eyja.  Eða eins og hún segir í fréttinni;

"... í henni fel­ast árétt­un á sam­eig­in­leg­um þjóðarrétt­ar­leg­um skiln­ingi á sér­stöðu Íslands í orku­mál­um, sem aft­ur felst í því að Ísland er eyja, án teng­ing­ar við aðra raf­orku­markaði. Sá skiln­ing­ur seg­ir Áslaug að liggi þegar fyr­ir á milli eft­ir­lits­mála­stjóra ESB og ut­an­rík­is­ráðherra Íslands og að með vænt­an­legri álykt­un EFTA sé hann enn frek­ar meitlaður í stein.".

 

Á þessu er einn smáhængur, þetta kemur hvergi fram í tilskipuninni og  fyrirtæki á markaði starfa eftir innihaldi tilskipunarinnar en ekki eftir pöntuðu áliti sem er hugsað til að róa, það er hjálpa lífróður stjórnmálastéttarinnar sem er komin upp að vegg í þessu máli.

Þegar villandi málflutningur hennar var endanlega afhjúpaður í vikunni með snöfurmannlegu lagaáliti Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðriks Hirst lögmanns, þá var bleik svo brugðið að náð var í jólasveininn og hann beðinn um að segja krökkunum sem ætla að selja landið, sögur til að róa taugarnar.

 

Þær sögur urðu til þess að fyrrum formaður flokksins skrifaði harðorðasta leiðara sinn í manna minnum þar sem hann segir meðal annars;

"Og ef marka má orð Baudenbachers er Íslandi í raun pólitískt skylt að samþykkja allt það sem Norðmönnum og ESB dettur í hug að bera á borð, hvað sem EES-samningurinn sjálfur segir. Lögin skipta þá engu. Ætla þingmenn að láta þvinga sig til samþykkis við þriðja orkupakkann á þessum forsendum? Gefa þeir ekkert fyrir sjálfstæði Íslands og fullveldi? Þá hljóta margir að spyrja til hvers hafi verið barist.".

Og öldungur flokksins, Styrmir Gunnarsson segir af sama tilefni;

"Það er langt gengið, þegar íslenzka utanríkisráðuneytið kallar eftir hótunum erlendis frá um hvað kunni að gerast hafni Alþingi orkupakka 3. Hér skal fullyrt að frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi hefur slíkt aldrei gerzt fyrr. Hverra hagsmuna er verið að gæta með slíkum vinnubrögðum?".

Þetta er það sem ritari flokksins kallar að "að inn­an­flokkságrein­ing­inn sem hef­ur verið uppi um orkupakk­ann í Sjálf­stæðis­flokk­in­um hafi lygnt nokkuð".

Og væntanlega verður blankalogn eftir afskipti hinna EFTA ríkjanna, eða þannig.

 

Hvað er að þessu fólki?

Hvaða barnaskapur er þetta?

Ef fyrirvarar eiga að halda, þá þarf að semja um þá upphaflega, eða eins og Stefán og Friðrik segja;

"Þá séu eng­in ákvæði í EES-samn­ingn­um sem gefa ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir­vara um að inn­leiða ákveðin atriði samn­ings­ins, eins og ríki ESB hafa. Það myndi þarfn­ast yf­ir­legu að semja laga­leg­an fyr­ir­fara um ákvæði þriðja orkupakk­ans.".

Þetta er kjarni málsins og ekki hægt að ljúga sig framhjá honum.

Sama hvað margir sótraftar eru dregnir á flot, sama hvað margir af þeim eru fjárfestar.

 

En það eru góð tíðindi að aðilar hinnar sameiginlegu EES nefndar skilji sérstöðu Íslands og því er lag að fresta málinu fram á haust, og ná sáttum við þjóðina með varanlegum undanþágum sem halda, jafnvel þó til lagningar sæstrengs komi.

Og fréttin í þessari frétt er, ekki barnaskapurinn því hann er faktur, heldur að núna skuli stjórnarliði loksins ljá máls á að hægt sé að vísa málinu aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar án þess að himinn og jörð farist.

Það góða má þó þakka sögum jólasveinsins, að krakkarnir áttuðu sig loksins á kjarna málsins.

 

Sem er að EES samningurinn er virkur, hann er gagnkvæmur og hann inniheldur leiðir fyrir einstök aðildarríki hans til að ná sáttum um atriði reglugerða Evrópusambandsins sem þau telja sig ekki geta innleitt.

Og fyrst það á að festa það á blað að Ísland sé eyja, ótengt hinum samevrópska orkumarkaði, þá ætti það að vera lítill hængur að fá það staðfest í lagatexta sem heldur.

Lausn sem hefur allan tíman blasað við.

 

Þannig næst sátt.

Sátt um orkuna, sátt um EES samninginn.

 

Og stjórnmálastéttin hættir að vera skoffín umræðunnar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Önnur umræða í næstu viku ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 249
  • Sl. sólarhring: 785
  • Sl. viku: 5533
  • Frá upphafi: 1327079

Annað

  • Innlit í dag: 223
  • Innlit sl. viku: 4908
  • Gestir í dag: 218
  • IP-tölur í dag: 214

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband