Maður út í bæ.

 

Fyrrverandi hjólasölumaður, ræðir af viti og þekkingu um eina megin meinsemd þjóðfélagsins, og þá atlögu að framtíð þess ef ungt fólki er gert því sem næst ókleyft að eignast þak yfir höfuð.

Og það sem meira er, hann ásamt félögum sínum í verklýðshreyfingunni hefur komið þessum vanda á dagskrá, og lagt drög að fyrstu tillögum að lausn.

Áður var það aðeins einn maður á þingi, Ásmundur Einar Daðason, sem eitthvað hafði að segja, og vann að tillögum að úrbót. Tillögum sem augljóst átti með að öllu að svæfa.

 

Samt hefur fólk núna í rúm 10 ár kosið fólk á þing sem þykist vera á móti kerfinu og auðræðinu.

Slíkt fólk hefur stjórnað Reykjavík næstum alla þessa öld.

Píratar, Björt framtíð, Viðreisn, Jón Gnarr og allt góða fólkið í Reykjavík.

 

Ekkert af þessu fólki, þrátt fyrir fjálglegt tal og mörg forsíðuviðtöl þar sem hinn góði vilji þess er útmálaður, hefur lagt eitthvað raunhæft til mála, eða sýnt þann styrk að valdaöfl samfélagsins urðu að leggja við eyra.

En hjólasölumaðurinn gat það á nokkrum mánuðum.

 

Við gætum spurt ef hann hefði haft eitthvað bakland á þingi?

Eitthvað vitiborið fólk sem vill vel, og gerir.

En ekki fólk sem fíflast bara í ræðustól.

 

En skorturinn á baklandinu er engum að kenna en fólkinu sem þykist vera á móti, skammast út í eitt, en hefur fátt annað til mála að leggja en að upphefja skoðanir sínar, og nýtir orkuna í að vera ósammála næsta manni.

Nær því ekki að sameinast um það eitt, sem sameinar okkur öll.

Framtíð barna og barnabarna okkar.

 

Þetta er nefnilega ekki Bjarna Ben, fjármálamönnum, bankamafíunni, LíÚ, viðskiptaráði eða hvað þetta auðapparat heitir allt saman.

Það kaus sitt fólk á þing um varðstöðuna.

Við kusum vitleysingana á þing um þá sömu varðstöðuna.

 

Það hafði haginn og auðinn.

Við höfðum tapið og ruplið.

 

Svo skömmum við manninn út í bæ, hjólasölumanninn, yfir að hafa ekki breytt auðræðinu á einni nóttu.

Er það boðlegt??

 

Og hvað segir það um okkur?

Kveðja að austan.


mbl.is Ungt fólk einfaldlega að gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 519
  • Sl. sólarhring: 829
  • Sl. viku: 5074
  • Frá upphafi: 1458564

Annað

  • Innlit í dag: 453
  • Innlit sl. viku: 4411
  • Gestir í dag: 437
  • IP-tölur í dag: 427

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband