Af sögunni skaltu þekkjast.

 

Versalasamningur er skírskotun í uppgjafaskilmála Þjóðverja við lok fyrri heimstyrjaldar,.

Öfugmælin var að kalla skilmálana samning og ósigur Þjóðverja var slíkur að þeir áttu ekki annarra kosta völ en að samþykkja þá.

Hefðu samþykkt allt.

 

Hvort íslensk stjórnvöl hafi upplifað sig í slíkri stöðu á vormánuðum 2009 skal ósagt látið.

Það skýrir margt, en réttlætir ekkert.

Þú selur ekki þjóð þína í skuldaþrældóm þó þér sé hótað að þú fáir ekki að mæta í kokteilboð með hinum í nokkra mánuði, eða hver önnur gat hótunin verið??

 

Jú, neita að samþykkja aðildarumsóknina að Evrópusambandinu.

Sem hefði tryggt stjórnmálastéttinni feit laun, og feit eftirlaun.

Og hrægammarnir, bæði þeir erlendu sem og þeir innlendu, hefðu getað labbað með allt úr landi án þess að spyrja kóng eða prest, mann eða annan.

Þetta annars vegar, skuldaþrældómur þjóðar hins vegar.

 

Þjóðin sagði nei, og það reyndi aldrei á þrælasamninginn.

Eftirmál þeirra sem reyndu að selja hana, urðu engin.

Nema að sumir þeirra sem sviku gegna núna æðstu embættum þjóðarinnar.

 

Forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti, og á seinni stigum fjármálaráðherra.

Það er fjármálaráðherra þurfti ekki að afhjúpa sig fyrr en allt var lagt undir til að fá þjóðina að skrifa undir vægari útgáfu ICEsave svo bretar og ESB fengu ekki á sig dóm fyrir fjárkúgun.

 

Svo segja menn að það borgi sig ekki að svíkja þjóð og selja hana í þrældóm.

Og ekki er liðið á hliðarlínunni skárra, Samfylkingin og Viðreisn, þeirra sem eini ágreiningurinn við hina var að ekki væri svikið nóg.

 

Svik borga sig hjá þjóð sem lætur spila með sig.

Sem lætur tilbúin dægurmál og upphlaup yfirskyggja alla vitræna umræðum.

Sem sér ekki í gegnum fals og fláræði þeirra sem þykjast vera á móti, en eru í raun ennþá harðari stuðningsmenn þess kerfis sem mylur undir auð og auðmenn, þráin eftir að komast að kjötkötlunum er það eina sem drífur þá áfram.

Upphlauparar sem eru síðan nýttir í þau skítverk að vega að þeim örfáum þingmönnum sem hafa eitthvað að segja, og gera athugasemd við sjálftökuna og auðræðið.

 

Ástandið í samfélaginu í dag þarf því ekki að koma á óvart.

Sjálftökuliðið heldur að það komist upp með allt, og það geti endalaust gengið fram af fólki.

Aðeins að fóðra upphlaupin og síðan að kosta róginn gegn þeim sem andæfa.

 

Í dag eru það þessir þrír einstaklingar sem leiða  kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar að öll laun dugi fyrir lágmarksframfærslu, ekki bara laun allflestra.

Rógurinn og níðið eiga að grafa undan þeim, og síðan á það sem sameinar elítuna, það að verja sjálftöku sína, að brjóta þá á bak aftur.

Elítan mun aldrei láta það spyrjast út til háborða valdsins að til sé þjóð þar sem allir geti lifað mannsæmandi lífi.

Slíkur kommúnismi verður krossfestur eins og Kristur forðum.

 

Því elítan er eins og hún er.

Og hefur alltaf verið.

 

Hún áttar sig ekki á hvað hún var rotin þegar hún seldi þjóð sína í þrældóm, og hún áttar sig ekki á siðleysinu sem felst í að hækka laun sín uppúr öllu valdi, en standa föst fyrir gegn kröfu mennskunnar að rík þjóð borgi mannsæmandi laun.

Öllum, ekki bara sumum eða flestum eða allmörgum, eða hvernig sem fyrirslátturinn er orðaður.

 

Spurningin er frekar, af hverju erum við hin eins og við höfum alltaf verið?

Sátt og sæl í sinni á meðan við erum fóðruð á brauði og leikum.

Að brauð og leikar upphlaupa og hneykslismála séu okkar einu kröfur og það eina sem við biðjum framtíð barna okkar til handa.

 

Því hvað sem við segjum, hvað sem við tuðum og nöldrum, þá er elítan alltaf afleiðing.

Sú sem kemur á eftir.

 

Við komum fyrst.

Við eigum landið sem börnin okkar munu erfa.

 

Við leyfum þessu fólki að stjórna.

Við leyfum þessu fólki að ráðskast með okkur.

Og það vorum við sem horfðum á útburð náungans út af heimilum sínum, og virtum grát barna hans einskis.

 

Við skildum ekki þau grunngildi mennskunnar að maður gerir náunga sínum ekki það sem maður vill ekki að manni sjálfum sé gert.

Og að forsenda velferðar og velmegunar er mannúð og mennska, ekki misskipting og misrétti.

 

Það voru nefnilega við.

Ekki þau.

 

Og allt heimsins tuð fær því í engu breytt.

Kveðja að austan.


mbl.is Icesave var á máli Versala-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 925
  • Sl. viku: 4477
  • Frá upphafi: 1329039

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 3955
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband