Þá voru þeir gleðimenn og kvennamenn.

 

Í dag eru þeir fyllibyttur og dónakarlar, eða eitthvað þaðan af verra.

En við breytum ekki tíðaranda hins liðna, við getum tekist á við daginn í dag, og haft einhver áhrif á morgundaginn.

 

Nornaveiðar afturábak eru í sjálfu sér aldrei neitt annað upphafning vammlausra sem eiga sér ekki neina fortíð.

Og að lokum mun ofstækið hitta þá fyrir.

Þannig urðu örlög Robespierra í frönsku stjórnarbyltingunni, ógnarstjórn hinna vammlausu lauk með því að hann sjálfur var sendur í fallexina, fólki fannst einfaldara að höggva hann en lifa við stöðugan ótta um hver yrði næstur.

 

Fárið um Jón Baldvin er nútíðinni til skammar.

Fyllerís og kvennafarssögur hans eða annarra eiga ekki heima í opinberri umræðu.

Það er enginn vammlaus, það eiga allir eitthvað í farangri sínum sem atvinnufólk í níði og rógi getur snúið uppá versta veg.

 

Og það er fleira falskt en játningar, það er mjög auðvelt að planta fölskum minningum, og þær gera engan mannamun.

Síðan lýgur fólk eða býr til sögur, í dag, sem alla daga.

Spyrjið þá krakka sem hafa lent í neteinelti, spyrjið alla þá saklausu sem voru bornir alvarlegum ásökunum í fyrri fárum.

 

Hvað er satt og hvað er logið getur enginn dæmt um í dag.

Sumar sögurnar eru þess eðlis að þær eru greinilega plantaðar til að fá barnaperrastimpil, bæði á meintan geranda, sem og þá sem verja hann.

Væru þær sannar, þá er í fyrsta lagi ótrúlegt að fullorðið fólk skuli hafa þagað þá, ekkert gert, nema jú að forða börnunum, en láta svo gott heita.

Þar til í dag.

 

Og í öðru lagi þá eru mótsagnir í þeim, sá sem er það veruleikafirrtur að taka áhættu á að krossfestingu því hann getur ekki hamið sig að sleikja kvenkynsnemendur í grunnskóla, hann lætur þar ekki staðar numið.

Og löngu búið að taka hann úr umferð.

Því svona er ekki bara gert einu sinni, og svona er ekki þaggað niður.

 

Og það er kjarni málsins.

Þessi hegðun er ekki þögguð niður, það eru ekki allir gufur.

Sem steinþegja útí eitt og þora loks að koma fram nafnlausir ára og áratugum seinna.

 

Ingibjörg Sólrún sagði að hún hefði krafist þess að Jón viki af lista eftir að hún frétti af bréfaskriftum hans við systurdóttur Bryndísar.

Það var það eina sem hún hafði í höndunum þegar hún tók þessa ákvörðun.

Það eina sem hún hafði.

Það segir allt sem segja þarf um fortíðina, þegar fortíðin var nútíð.

 

Síðan er kjarni ófrægingarherferðarinnar enginn þegar fullyrt er að Jón Baldvin hafi getað pantað nauðungarvistun á dóttur sinni í hvert skipti sem hún minntist á að hann hefði misnotað sig kynferðislega.

Grafalvarlegar ásakanir, ekki á hendur Jóni, heldur á öllu því fólki sem þar með var sekt um glæp sem varðar það ærumissi, atvinnumissi og líklegast fangelsisvist ef upp um athæfið hefði komist.

Og það hefur ekki reynst flugufótur fyrir þessum ásökunum.

 

Þegar kjarninn er rangur, þá verður að taka rest með fyrirvara.

Hverju er logið í viðbót??

 

Það er kjarninn, hverju er logið í viðbót??

 

Við skulum spyrja okkur þessarar spurningar.

Og átta okkur á því að svarið lýsir okkur sjálfum.

Siðferðiskennd okkar og vitsmunum.

 

Fár er aldrei réttlætanlegt.

Múgæsing er aldrei réttlætanleg.

Og gatan á ekki að dæma.

 

Slíkt er alltaf atlaga að siðmenningunni.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir einhverja hljóta að vita meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 943
  • Sl. viku: 4472
  • Frá upphafi: 1329034

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 3950
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband