Félagsleg undirboð eru bein afleiðing af hinu frjálsa flæði.

 

Stéttarfélög reyna að hamla á móti.

En stjórnmálaflokkar, sérstaklega þeir sem á einhvern hátt tengja sig við jafnaðarmennsku, láta sér vel líka.

Ekki að þeir reyni ekki að afla sér fylgis með stóryrðum og fordæmingum líkt og Samfylkingin hér heima, en hið frjálsa flæði er heilög kú í trúarbrögðum þeirra sem kennd er við eurokratisma sem er fínt orð yfir alræði skriffinnsku í þágu stórfyrirtækja í sameinaðri Evrópu.

 

Og heilögu kúnna má ekki styggja, þjóðríkjum er óheimilt að setja neinar skorður á innflutningi á fátæku fólki sem sættir sig við næstum því hvað sem er, því jafnvel það er betra en það sem býðst heima fyrir.

Hvað þá að þjóðríki megi stöðva þá svívirðu og mannvonsku, sem við sáum til dæmis uppi við Kárahnjúka á sínum tíma eða það sem Wowair gerir út á, sem er að skammtímaráðning vinnuafls flokkast undir þjónustuviðskipti, og því gilda kjarasamningar í upprunalandi en ekki í því landi þar sem launafólkið vinnur.

 

Afleiðing óhroðans er svo það sem lýst er í fréttinni hér að ofan; "fé­lags­leg und­ir­boð, svarta vinnu, man­sal og aðra glæp­sam­lega starf­semi".

Sem grasserar útum allt þar sem ófaglegt verkafólk býður fram starfskrafa sína, sem og hjá iðnlærðum sem vinna hjá fyrirtækjum á tilboðsmarkaði.

 

Auðvitað fordæma þeir sem ávinningsins njóta þetta athæfi, og vísa í það að hjá þeim er allt í góðu standi.

Eins og til norski formaður samtaka verslunar og þjónustu.

Það væri meira helv. í nútíma þjóðfélagi að láta illa til hafða þræla með hor í nös afgreiða í fyrirtækjum, en þeir eru þarna óbeint.

Fyrirtæki nýta sér þennan ávinning frjálsa flæðisins með því að útvista ýmissi stoðþjónustu eins og ræstingum og þar eru afarkostirnir.

 

Það er ekki þannig að fjöldinn sé illa innrættur og geri út á þrælahald.

Það nægir að einn geri það og hann fær verkið á tilboðsmarkaðnum.

Og hvað gera þá hinir???

Þetta er nefnilega hvati sem leitar í samnefnara hins lægsta.

Og afleiðingarnar í Evrópu eru skelfilegar.

 

Góða fólkið, þetta sem er svo sósjal og líberal, afneitar þessum afleiðingum.

Kannast hreinlega ekki við þær, hefur ekki einu sinni fyrir því að spyrja af hverju hinn sveltandi lýður fái sér ekki bara kökur fyrst hann hefur ekki efni á brauðhleif.

Skilur svo ekkert í af hverju fórnarlömbin snúist til varnar og greiði hinum svokölluðu populistaflokkum atkvæði sitt.

 

Flokkum sem eru á móti frjálsa flæðinu og á móti útvistun starfa í nafni globalismans.

Flokkum sem hafa engin tengsl við stórauðvaldið, eru í raun verkalýðsflokkar nútímans.

 

Þetta mun gerast hérna líka.

Og nýkommúnistarnir, sem eru að leggja á veggjöldin eða knýja á lagabreytingar kenndar við þriðja orkupakka ESB sem gera stórauðvaldinu kleyft að leggja undir sig orkuauðlindir landsins, munu flýta fyrir þeirri þróun.

Því nýkommúnistarnir eru í stríði við venjulegt fólk, þeirra eina markmið er að gera það að algjörri féþúfu auðsins.

Og fólk er loksins að sjá það.

 

Á meðan þurfum við að sætta okkur áfram við titring og óróa í jörð, sem stafar ekki bara af hræringum elds og kviku, heldur eru þetta líka gegnir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk sem óar við að sjá nauðgun afkomenda sinna á hugsjónum sínum og stefnu.

Það barðist ekki fyrir betri heimi, fyrir velferð og velmegun, til þess eins að sjá hina heilögu kú brjóta það niður.

Fé­lags­leg und­ir­boð, svört vinna, man­sal og önnur glæp­sam­lega starf­semi var ekki þeirra stefna, og er ekki þeirra arfleið.

Og það eina sem gegnir geta gert, er að bylta sér í gröfinni.

 

Sem og var nýkommúnisminn ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, og hefur aldrei verið.

Og mér er til efs að óróinn sé minni þar sem þeir eru grafnir.

 

En þökk sé Jóni Gunnarssyni.

Þökk sé þriðja orkupakkanum.

 

Þjóðin er að rumska.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ráðnir í 5% stöður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 911
  • Sl. sólarhring: 1096
  • Sl. viku: 6119
  • Frá upphafi: 1328932

Annað

  • Innlit í dag: 783
  • Innlit sl. viku: 5455
  • Gestir í dag: 683
  • IP-tölur í dag: 671

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband