Ásakanir eigi að stór­um hluta ekki við rök að styðjast.

 

Segir starfandi forstjóri Samherja við starfsfólk sitt.

Svona láta menn ekki út úr sér nema þeir geti staðið við stóru orðin.

Annað er vitlausara en vitlaust er.

 

Nú þegar hefur Samherji hrakið tvennt í málflutningi Ruv.

Viðbrögð stofnunarinnar bendir til þess að sannleikur málsins sé aukaatriði, krossfesting Samherja aðalatriðið.

Annars hefði náttúrulega ríkisútvarpið leiðrétt góðfúslega fréttaflutning sinn, jafnvel skýrum getur skjöplast.

 

Við Íslendingar eigum nákvæmlega þrjú fyrirtæki sem eru í fremstu röð í heiminum á sínu sviði.

Marel, Össur og Samherja.

 

Af einhverri sjálfseyðingarhvöt hefur samfélagið ákveðið að snúa Samherja niður.

Það náttúrulega gengur ekki að grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar sé í innlendri eigu, sé arðsöm og skili bæði samfélagi og eigendum arði.

Slíka ósvinnu þarf að stöðva tafarlaust og þjóðin að bakka áratugi afturábak til veiðimannasamfélagsins, þar sem allir höfðu í sig og á, unnu reyndar langan vinnudag og höfðu ekki valkost um störf.

En góðir tímar engu að síður.

 

Það er nefnilega þannig að það er þjóðin sem ákveður múgæsinguna.

Það var hún sem ætlaði að aflífa meinta ræningja Lúkasar, það var hún sem grýtti Seðlabankann sem bjargaði henni frá gjaldþroti en bauð hrægammanna sem rændu og rupluðu heimilin velkomna.

Það er hún sem þagði þegar handbendi samþykktu braskaravæðingu orkunnar kenndan við orkupakka 3, en stíflar núna samfélagsmiðla með kröfum um ofurskattlagningu megaauðlindagjaldsins eða arðráns kvótauppboðsins.

Aðförin að Samherja er aðeins undanfari aðfarar að öðrum fyrirtækjum i sjávarútvegi sem eru hryggjarstykki atvinnulífs sjávarbyggðanna.

 

Þannig séð er ríkisútvarpið þjónn, reyndar hagsmunaafla, en um leið þjóðarinnar.

Fóðrar hana á brauði og leikum á meðan gírugt fjármagn leggur drög að algjörum yfirráðum hugmyndafræði braskaranna, kennda við frjálshyggju.

Orkan féll í sumar, sjávarútvegurinn á að falla á morgun.

Alþingi var löngu innlimað.

 

Svo koma veggjöld, landbúnaðurinn rústaður með frjálsum innflutningi á sýklum og niðurgreiddum verksmiðjumat.

Heilbrigðiskerfið veitir alltof mörgum þjónustu, það verður braskaravætt, örugglega undir merkjum hins frjálsa flæðis.

Og einn daginn eigum við ekkert í samfélagi okkar, og búum við hugmyndafræði sem lítur ekki á okkur sem fólk, heldur kostnað sem markvisst má skera niður.

 

Það leiðir nefnilega eitt af öðru þegar andskotinn er kominn inn á gafl.

Því spái ég að nóg verði um brauð og leika á næstunni og múgurinn mun fagna.

 

Nema, nema ef einhverjir hafi kjark og dug til að snúast til varnar.

Var Lúkas annars ekki lifandi??

Kveðja að austan.


mbl.is Björgólfur: Erfiðara en Seðlabankamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Býr samviskan aðeins í Bandaríkjunum??

 

Eða er kvóti góða fólksins búinn þegar það hefur mótmælt framferði Ísraela á Vesturbakkanum og Gasa?

Eða er Ísrael nógu lítið ríki til að við getum leyft okkur að mótmæla án þess að óttast um afleiðingarnar?

Eða er mótmæli tíska, býr engin innri sannfæring að baki??

 

Kína er verksmiðja heimsins.

Það erum ekki við sem tókum ákvörðun um það heldur hið skítuga fjármagn sem ákvað að flytja framleiðslu okkar þangað, svo hægt væri að margfalda gróðann á þrælkun ódýrs vinnuafls sem alræðisríkið bauð uppá.

Kína er alræðisríki sem kúgar á miskunnarlausan hátt þegna sína.

Og núna á að útrýma einni þjóð í landinu eins og tíminn hafi stað frá hroka og yfirgangi nýlendutímans.

 

En það segir enginn neitt, allavega ekki í Evrópu.

Þar er góða fólkið upptekið við annað.

Við getum ímyndað okkur til dæmis hávaðann á Íslandi ef minimal af brotum kínverska stjórnvalda hefði átt sér stað í Palestínu.

Ekki að margt af því sem Ísraelsmenn hafa gerst sekir um er óréttlætanlegt með öllu, en er heimurinn samt ekki stærri en það, og skiptir það virkilega máli hver brotaþolinn er?

Eða hver brýtur af sér?

Er samviska góða fólksins sem sagt valkvæð??

 

Spyr sá sem ekki veit.

En það er reisn yfir þessari samþykkt fulltrúardeildar Bandaríkjaþings.

Og vonandi er þetta upphafið að meiru.

 

Mætti Evrópa hafa kjark til að gera það sama.

Kveðja að austan.


mbl.is Samþykkja viðskiptaþvinganir vegna úígúra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 998
  • Frá upphafi: 1321550

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 837
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband