Aular í áskrift að launum.

 

Skora á almenning að flýja í skjól, loka og læsa.

Að lifa í ótta, vantreysta þeirri tilveru sem traust í garð náungans byggði upp.

Samt borgar fólk skatt, háan skatt, og uppsker allavega makráða lögreglumenn á 2-3 lögreglubílum.

 

Neskaupstaður er útstöð, umkringdur fjallahring og bæinn er ekki hægt að nálgast án þess að fara í gegnum lengstu veggöng á Íslandi, jafnvel þó þjófar virði ekki hraðatakmarkanir, þá eru þeir ekki fljótari í förum en Súpermann.

Og lögreglan fékk tilkynningu um þjófana þegar þeir voru á vettvangi í bænum, og jafnvel þó hin vel mannaða lögreglustöð á Eskifirði hefði þurft að innbyrða 2-3 kleinuhringi, þá gat hún eftir það lokað umferð frá Norðfirði, þó alvitringur kynni alla landafræði heimsins, þá gæti hann ekki bent á stað þar sem það væri fljótlegra, og árangursríkara.

Jafnvel þó makráðir lögreglumenn, sérhæfðir í að bögga borgarana út af smámunum, hefðu talið sér það skylt samkvæmt kjarasamningum um næringu, og almenn viðmið um að miðaldra menn í góðum holdum, reyndu ekki of mikið á sig, þá hefðu þeir haft nægan tíma til að loka á umferð og grípa þjófana glóðvolga.

 

En ef það þarf að borða 5 kleinuhringi, þá er það aðeins snúnara.

Og þar með auðveldara að biðja almenning eftirá að læsa og loka dyrum, því í áskriftinni að launum er ekki ákvæði um að menn eigi að vinna vinnuna sína.

Og vernda almenning.

Tryggja öryggi hans svo vitgrannir blaðamenn þurfi ekki að lepja svona vitleysu upp.

 

Austurevrópskir glæpamenn hvað????

Hafa blaðamenn Mbl.is ekki séð kort af Austfjörðum???

Hvað eru margar krossgötur??, hvað er á mörgum stöðum hægt að velja um fleiri en eina leið, það er ef menn hafa það lágmarksvit, sem makráðir lögreglumenn á Eskifirði virðast ekki hafa, að vita að það að fara fram og til baka á sama veginum, er að fara sama veginn.

Svarið er einfalt, þó allir á Mbl.is hafi fengið 0,0 í landafræði, að það er aðeins ein krossgata í Fjarðabyggð, valið á milli þess að fara til Fáskrúðsfjarðar eða til Egilsstaða.  Síðan er ekkert val á Fáskrúðsfirði fyrr en það er komið suður fyrir Eyjafjöllin, en ef það er farið til Egilsstaða, þá má velja á milli tveggja leiða.

Og hafi menn ekki bíla á Egilsstöðum, til að loka þessum tveimur leiðum, þá mátti alveg loka veginum áður en komið var í byggðina, og þá duga 5 kleinuhringir ekki sem afsökun, það tekur jafnvel Súpermann tíma að koma sér frá Neskaupstað að afleggjaranum inní Egilsstaði.

 

Hvaða glórulausa kjaftæði er hér í gangi, og hví éta fákunnandi blaðamenn endalaust upp fréttatilkynningar vanhæfra opinbera starfsmanna??

Sem aldrei þurfa að sæta einni einustu ábyrgð á gjörðum sínum.

Og í þokkabót ætla að skella skuldinni á almenning að kunna ekki að loka nógu vel og læsa.

 

Þegar ekkert er vegakerfið, þá er vonlaust að vera vegaþjófur.

Jafnvel í kókaíntryppi þá hefði engum í Hollyvood dottið í hug að spara sér pening með því að taka upp Thelmu og Louise, þá vegamynd, á Austfjörðum, þó að íslenska ríkið hefði boðist til að borga allan framleiðslukostnað.

Vegna þess að myndin hefði aldrei verið trúverðug, þú flýrð ekki undan löggunni með því til dæmis að keyra í gegnum löng veggöng, eða reynt að láta þig hverfa á vegi sem liggur aðeins í eina átt, og það er gjörsamlega vonlaust að fara eitthvað annað.

 

Sem fær mann til að spyrja, hvað er sett í kleinuhringina í Kjörbúðinni á Eskifirði??

Og er sama stöff notað uppí Hrísmóum??

 

Því þó auli sé alltaf auli, þá er eitthvað að ef hann fellur inní hópinn.

Og enginn spyr og allir þegja.

Kveðja að austan.


mbl.is Þarf að læsa og loka öllum gluggum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband