Tveggja turna tal.

 

Með þeim smá galla að báðir turnarnir eru í sama liði.

 

Margur getur sér það til að þetta framboð Davíðs sé gegn Ólafi, og þá hugsað til að tryggja Guðna Té völdin en það er ofmælt.

Menn eins og Davíð bjóða sig aðeins fram af einni ástæðu, þeir ætla að vinna.

Jafnframt þá afléttir Davíð þeim leiðindaálögum sem forsetakosningarnar voru komnar í, því hann riðlar þeim fylkingum sem þegar höfðu myndast.

Ekki bara hægra megin, heldur líka vinstra megin. 

 

Núna er enginn skyldugur að kjósa Guðna Té, vegna þess að það sé eina leiðin til að hefna ICEsave glæps Ólafs, að hafa vísað bresku fjárkúguninni í þjóðaratkvæði.

Núna getur fólk hreinlega vegið og metið, hvern frambjóðanda því lýst best á.

Framboð Davíðs á því mjög eftir að styrkja Andra Snæ Magnason, jafnvel Sturlu, og síðan eiga raddir kvenforsetaframbjóðandanna eftir að heyrast sterkt, konur munu uppgötva að það er ekki sjálfgefið að kjósa karla til að hindra að einhver annar karl nái kjöri.

 

Síðan held ég að það sé ofsagt hjá Styrmi Gunnarssyni að framboð Davíðs sameini sjálfstæðismenn.  Davíð er umdeildur Hrunverji og hatrammur andstæðingur ESB, og það verður bara ekki frá honum tekið.  Þó menn þegi, og mæri hann í dag, þá er það ljóst að aðförin að Davíð til að losna við hann úr Seðlabankanum, naut víðtæks stuðnings þess sjálfstæðisfólks sem vildi koma landinu í ESB.  Þar á meðal margra frammámanna flokksins. 

Þessi sár gróa ekki, og það vita allir að Davíð kann að hefna sín. 

Eins þá þakka margir sjálfstæðismenn Ólafi landvörnina í ICEsave stríðunum, og þeir vanþakka það ekki með því að yfirgefa hann við fyrsta hanagal.  Því íhaldsmenn mega eiga að þeir eru trygglyndir og ekki mikið fyrir rýtingsstungur líkt og félagar þeirra til vinstri.

 

Hvað sem öðru líður, þá er mikil þjóðarskemmtun framundan.

Og hafi Davíð þökk fyrir að veita okkur hana.

 

Látum svo auðnu ráða um hver verður næsti forseti.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Allt aðrar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keppnin um að verða síðasti formaður Samfylkingarinnar.

 

Er ekki hörð.

Þar sem Samfylkingin er endurnýjun hugmynda þá mun verða leitað í kistu VG, og sá valinn formaður sem brosir sætast.

Oddný verður valin.

Hinir geta gleymt þessu og farið heim.

Kveðja að austan.


mbl.is Sameiginlegur framboðsfundur formannsefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2016

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 2485
  • Frá upphafi: 1469887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2126
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband