Framboð knúið áfram af hatri og heift.

 

Fær mikla athygli Morgunblaðsins enda Mogginn í hinu vanheilagabandalagi með Baugsmiðlum um að koma Ólafi frá völdum.

Heiftin skýrist af því að báðir aðilar fengu á sig synjunarvald forsetans, ritstjóri Morgunblaðsins synjun á fjölmiðlalögunum, sem átti að koma böndum á eignarhald auðmannsins á fjölmiðlum, og auðmaðurinn sem hann vildi setja í bönd, fékk á sig ICEsave synjuna sem eyðilagði áform hans um að koma sínum verðlausa illa fengnu fé í evrur.

Sameiginlegur harmur sem þarf að hefna hefur síðan gert þessa fyrrum höfuðóvini að fóstbræðrum sem gera út á þekkt mið umræðustjórnunar á Íslandi.

Að kynda undir hatrið og heiftina sem sameinar andstæðinga Ólafs Ragnars.

 

Ólafur feldi drauminn um skuldaþrælkun þjóðarinnar, en af einhverjum annarlegum ástæðum sem enginn fær skilið sem ekki er innvinklaður í hinn sjúka hugarheim ICEsave stuðningsins, þá töldu Evrópusinnar að samþykkt fjárkúgunar breta væri forsenda þess að þjóðin kæmist í ESB.

Þetta er ekki fyrirgefið og verður ekki fyrirgefið.  Spurningin hvort hann verður ekki grafinn upp í skjóli nætur þegar þar að kemur.

 

Það er því viðeigandi að létt hafi verið yfir mönnum.

Nú sjá menn fram á fall Ólafs, ESB sinni sem tíðrætt er um þjóðrembu landans, til dæmis þegar landinn vildi ekki greiða skuldir auðmanna, verður forseti og draumur auðmanna um nýja stjórnarskrá sem gerir þá ósnertanlega, verður að veruleika.

Menn hafa hlegið af minna tilefni.

 

En þessir hatursmenn lýðræðis og sjálfstæðis vanmeta Ólaf illilega.

Hann er ekki dauður, hann er reiður.

Hann mun berjast. 

 

Til þess hefur hann styrk.

Hann er ekki fjölmiðlaímynd.

 

Og mikið eru ICEsave þjófarnir heimskir þegar þeir halda að allir hinir frambjóðendurnir lúffi og flýi af hólmi vegna þess að þeirra frambjóðandi er mættur.

Þeir mun mótmæla fjölmiðlamisnotkuninni.

Þeir munu mótmæla beinni mismun Ruv þar sem framboð Guðna fær alla athygli, en þeir heppnir ef það var minnst á framboð þeirra.

Það er ekki erindi ríkisstofnunar að þjóna einum frambjóðanda, það er hlutverk Baugsmiðla.  Þeir eru í eigu auðmannsins, en Ruv á að heita í þjóðareign.

 

Framboð Guðna hefur þegar skotið sig í fótinn.

Það er svo augljóslega kostað.

Tilgangur þess er ekki leyndur.

 

Ísland í Evrópusambandið.

Ný stjórnarskrá fyrir auðmenn.

 

Verði þjóðinni að góðu.

En ég held að hún fúlsi við hinum úldnu kræsingum.

 

Því Íslendingar hafa aldrei verið hrifnir af því að vera sagt fyrir verkum.

Hefur eitthvað með þjóðrembuna að gera.

Kveðja að austan.


mbl.is Forsetinn á ekki að vera ópólitískur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2016

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 2485
  • Frá upphafi: 1469887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2126
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband