Mesta neysla frá 2007.

 

Allt hrundi árið eftir

Er sama sagan að endurtaka sig?

 

Hagvísar segja að tekjur í áliðnaði hafi dregist mikið saman, eins er verðmæti sjávarafurða lægri í ár en í fyrra.

Eftir stendur ferðamannaþjónustan, og hin hraðfara eyðilegging landsins í kjölfar ofþenslu hennar.  Og þá er ég ekki að meina landgæði, heldur ásýnd landsins og ímynd.

 

Gullgröftur er eina orðið sem lýsir ástandinu í ferðaþjónustunni.

En gullgröftur vill oft enda fyrr en varir, hinir ótal tómu námabæir heimsins bera vitni um þá bitru staðreynd.

Ferðamenn eru hvikulir, en fyrst og síðast er ástandið hvikult í helstu uppsprettum ferðamannastraumsins. Evrópa er á barmi upplausnar og þjóðfélagsátaka í kjölfar flóttamannastraums sem hún ræður ekki við. Austur Asía stefnir í að verða hernaðarátakasvæði, bæði vegna innri og ytri vandamála Kínverja, og einhver geggjaður lýðskrumari er að kaupa sér forsetaembættið í USA.  

 

Þetta er bara ábending um það að aukning í fortíð er ekki ávísun á aukningu á í framtíð, ekki ef kólgubakkar eru við sjóndeildarhringinn. 

Og ef stór hluti af uppbyggingunni er útí skuld, þá er enginn eðlismunur á næstu kreppu og þeirri síðustu.  Það er fjárfest í gróðavon uppá vonarpening.  Og þegar allt virðist vera springa út, þá springur allt framaní hagkerfið.

 

Þess vegna er tímabært að staldra við.

Treysta innviði, treysta viðskiptahætti þannig að þeir fari af gullgraftarskeiðinu yfir í alvöru atvinnugrein sem stendur skil á sköttum sínum og gjöldum og virðir kjarasamninga, og það þarf að gera kröfur um fjárhagslegan styrk þegar uppbyggingarleyfi eru veitt.

Veita alvöru þjónustu, ekki gullgrafara þjónustu.

Þannig að borð sé fyrir báru þegar allt fer til helvítis.

Sem er öruggt.

 

Hið langvinni friður sem borgarlegur kapítalismi gaf heiminum á eftirstríðsárunum er að renna sitt skeið á enda með endalokum þessa sama borgarlega kapítalisma.

Auðkerfið sem tók við, mergsýgur í sig fjármuni úr samfélögum þjóðanna, safnar auði á örfáar hendur, virðir ekki siðleg mörk í umgengni við auðlindir og náttúru, beinir framleiðslunni í frá vel borgandi framleiðslufyrirtækjum yfir í þrælabúðir í anda hins forna Rómarveldis, og stendur þar að auki ekki skil á neinu til samfélagsins, ef það á hina minnstu möguleika að komast upp með slíkt atferli.

Afleiðingin er ólga, átök, upplausn. Í áður friðsömum samfélögum sem héldu heimsfriðnum saman.

Og dugi það ekki til, þá mun hin kostaða andstaða og aðgerðarleysi gagnvart loftslagsvánni valda áður óþekktum vanda sem ekki er ljóst hvernig heimsbyggðin ræður við,.

 

Þetta mun gerast.  Vísbendingarnar eru allar í þá átt, hafa allar áður leitt til í þessa átt.

Það er eins og með fjármálakreppuna 2008, hún var aðeins tímaspursmál, þeir sem vildu sjá, sáu.  Og þeir sem sáu, benda á að kreppan 2008 var aðeins lokaaðvörun, ef ekki verður undið ofan af sýndarfjármálheiminum, þá kemur alvöru kreppan 5-10 árum eftir lokaaðvörunina.

Eina óvissan felst í tímarammanum, því lengi má vondu fresta.  En það er með þetta eins og Suðurlandsskjálfta, því lengra sem líður á milli, þá losnar meiri kraftur úr læðingi.

 

Það er ekki bjart framundan.

Það er kolniðamyrkur.

 

Tímabært að horfast í augun við það.

Tímabært að bregðast við.

 

Samt ekki að hætti strútsins.

"Peace for our time", mun ekki virka núna frekar en síðast.

 

Feisum það.

Kveðja að austan.

 


mbl.is ASÍ spáir kraftmiklum hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru tveir pólar hjá þessari þjóð.

 

Sem takast á og kemur ekki of vel saman.

 

Þess vegna munu aðeins tveir koma til greina sem forseti. 

Ljóst er að Ólafur er annar, en núna er unnið að því hörðum höndum að skapa sýndarmanneskju sem á það kljást við Ólaf.  Hugmyndin er víst tekin úr Hollywood mynd þar sem maður varð ástfanginn að íðilfögru tölvuforriti.

 

Furðulegt að það skuli ekki vera hægt að finna manneskju af holdi af blóði, einhvern sem hefur skilað ævistarfi sínu með sóma, hokinn af reynslu og þekkingu, og á því einhvern vitrænan séns í núverandi forseta.

Einhvern sem verður ekki kosinn út af hatri og heift, heldur út af verðleikum sínum.

Eitthvað sem aurnum virðist fyrirmunað að skilja.

 

Þess vegna er ekki útlit fyrir spennandi forsetakosningar núna í vor.

Sýndin á aldrei möguleika.

 

Þegar á reynir.

Kveðja að austan.


mbl.is Litlu munar á Ólafi og Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2016

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 2485
  • Frá upphafi: 1469887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2126
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband