1.5.2016 | 15:38
Innistæðulaus orð samsekra.
Það er gott að geta bent á aflandseigendur.
Það er gott að geta bent á frjálshyggju ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum, skemmdarverk fjársveltisins, hina duldu einkavæðingu, aðförina að tekjulágu fólki sem birtist í því að það veigrar sig við að leita sér hjálpar þar til hið meinlitla er orðið alvarlegt.
Það er gott að geta bent á þetta, og það er gott að geta bent á hitt.
En ef hlutirnir eiga að breytast, þá þurfa menn að byrja á að benda á sjálfan sig.
Og gera þær útbætur á sinni eigin stefnu til að kjör verkafólks batni.
Vaxtaokur fjármagnsins er mesta sníkjulíf á íslenskri alþýðu.
Og vaxtaokrið nýtur beins stuðnings verkalýðshreyfingarinnar, í raun er Alþýðusambandið fremst í skjaldborginni um hið helga vé verðtryggingarinnar og alræði Seðlabankans til að skammta fjármagninu arð.
Óheyrilegan arð.
Og á meðan verður ekki breyting þá er svona hásemd kröfugerð aðeins innihalds lítið gjamm.
Í raun skárra að láta góðan íslenskan fjárhund flytja kröfugerðarávarpið, hans gjamm er þó orginal.
Það er skýring að ástandið er eins og það er.
Samhjálp hinna samseku í skjaldborginni um fjármagnið er aðeins hin sýnilega birtingarmynd af leyndarþráðunum sem liggja um allt þjóðfélagið og liggja allir í sömu krumlu.
Auðs og forréttinda.
Og breytist ekkert á meðan krumlan útvegar leika.
Sem næra tuð og röfl þeirra sem þykjast vera á móti.
Þannig er Ísland í dag.
Og þannig verður Ísland á morgun.
Nema?
Kveðja að austan.
![]() |
Tími útúrsnúninganna liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2016 | 08:20
Velkominn í hópinn Bjarni.
Hættur að vera fúll á móti, brosandi gengur þú um gleðinnar dyr.
Kominn í hóp þeirra sem vilja "Endurreisa heilbrigðiskerfið".
Og auðfúsu gestur því þú komst færandi hendi.
Með loforð í vasanum um stóraukin framlög til heilbrigðiskerfisins eftir kosningar.
Oft er sagt að mikill er máttur kosninga, það er ef þær eru á næsta leiti.
Ein ég vil segja, mikill er máttur Kára.
Honum tókst þetta.
Honum tókst að ná Samstöðunni.
Kveðja að austan.
![]() |
Heilbrigðismál sameina þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 1. maí 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 2
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 2485
- Frá upphafi: 1469887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2126
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar