9.4.2016 | 09:16
Spurningin sem Sigmundur er ekki spurður.
Vekur grunsemdir um sjálfstæði fjölmiðla og sjálfstæði þjóðarinnar.
Af hverju hélt hann blaðamann fund sumarið 2015 og hreykti sér að boðuðum stöðugleikaskatti uppá rúma 900 milljarða eða þá stöðugleikaframlagi uppá svipaða upphæð?
Þegar Bjarni samdi síðan um stöðugleikaframlag uppá um 300 milljarða, þó hann kysi að kynna hærri upphæð eða 380 milljarða.
Það er tvennt sem er grafalvarlegt við þessa framgöngu Sigmundar, og þá er ég ekki að tala um að sem kröfuhafi á bankanna græddi hann um 50-60 milljónir á þessari Gjöf.
Það fyrsta er að hann blekkti þjóðina, eða réttara sagt hann laug í hana, hann kynnti ávinning fyrir þjóðarbúið sem aldrei stóð til að innheimta.
Það seinna, að þegar þessi boðaði stöðugleikaskattur var samþykktur á Alþingi, þá var um leið samþykkt undanþága á gjaldeyrishöftunum svo kröfuhafarnir fengu að flytja fjármuni sína úr landi. Með öðrum orðum, Alþingi var BLEKKT til að afnema undanþágurnar, sem var eini hemill þess til að hindra samninga fjármálaráðherra um stöðugleikaframlag, ef í ljós kæmi að fjármálaráðherra sviki þjóð sína með því að taka hagsmuna kröfuhafa fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og semja aðeins um þá upphæð sem fræðilega var ómögulegt að skipta út í erlendan gjaldeyri, án þess að allt færi hér á hliðina. Þess má geta að rök fjármálaráðherra er öll tekin úr smiðju ICEsave samningamannanna, enda sami hópurinn sem starfaði með honum við að "semja" (ætti að standa gefa) við kröfuhafana, og tíminn hefur dæmt öll þau rök búlshit.
Það þarf ekki mikið siðferði, eða stóran vott af heilbrigðri skynsemi til að skilja að ef til stendur að semja um lága upphæð, þá slá menn sig ekki upp á blaðamannafundi og tilkynna háa upphæð og allt það sem hægt sé að gera við hana.
Jafnvel bankamennirnir okkar höfðu það siðferði að þegar þeir tilkynntu höfðingjalega gjöf til líknarmála, að þá gáfu þeir hana, en ekki þriðjungsbrot af henni.
Æpandi þögn Morgunblaðsins vekur spurningu um sjálfstæði blaðsins, og stöðu ritstjóra þess, Davíðs Oddssonar. Er hann frjáls, eða er hann í böndum, þar er efinn.
Um aðra fjölmiðla þarf ekki að spyrja, beinn stuðningur þeirra við ICEsave fjárkúgun breta sýndi framá að hagsmunir þess fjármagns sem á þá, mótar alla þeirra framgöngu þegar að kemur að málum sem snerta hagsmuni þjóðarinnar gegn erlendri ásælni, hvort sem það er að gerast nýlenda Brussel, að afhenda fjármuni þjóðarinnar.
Hvað sem skýrir þögnina þá er ljóst að stjórnmálamenn okkar og fjölmiðlar eru innvinklaðir í þennan skollaleik.
Hvort sem hrægammarnir hafa keypt þá eða kúgað, eða það sem er enn ömurlega, að lykilfjármálamenn þjóðarinnar hafi séð sér leik á borði eftir Hrunið og fjárfest í ógæfu þjóðarinnar, sem þeir sjálfir sköpuðu, og það er vitað að þessir menn eiga fjölmiðlanna og flestir stjórnmálamenn okkar eru í bandi þeirra, þá er ljóst að sjálfstæð þjóð lætur þetta ekki viðgangast.
Sjálfstæðir fjölmiðlar spyrja þessarar spurningar.
Því þessi spurning er prófsteinn á hverjir eiga Ísland.
Þjóðin eða hið vanheilaga bandalag hrægamma og innlendra fjármálamanna?
Það eina sem er öruggt er að réttlát reiði mun vekja þjóðina að doða sínum.
Og þá verður of seint að iðrast.
Spurt verður, hvar stóðst þú?
Hvað gerðir þú?
Þá væri gott að vera fjölmiðill sem hefði spurt Sigmund þessarar spurningar.
Kveðja að austan.
![]() |
Átti tvo kosti í stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 9. apríl 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 2492
- Frá upphafi: 1469894
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2133
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar