29.4.2016 | 21:13
Aumt er byggðarlag sem eyðir öllum þessum peningum í málaliða.
Á meðan æskan fær ekki krónu.
Þessi uppdráttarsýki er reyndar ekki bara bundin við Fáskrúðsfjörð, nágrannabyggðarlagið Fjarðabyggð hefur lengi haldið úti málaliðaher án þess að margar krónur hafi farið í æskulýðsstarfið.
Og ef menn vilja halda lengra burt frá Austfjörðum, þá muna allir knattspyrnuáhugamenn eftir Leiftri frá Ólafsfirði.
Að ekki sé minnst á mesta skrípaleikinn í islenskri knattspyrnu í dag, Víking frá Ólafsvík.
Ótrúlegt að þetta fólk sem ábyrgðina ber skuli ekki láta sér duga að kaupa áskrift af Stöð 2 Sport, að það skuli plata alla þessa fjármuni út úr lokal fyrirtækjum, til þess eins að sjá 5. flokks fótbolta sem er afskræming þess sem má sjá á fótboltastöðvum sem sýna beint frá heimsfótboltanum.
En minnimáttarkennd á sér svo sem engan botn.
Það sannar þessi frétt um liðskipan Leiknis.
Og örugglega geta þeir sem ábyrgðina bera, vitnað í að hún sér stærri, eins mikil öfugmæli og það er um minnimáttarkennd, i Ólafsvík, þar sé ennþá stærri upphæð eytt í málaliða.
Eftir stendur ömurleiki þeirra byggðarlaga sem fjárfesta ekki í börnum.
En eyða stórfé í minnimáttarkennd.
Eins gott að þetta er ekki algilt.
Annars væri ekki veisla í Frakklandi eftir nokkrar vikur.
Því án upphafs er enginn endir.
Kveðja að austan.
![]() |
Enn fleiri til Fáskrúðsfjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2016 | 15:50
Það er ekki sama hver er í stjórn, og hver í stjórnarandstöðu.
Þegar vinstri stjórnin hækkaði tryggingargjaldið, þá varð allt brjálað.
Atvinnurekendur mótmæltu og fótgönguliðar Sjálfstæðisflokksins fordæmdu hart skattaáráttu Steingríms Joð Sigfússonar. Létu það ekki hafa áhrif á sig að Steingrímur gerði ekkert annað en að fylgja fyrirmælum AGS, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórn Geirs Harde hafði samið um við sjóðinn.
Í raun voru það vinstri menn sem áttu að gagnrýna, en sjálfstæðisfólk að verja.
Núna þegar fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins skilar til baka minimal af skattahækkunum Steingríms, þá fagna Samtök iðnaðarins. Gleymd er gagnrýni á óbærileika skatthækkunar Steingríms, örlítil lækkun er tilefni til að slá upp veislu.
Og fótgönguliðar Flikksins þegja, hinn mikli skattur Steingríms Joð er ekki lengur ógn við efnahag landsins.
Hætti að vera það um leið og þeirra maður stóð fyrir skattheimtunni.
En þetta litla dæmi segir allt um íslensk stjórnmál.
Hið óverjanlega er aðeins gagnrýnt af þeim sem eru í stjórnarandstöðu á hverjum tíma.
En er varið út í rauðan dauðann ef þeirra menn bera ábyrgð á glæpnum.
Sem segir aðeins eitt.
Stjórnmálamenn eru ekki vandamálið.
Hinn blindi stuðningur við þá, er hins vegar þjóðarógn.
Höfum það í huga næst þegar við hittum eða lesum orð hinna sítryggu flokkshesta.
Þeir gagnrýna eftir pöntun, þeir styðja eftir pöntun.
Á meðan er rænt og ruplað.
Af þeim sem eru aldrei gagnrýndir.
Aflandseigendur Samtryggingarflokksins.
Kveðja að austan.
![]() |
Vilja lækkun til lengri tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2016 | 15:06
Kosningabaráttan hafin.
Framsókn minnir á að flokksfélagar og vandamenn fjármálaráðherra fengu Borgun gefins, það er miðað við innleystan hagnað.
Sem heitir reyndar spilling í löndum Mið og Suður Ameríku, sem og í Austur Evrópu.
En á Íslandi eðlilegir viðskiptahættir.
Sem reyndar má draga í efa.
Og Framsókn greinilega gerir.
Það er ekki logið uppá eindrægnina á stjórnarheimilun.
Kveðja að austan.
![]() |
Bankaráðið bar ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2016 | 08:12
Leyndin nærir spillinguna.
Og vinnumenn aflandseigandanna verja þessa leynd með kjafti og klóm.
Þeir ráðast á boðberann, þeir fordæma uppljóstranir, og þeir smækka vandann niður í litla agnarögn með því slá því fram að toppurinn á ísjakanum sé ísjakinn sjálfur.
Leynd verður ekki til að sjálfu sér, forsendur hennar eru eins og Guðrún Johnsen benti réttilega á í Kastljósviðtali nýlega; "Hún sagði það þó ljóst að ef stjórnmálamenn eru studdir af auðjöfrum sem hafa efnast á því að fara á svig við lögin væri hætta á því að regluverkið væri sett upp þannig að þessir gerningar væru gerðir löglega".
Þetta er allt löglegt segja stuðningsmenn þessara sömu stjórnmálamanna.
En leynd er mannannaverk, og leynd er hægt að leggja niður eins og lífvænleg námslán, eða rétt allra til heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.
Það er ekki bara þannig að stjórnmálamenn geti aðeins sett lög sem koma illa við fátækari hluta almennings, það er líka hægt að setja lög gegn óeðlilegri auðsöfnun fárra á kostnað fjöldans.
Það er hægt að afnema lögin sem gera hið illkynja athæfi fjárglæframanna löglegt.
Og munum að það er ekki hávaðinn sem dæmir andstöðu stjórnmálamanna, heldur tillögur þeirra, gjörðir, lagasetning.
Akaash Maharaj bendir réttilega á þá réttarúrbót sem afhjúpar leyndarhjúpinn;
Ríkisstjórn Íslands gæti sagt að öll huldufélög sem eru skráð annars staðar og eigendur og stjórnendur hafa ekki verið skráðir megi ekki stunda viðskipti á Íslandi, eiga eignir á Íslandi eða kaupa fasteignir, segir Maharaj.
Þeir sem gera hans tillögur að sínum, eru þeir sem er alvara með andstöðu sinni gegn hinum illu áhrifum spillingar og leyndarhjúps í íslensku efnahagslífi.
Sumt er einfalt.
En er ekki framkvæmt ef vilji er ekki til staðar.
Kveðja að austan.
![]() |
Tími leyndarinnar liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 29. apríl 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 2492
- Frá upphafi: 1469894
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2133
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar