25.4.2016 | 09:51
Panamafólkið - Luxemborgarmilljarðarnir
Eru skuggastjórnendur Íslands.
Þeir eiga samtryggingarflokkinn, þeir eiga alla helstu fjölmiðla landsins, þeir borga álitsgjöfum umræðunnar kaup í einni eða annarri mynd, og þeir hafa náð fullri stjórn á mótmælendum Íslands.
Þeir eru skýring þess að þjóðin var rænd í það minnsta um 500 milljarða þegar fjármálaráðherra og seðlabankastjóri ákváðu upp á sitt einsdæmi stöðugleikaframlag þrotabúa gömlu bankanna.
Og þeir skýra þá bitru staðreynd að gjaldeyrisforði þjóðarinnar verður notaður til að borga út verðlausar aflandskrónur á yfirverði.
Vegna þess að þeir eiga þessar aflandskrónur af miklum hluta og þeir eru gildandi í hópi hrægammanna sem keyptu á hrakvirði alvöru skuldir hinna föllnu banka.
Þetta eru Hrunverjarnir sem komu okkur á kalda klaka, og þetta eru náhirðarnir sem ganga um vígvöllinn og hirða eigur hina föllnu án þess að þjóðin fái á nokkurn hátt bætur fyrir tjón sitt af hervirkjum þessara sömu manna.
Fólkið sem ríkisstjórnin þjónar, fólkið sem stjórnarandstaðan þjónar.
Við eigum að sjá þetta og skynja.
Í öllu umrótinu er einörð samstaða stjórnar og stjórnarandstöðu um að klára það "góða" verk að skipta út gjaldeyrisforðanum fyrir verðlaust aflandsdrasl.
Í öllum hávaðanum á Alþingi, þá spyr ekki einn þingmaður, ekki einn þingmaður, af hverju fjármálaráðherra blekkti og laug að Alþingi og þjóðinni þegar hann kynnti stöðugleikaskatt sinn, þegar allan tímann stóð til að láta hrægammanna sleppa með langtum lægra stöðugleikaframlag, sem fyrst og síðast markaðist af þeirri einföldu staðreynd að ekki var til gjaldeyri til að hirða meira úr þrotabúunum.
Og allir hinir sjálfskipuðu mótmælendaleiðtogar minntust ekki orði á þessa staðreynd, það eina sem komst að hjá þeim var að fella ríkisstjórnina svo að "þeirra" fólk kæmist að, kjötkötlunum og auknum sporslum þess sem með ráðherravaldið fer hverju sinni.
Ísland er eins og Sturlungaöld þar sem fjármagnshöfðingjar berjast. Þeir beita fjölmiðlum sínum gegn stofnunum lýðveldisins og þar með lýðræðinu. Þeir leka upplýsingum um hvorn annan, hver á þennan milljarð hér og hver á þennan milljarð þar, þeir etja saman herjum sínum í fjölmiðlum og á þingi, og skapa þar með ólgu og ringulreið sem engan endi virðist ætla að taka.
En ólíkt höfðingjunum á Sturlungatímanum sem raunverulega börðust um það vald hver mætti einn þjóna erlendum konungi, þá í dag berjast þeir í raun sem einn gegn einum.
Fjármagn gegn þjóð.
Því í raun er þetta lúmsk leið fjármagnsins að tryggja að þjóðin rísi ekki gegn ráni þess og rupli.
Þjóðin virðist hafa tapað þessu stríði.
Það er öruggt að ekkert geti hindrað 500 milljarða framlag þjónanna til hrægammanna.
Það er öruggt að samtryggingin muni leyfa þjónunum í Seðlabankanum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa upp verðlausu aflandskrónurnar.
Og það er alveg öruggt að hin tilbúna Sturlungaöld mun halda áfram þar þjóðin hefur kveðið upp úrskurð sinn í haust, hvaða þjónn fær að þjóna Panamafólkinu, Lúxemborgarmilljörðunum næstu 4 árin.
Eða hvað??
Mun hinn risastóri meirihluti þjóðarinnar, gott heiðarlegt fólk sem nær yfir allt litróf stjórnmálanna, vakna einn morguninn og segja við sjálft sig; "Ég er ekki lengur með meðvirkur". "Ég sé steinana hjá mínum, áður en ég bendi á grjótið hjá hinum".
"Ég er ekki lengur leiksoppur Panamafólksins", "Ég er ekki lengur bókfærð eign Lúxemborgarmilljarðana".
"Ég er ég og ég ræð minni framtíð sjálfur".
"Og flokkur minn skal sætta sig við það".
Í fornum sögnum gerast kraftaverk þegar fokið er í öll skjól.
Það gæti gerst það kraftaverk að fólk hætti að benda á aðra, og krefðist breytinga hjá sér og sínum.
Það gæti gerst það kraftaverk að fólk hætti að láta sama fólkið endalaust rugla í sér. Að það hætti að láta launaða hávaðaseggi stýra því útí mýri þegar áfangastaður breytinganna var á bak við næstu hæð.
Það gæti gerst það kraftaverk að fólk ákvæði að leggja niður smáagreining sinn þann litla tíma sem það tekur að stilla stjórnmálastéttinni upp við vegg og neyða hana til að hefja rannsókn á öllum bakherbergjaákvörðunum frá Hruni, sem höfðu þann eina tilgang að endurreisa það sem hrundi, á kostnað þjóðar, í þágu fjármagns.
Því aðeins ljós upplýsinga og staðreynda mun hrekja Panamafólkið, Lúxemborgarmilljarðana út úr skúmaskotum sínum. Og gera sýnilega hina ólýsanlegu þræði frá því til þeirra sem við höldum að við höfum kosið til að stjórna landi og þjóð.
Þetta kraftaverk gæti gerst, það gæti gerst að allar ákvarðanir ríkisstjórnar Steingríms Jóhanns Sigfússonar varðandi endurreisn fjármálakerfisins yrðu rannsakaðar.
Það gæti gerst að allar ákvarðanir ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar yrðu rannsakaðar, af hverju gaf hún alla þessa milljarða, af hverju vill hún eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa verðlaust krónudrasl.
Hvaða hagsmuni var að gæta, hverjir voru það sem græddu??
Og hverjir unnu og vinna fyrir hrægammanna, hvaða hlutverki gegna þeir í dag við stjórna upplausninni og ýta undir óöldina?
Þetta gæti gerst því það eru allir orðnir svo þreyttir á ástandinu.
Og það vita höfðingjarnir sem óöldinni stjórna.
Þjónar þeirra eru á fullu við að framleiða mýrarljós, hvort sem það er á fjölmiðlum eða í stjórnarandstöðu, í ríkisstjórn eða seðlabanka.
Treysta á að fólk elti og farist í næstu keldu.
En ljós lífsins er skærara en nokkurt mýrarljós, þó þau öll séu látin skína samtímis í umræðu ruglandans.
Við finnum það í hjörtu okkar, okkar innri maður þekkir það alveg þegar hann sér skin þess.
En það skaðar ekki að hafa í huga það einfalda atriði ef sá sem umbætur boðar, að hann talar tungum tveim ef hann talar um annað en rannsókn, upplýsingu staðreynda og hagsmunatengsla, og afhjúpun milljarðanna sem fór frá þjóð í vasa höfðingjanna.
Það skiptir ekki máli hvert mýrarljósið er, það endar alltaf út í mýri. Þar er þjóðin í dag, og þar verður hún þar til að hinn stóri þögli meirihluti hins venjulega manns hættir að kaupa þau af fólkinu sem selur þau. Það nýjasta sem var boðið til sölu snéri að hjónabandi forsetans, ætli það næsta verði ekki um Decode svikamylluna sem hafði fjármuni af hundruðum ef ekki þúsundum sparifjáreigendum.
Það er eðli mýrarljósa að virka falleg, líkt og Sírenanna sem ásóttu skipshöfn Ódysseifs í den. En allir sem hafa séð Ísöld 4 vita að baki býr fláræði og illfylgi, með þann eina tilgang að éta þann sem lætur glepjast.
Ljós lífsins eða mýrarljós, þar liggur efi þjóðarinnar.
Og hún fær nokkra mánuði til að gera upp þann efa.
Í sögnum gerðust kraftaverk.
Kannski upplifum við eina slíka sögn.
Kveðja að austan.
![]() |
Geyma milljarða í Lúxemborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Bloggfærslur 25. apríl 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 2492
- Frá upphafi: 1469894
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2133
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar