Samtryggingin sigrar að lokum.

 

Og auðmenn endurheimtu sitt fé.

 

Þessar línur Stuðmanna komu uppí huga mér þegar ég les þessi orð Árna Páls, hinum samseka í Gjöfinni miklu.

Hann er ligeglad með Bjarna Ben, sá eini stjórnmálamaður sem ógnaði bankamafíunni og vogunarsjóðunum er fallinn frá, en ESB fylking íslenskra stjórnmálamanna stendur keik á eftir.  Bjarni, Illugi, Katrín, Árni, og ekki má gleyma þeim alflottasta, og það er bara vegna þess að hann er svo góður söngvari, Óttari Proppe.

Og enginn rífst yfir Gjöfinni einu, enginn rífst yfir ofsagróða Vogunarsjóða og innlendra hrægamma.

Sigur samtryggingarinnar er algjör.

 

Og ef einhver efast, þá skal hinn sami skoða nýjasta pistil Styrmis Gunnarssonar, sem vegsamar lítilmannlæti og róg, gagnvart þeim eina manni sem tilheyrði íslenskri stjórnmálastétt, sem hafði kjark að lokum til að rísa upp.

Rísa upp gegn auðmönnum, ofsagróða þeirra, og þörfinni til að koma þjóðinni í ESB svo hver illa fengin króna fengi skjól í Tortilla sem nýfengin evra.

Davíð og Jón Ásgeir, Styrmir og Birgitta.

Í vanheilögu bandalagi gegn þessum eina sem sveik lit.

 

Sem er alltí lagi, þetta fólk fóðrar höndina sem fóðra það.

Hver fer gegn ofsauði og þeim áhrifum sem hann kaupir??

Hver fer gegn Jón Ásgeir, Óla og Björgólfi??

Ekki Davíð, ekki Styrmir, ekki Samtryggingin.

Og ekki Sjálfstæðir menn, því inn við beinið eru þeir svo óttalega litlir kallar.

 

Þeir láta fóðra sig á bröndurum, um að íslenska lýðræðið er líkt og lýðræði blóðugra einræðisherra.

Þeir láta fóðra sig á á rógi leigupenna um að sá eini sem fór gegn samtryggingu auðs og stjórnmála sé Baugsmaður, líkt og við endurupplifum aftur árin fyrir Hrun, árin þar sem enginn spurði, enginn efaðist, og allir reyndu að græða. Og enginn talaði gegn.

Eins og aldrei hefði verið árið 2009, aldrei hefði enginn risið upp og vísaði til þjóðarinnar kröfu Samtryggingarinnar um að hún yrði skuldaþræll fjármagns um aldir og ævi.

 

Nei sjálfstæðir kallar lesa Pál og þeir lesa Styrmi.

Páll fékk skipun um að tengja þann eina við Baug, fór létt með það.

Styrmir í dag hrósar Guðna Té, sem skrifaði lærðar greinar um að síðbúinn þjóðerniskennd að hætti falangista útskýrði tregðu íslenskra alþýðumanna að greiða ólöglegar fjárkröfur breta, sem Guðni taldi bæði löglegar og réttmætar.

Íhaldspenninn lofsyngur samfylkingarpennann.

Samtryggingin þjónar eins og hún gerist fegurst.

 

Og hið síröflandi fólk fattar ekki að ekkert skuli breytast.

Að það skiptir ekki máli hver stjórnar, minn eða þinn, að þeir skiptast aðeins um ræður, Steingrímur fékk ræðu Árna Matt, síðan fékk Bjarni ræðu Steingríms.

Og fullnægja þar með stuðningsmönnum Samtryggingarinnar.

Því það eru alltaf hinir sem eru ljótir.

 

Samtryggingin hefur sigrað.

Hún á aðeins eftir að fella Ólaf.

Síðan verður stjórnarskráin breytt í þágu auðmanna, þeir fá sitt keypta beina lýðræði.

En með þeirri viðbót, að næsta skuldaþrælasamning verður ekki hægt að vísa til þjóðarinnar.

 

Sem skiptir ekki máli.

Því hún tryggir brauð og leika.

Tuð og röfl út í eitt.

 

Já, mikill er máttur aursins.

Og lítið er risið á þeim sem eiga líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Kosningar í vor enn besti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur er með kjarnann.

 

Eins og svo oft áður.

 

Birt­ing Panama-skjal­anna sé „mik­il­væg al­mannaþjón­usta“, líkt og marg­ar aðrar upp­ljóstran­ir hin síðari ár, á tím­um þar sem gagn­sæi eigi að ríkja. Þetta sé mik­il­væg áminn­ing um að ýms­ar aðferðir sem orðið hafi til í fjár­mála­heim­in­um á und­an­förn­um árum séu ekki liðnar í nú­tíma­sam­fé­lög­um.

 

Þetta er ekki flóknara, þetta er ekki liðið lengur í nútímasamfélagi.

 

Þetta hafa stjórnmálamenn okkar ekki ennþá áttað sig á.  Nema þá Júlíus Vífill, sem er maður að meiri, og mun vonandi sækja umboð aftur til kjósenda sinna.  Því stjórnmálamenn sem axla ábyrgð eru stjórnmálamenn morgundagsins.

Hinir eru aðeins nátttröll sem daga uppi.  Skítug og illa lyktandi.

 

Það sama gildir um alla þá fjölmiðlamenn sem halda áfram vandlætingarvinnu sinni á Baugsmiðlunum.

Trúverðugleiki þeirra er enginn.

Þeir eru aðeins verkfæri í þágu aflandseiganda síns.

 

Og þeir sem nýta sér þessa fjölmiðla (fyrir utan Stöð2-Sport) er í raun engu betri.

Þú berst ekki gegn auðkýfingakerfinu og arðráni þess, ef þú leið lætur þessa sömu auðmenn mata þig út í eitt í sinni þágu.

Þá ertu leiksoppur, ekki gerandi.

Og munt aldrei breyta neinu.

 

Það er nefnilega upphafið sem ræður endinum.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekkert aflandsfélag í eigu forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir fjórða valdið núna??

 

Í ljósi þess að Ingibjörg  a la Jón Ásgeir á íslensku fjölmiðlana, fyrir utan nokkra dverga hér og þar.

Fjórða valdið fór hamförum gegn Sigmundi Davíð, og í minna mæli gegn Bjarna Ben og Ólöfu Nordal.

Það samræmdist ekki stöðu þessa fólks að eiga aflandsfélög.

 

En hver er trúverðugleiki fjölmiðlamanna sem vinna hjá fjölmiðlum sem lúta sömu forsendum varðandi eignarhald??

Ef þeir eru sjálfum sér samkvæmir, þá segja þeir upp, eða biðja Sigmund Davíð og Co opinberlegra afsökunar, og minnast aldrei aftur einu orði á aflandsfélög í umfjöllun sinni um íslensk stjórnmál.

Því trúverðugleiki byggist á því að gera sömu kröfu til sjálfs síns, líkt og menn gera til annarra.

 

Annað er grímulaus valdabarátta þar sem undirliggjandi eru hagsmunir auðmannsins, hvort sem hann er í bandalagi við aðra eða á eigin vegum.

Millivegurinn er ekki í þessu vegakerfi.

Kveðja að austan


mbl.is Umsvif í mörgum löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2016

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 2492
  • Frá upphafi: 1469894

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2133
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband