18.4.2016 | 16:45
"Við kjósum forsetann".
Sagði 12 ára gamall sonur minn þegar ég sagði honum frá því að Ólafur Ragnar væri að boða til blaðamannafundar, og ég teldi að hann myndi tilkynna framboð sitt.
Segir eiginlega allt sem segja þarf.
Brandarinn sem átti að verða, verður ekki.
Hinir athyglissjúku fengu mótframboð.
Og lýðræðið heldur ennþá sjó í brimsköflum auðsóknarinnar sem reyndi fyrst að selja þjóðina í skuldaþrældóm, en keypti síðan upp lýðræðið til að tryggja Gjöfina einu. Með góðlátlegri blessun yfirböðuls fjármagnsins, AGS.
Lokaatlagan var að grínvæða Bessastaði.
Sem mun mistakast, þökk sé Ólafi.
Spurning dagsins er hvort mun auðurinn velja, Jón grínara eða Kötu sætu.
Tómhyggjuna eða froðuna.
Hin tilbúna ímynd almannatengla gegn alvörunni, gegn því besta sem fólk af holdi og blóði getur boðið uppá.
Nú verður grenjað í höllum, þar á meðal Valhöll.
Hinir keyptu mun verða smalað saman, í fjölmiðlum, í álitsgjöfum, sigað á Ólaf líkt og skriðdrekum Sovétsins var sigað á draum fólksins um lýðræði í Prag forðum daga.
Grenjandi, froðufellandi munu þessi greppitrýni hefja upp útburðavæl sitt, að virðist gegn forsetanum, en í raun til að fá stærra bein úr hendi auðsins.
Aumkunarvert hyski sem aðeins gjammar í þágu húsbænda sinna.
En leggur út rauða dregilinn fyrir hinn útvalda.
Þann sem á að fella Bessastaði.
Katrín eða Gnarrinn, markaðskönnun mun velja.
Jafnvel sá þriðji sem ekki er þekktur.
Því öllu verður kostað til.
Bessastaðir eiga ekki að verða athvarf þjóðarinnar.
Spennandi tímar eru framundan.
Auður gegn þjóð.
En sjálfstæðið mun sigra.
Kveðja að austan.
![]() |
Ólafur aftur í forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.4.2016 kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Bloggfærslur 18. apríl 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 2492
- Frá upphafi: 1469894
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2133
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar