22.3.2016 | 22:43
Frjálshyggjan á flótta.
Undan almenningi.
Óttast kosningarnar.
Forysta Sjálfstæðisflokksins er smán saman að átta sig á að það kýs enginn flokkinn nema gamalmenni, og þótt þau þrautpýnd hafi kosið flokkinn síðustu ár, þá endist ekki sú tryggð yfir gröf og dauða.
Þá er betra að fórna Friedman og Hayek.
Eftir stendur, hver axlar ábyrgðina á féflettingu undanfarinna ára??
Á því skítlegu eðli að hafa fé af fárveiku fólki???
Þeirri spurningu þarf að svara.
Kveðja að austan.
![]() |
Kostnaðarþátttökukerfið alveg kolrangt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2016 | 17:19
Vér morðingjar.
Það er það eina sem hægt er að segja jákvætt um síðasta líknaglann í kistu réttarfars og lýðræðis sem lýðveldi okkar var byggt á.
Áður voru dómstólar dómstólar réttarfars og lýðræðis.
Í dag, er aðeins spurt um fjármagns þess sem sækir að lýðréttindum, eða þarf að forðast dóm, hvort sem það er vegna eiturlyfja, eða auðs sem þarf órétt til að dafna.
Í dag er burðardýrið dæmt.
En aurinn sem fjármagnar, er ósertur, enda fæðir hann glæpamannalögfræðinga, hvort sem það er eitur eða fjármagn.
Í dag, er lífinu ógnað svo verktakar megi byggja.
En sagnfræðingar geta tengt, svona er arfur Héðins.
Samkrull jafnaðar og hinnar algjörar heimsku sem tengt er við sjóræningja.
Ef auður dafnar, þá má fólk víkja.
Sem er arfur Ingibjargar, sem er arfur kvenréttinda, sem er arfur þess fólks sem trúði á betri heim.
Í dag knúði það fram dóm fyrir auð og fjármagn.
Á morgun verður það einskis nýtt.
Sent í kvörnina sem endurnýtur trúgjarna stjórnmálamenn, sem þjónuðu, en eru ekki lengur nýtanlegir.
Kaffærðir í lýðskrumi lýðræðisins.
Sá sem betur þjónar mun fá hin stundarvöld.
Lýðræði in memorium.
Auðræði auðs.
Er það sem er.
Og þjóðin lútir höfði.
Kveðja að austan.
![]() |
Ríkið þarf að loka NA/SV flugbrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 22. mars 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 11
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 2494
- Frá upphafi: 1469896
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2135
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar