12.2.2016 | 21:14
Stórfrétt hjá Mogganum.
IKEA skaut undan 140 milljónum.
Eins og það sé skömm að frjálshyggjan virki.
Stefnan sem blaðið hefur dag og nótt vegsamað frá því að Matthías var og hét.
Og hefur virkilega sannað gildi sitt síðustu 30 árin, ekki bara í kjörgengi núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, heldur í beinharðri tölfræði
Að þeir ríku verða ofsaríkari, og við hin berjumst í bökkum.
Það hvarflar að manni að þegar svona smápeningur er talinn til í forsíðufrétt, að einhver öfund sé í gangi.
Líkt og að einhver, og þá einhver sem tengist útgáfu blaðsins, hafi ekki fengið spón sinn í askinn.
Að hann hafi verið snuðaður þegar hann skipaði ritstjórn blaðsins að þegja yfir þjófnaði árþúsundsins.
Eins og það sé enginn frétt þegar íslenskur stjórnmálamaður setji heimsmet í spillingu.
Og þegar Mogginn hamri á IKEA, þá sé það skilaboð til þeirra sem rændu þjóðina um 500 milljarða.
"Ég vil mitt", og þá fjalla ég áfram um smáþjófnaði.
Sem aftur áréttar, aldrei skaltu vanmeta græðgi skálda í stól útgefanda.
Ritsnilld þeirra er vanmetin, ekki í gæðum, heldur í aurum.
Og þegar miðill þeirra fjallar um Ekkert, þá segir hann aðeins um hvað hann gæti gert, ef vasinn er ekki fylltur.
En lítið er eftir af Sjálfstæðinu sem klöppin í Vigur mótaði á sínum tíma.
Og hvílík heppni að IKEA sá á sínum tíma arð í okkar litla markaði.
Því Þögn verður ekki til að sjálfu sér.
Jafnvel þögnin þarf sitt fóður.
Kveðja að austan.
![]() |
Telur millifærslur geta verið ólöglegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2016 | 20:13
" Enginn gruni hér Bjarna sjálfan um græsku"
Þessi fyrirsögn er sótt í pistil á Hringbraut, þar sem fjallað er um tengsl fjármálaráðherra þjóðarinnar við ofsagróða fjármáladeildar Engeyjarættarinnar í spillingarmálinu sem kennt er við Borgun.
Sjálfur hef ég fjallað um þjófnað aldarinnar, og þá er ég að tala um á síðustu öld, og um hinn þekkta alheim, ekki Ísland, þar sem stjórnmáladeild Engeyjarættarinnar tók ákvörðun sem skilaði vogunarsjóðunum hundruð milljarða í beina hagnað.
Og fjármáldeild Engeyjarættarinnar hagnaðist í leiðinni um nokkra milljarða.
En enginn grunar Bjarna um græsku.
Og til að koma í veg fyrir alla grunsemdir, þá er fjarskafrétt á forsíðu Mbl.is um eitthvað sem enginn innlendur kostunaraðili hefur hagsmuna að gæta.
Og leiðarar blaðsins fjalla um eitthvað sem gerðist, eða um eitthvað sem er ekki að gerast.
Strútar gruna aldrei ljónið um græsku.
Enda sjá þeir ekkert með höfuðið á kafi í sandi.
Mogginn fjallar um IKEA.
Þjóðin er rænd um 500 milljarða.
Og við þegjum öll.
Eða næstum því.
Kveðja að austan.
![]() |
Umfangsmikil skattaundanskot IKEA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 12. febrúar 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 11
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 1757
- Frá upphafi: 1469908
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 1497
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar