Árið er 2016

 

Og börn og fullorðnir svelta í hel.

Í okkar boði, í okkar samþykki, íslenska þjóðin er í Nató, og ábyrgð hennar er algjör.

 

Það er ömurlegt, að hefja nýtt ár með þeirri vissu, að það er enginn munur á okkur, og öllum hinum, sem hafa eytt, valdið ómældum þjáningum, og láta sig ekki líf varða, þegar gróði og hagnaður er annarsvegar.

Svo sem alltí lagi á tímum trúleysis, þegar boðorð kristninnar laut lægra haldi fyrir boðskap frjálshyggjunnar, að það sem eina skipti máli að það væri til auðmaður sem græddi, að það væri til aur sem hefði hagnað.

 

Og aurinn hagnast á þjáningum Sýrlensku þjóðarinnar.

Hans gróði er óendanlega mikill þegar siðmenningin lýtur í gras fyrir stjórnleysi og ofbeldi.

Fyrir fjármagnið er það aðeins lítil fjörlegur kostnaður að kaupa upp þá stjórnmálamenn sem þykjast taka á móti flóttamönnum, og meina ekki orð með því, en láta vargöldina og vígöldina viðgangast.

Stjórnmálmenn sem lúta höfði fyrir aurnum sem fjármagna óöldina.

 

Og við hin, sem teljum okkur siðuð, horfum á, og þykjumst góð því við ætlum að taka við pínu, pínu, pínu litlum hluta af þeim þjást vegna gjörða stjórnmálamanna okkar.

Við björgum einum, en horfum á þúsundir svelta, horfum á tugþúsundir deyja, horfum á milljónir flýja, land sem áður var friðsælt.

Og þar með erum við góð, erum hólpin, höfum gjört okkar.

 

Líkt og strúturinn sem átti eina sekúndu ólifað með hausinn í sandinum.

En hann gat ekki annað.

Hann gat ekki flúið ógnina, en hann vissulega skóp hana ekki.

 

En við berum fulla ábyrgð.

Stjórnálamenn okkar skópu óöldina, öflin sem fæða þá og fjármagna kosningabaráttu þeirra, þau fjármagna líka hörmungarnar í Sýrlandi.

Það er engin borgarastyrjöld í Sýrlandi, ekki frekar en í Póllandi á sínum tíma, þegar nasistar réðust á landið.  Þá trúði heimst fólk áróðri þeirra, og í dag trúir heimskt fólk sporgöngumönnum þeirra, öflunum sem gera út á hatur  og heift.

 

Erlent fjármagn, erlendir vígamenn, herja á sýrlensku þjóðina.

Í okkar boði, í boð Nató, í boði hins svarta fjármagns.

Sem græðir óendanlega á ólgunni, á upplausninni.

Og lætur ekki staðar numið fyrr en siðmenningin sjálf er undir.

 

Árið er 2016.

Árið sem við þurftum að velja.

 

Velja á milli framtíð barna okkar.

Og þess að ákalla aurinn, að kjósa þá stjórnmálamenn, og þau öfl sem Helið þjóna.

 

Árið er 2016.

Það deyja börn úr vannæringu við bæjardyr okkar.

Og það eina sem kemst að, er að hindra að saklaust fólk fái flúið neyðina.

Eins og okkar góða fólkinu finnist að ekki nógu margir séu vannærðir við dauðans dyr.

 

Árið er 2016.

Fáum því ekki breytt.

 

En við ráðum árinu 2017.

Hvort við veljum aurinn, og þá aur hinna ofurríku, eða hvort við veljum lífið sem ólum,

Lífið, sem við lofuðum að gæta. 

Lofuðum að vernda.

 

Hvað við veljum, veit ég ekki.

Aurinn þarf sína milljarða, vogunarsjóðirnir sem hann Bjarni greyið passar þurfa jú sitt.

Og við kusum jú aurinn til að gæta framtíð barna okkar.

 

Og þó það sé leitt að sjá sveltandi börn, þá finnst þjóðinni líka leitt að sjá sveltandi aur.

Líklegast lokar hún augunum fyrir svona ljótum myndum, og fylkir sjálfa sig um hinn tilbúna raunveruleika Netflix og annarra miðla sem svæfa sjálfið og þrá þess eftir að finna til, að vera lifandi, að þroskast, að vera til.

Og samþykkir skýringar hinna fjármögnuðu að sveltandi börn séu eitthvað sem við getum ekki hindrað, líkt og hlýnun andrúmsloftsins, eða vaxandi ójöfnuð og fátækt í hinum vestrænum samfélögum.

 

Að ef við aðeins lokum augunum nógu lengi, að þá séu þau örugglega horfin þegar við opnum þau næst.

Og örugglega hafa einver lifað af hungrið og vesöldina, þú það lifir jú alltaf einhver af.

Sem staðfestir sakleysi okkar og góðan vilja.

 

Árið er 2016.

Og leiðtogar okkar svelta börn.

 

Þar til yfir líkur.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Börn og fullorðnir svelta í hel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2016

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 26
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 1772
  • Frá upphafi: 1469923

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1510
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband