Stórþjófnaður er stórfrétt.

 

Nema á Íslandi.

Ef stjórnmálamenn, helst ráðherrar, bera ábyrgðina, þá er þagað.

 

520 milljarðar eru miklir peningar, líka hjá stórþjóðum.

Það stelur enginn 520 milljörðum án þess að það sé skrifað um það frétt, og það upplýst að þjófanna sé leitað.

Jafnvel þó stjórnmálamenn, eða vildarvinir þeirra eiga í hlut.

 

Fjármálaráðherra fékk Alþingi til að samþykkja svokallaðan stöðugleikaskatt, sem átti að setja á ofsagróða vogunarsjóði og annarra hrægamma.

Átti að skila tæpum 900 milljörðum að sögn forsætisráðherra á blaðamannafundi sem var haldinn í Hörpu fyrir tæpu ári síðan.

Síðan heyrðist ekkert um þennan skatt, hann var leyndó, og það fréttist af viðræðum fjármálaráðherra við vogunarsjóðina, sem og aðra vildarvini og ættingja sem áttu fjárhagsmuna að gæta.

 

Hugmyndafræðingur viðræðnanna var Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, góðkunningja hinna meintu  skattafórnarlamba stöðugleikaskattsins, frá því að þjóðin varðist fjárkúgun breta og Hollendinga.

Már var fljótur að koma þeim kvitt í loftið að svona miklir fjármunir myndu stórskaða stöðugleikann, sérstaklega væri hættulegt að fá hluta af erlendum gjaldeyriseignum þortabúanna til að mæta útstreymi innlendra króna sem óhjákvæmilegt var að yrði þegar fjármunir þrotabúanna færi úr landi.

 

Og nýr tónn var sleginn.

Það hurfu um 500 milljarðar úr stöðugleikaskattinum og hann var núna kallaður stöðugleikaframlag.

Og allir þegja. 

 

Eða því sem næst.

Einn og einn sjálfstæður maður lætur í sér heyra, en hið keypta vinstri steinþegir.

Fjölmiðlamenn staðfesta böndin sem á þá voru sett í ICEsave deilunni, og það er ljóst að fjármagnið á Alþingi með manni og mús.

 

Stórþjófnaður er ekki stórfrétt á Íslandi.

Hann ber vott um eðlislæga gjafmildi stjórnmálamanna.

 

Hann er Gjöf.

Kveðja að austan.


mbl.is Hvað varð um 520 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2016

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 26
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 1772
  • Frá upphafi: 1469923

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1510
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband