30.1.2016 | 17:34
Annar forsætisráðherra, sama orðræðan.
Jóhanna Sigurðardóttir kvað ICEsave samning Svavars Gestssonar vera nauðsynlega forsendu endurreisnar fjármálakerfisins og þar með endurreisnar efnahagslífsins.
Hann var hagstæður þjóðinni, hann tryggði endurfjármögnun bankanna, flýtti fyrir afnámi gjaldeyrishaftanna, hann kæmi í veg fyrir dómsmál vegna neyðarlaganna, og ekki hvað síst, hann myndi bæta lánsfjárhæfi ríkissjóðs.
Og Jóhanna vitnaði í bankastjóra Seðlabankans, máli sínu til stuðnings.
Morgunblaðið undir ritstjórn Ólafs Stephens, át athugasemdarlaust upp fullyrðingar Jóhönnu.
Morgunblaðið í dag, undir ritstjórn Davíðs Oddssonar, étur líka sömu fullyrðingar, í aðeins öðrum búningi, því það er búið að endurreisa bankakerfið, og tilgangurinn er ekki að borga erlenda fjárkúgun, heldur að gefa vogunarsjóðum 385 milljarða af þegar áætlaðri skattlagningu á skyndigróða þeirra.
Allt er sem sagt orðið eins og var, fjármagnið er fóðrað en almenningur settur á gaddinn.
Þess vegna ætla ég líka að spá því að sömu örlög munu bíða Sjálfstæðisflokksins, og Samfylkingarinnar undir stjórn Jóhönnu.
Flokkurinn mun bíða algjört afhroð í næstu kosningum.
Leyndarhyggjan og orðagjálfrið mun ekki til lengdar ná að fela sannleikann fyrir þjóðinni.
Og þó að vogunarsjóðirnir eigi Alþingi eins og það leggur sig í dag, þá þarf ekki nema einum mælskumanni að langa á þing, og hann mun benda á þá innlendu aðila sem hirða sinn skerf af Gjöfinni miklu frá ríkisstjórn Íslands til hrægamma og vogunarsjóða.
Aðilar sem meðal annars tengjast fjölskylduböndum inní ríkisstjórnina.
Síðan þarf aðeins að setja það á stefnuskrána að þetta fólk verði einu sinni látið sæta ábyrgð. Ekki vinnumennirnir, ekki skúringarkonurnar, heldur þeir sem ábyrgðina bera.
Það má minna á að Ítalir fengu nóg af Kristilegum demókrötum, eftir áratuga spillingu, og lögðu flokkinn niður.
Hvort það verða örlög Sjálfstæðisflokksins, veit ég ekki.
En flokkurinn mun ekki lifa af í núverandi mynd, ef þessi 385 milljarða Gjöf gengur eftir.
Ekki ef orðræða Jóhönnu og allt það pukur sem viðgengst í stjórnartíð hennar, verður látið stýra framgang mála.
Menn komast ekki upp með það að gefa 385 milljarða.
Þarf ekki að ræða það.
Kveðja að austan.
![]() |
Stórmál fyrir lausn á höftunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 30. janúar 2016
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 26
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 1772
- Frá upphafi: 1469923
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1510
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar