Ber Árni hina raunverulegu ábyrgð??

 

Burtséð frá hrokanum sem skín út úr orðum manns sem taldi tekjur ekki þurfa að hamla framkvæmdargleði sína, enda höndlaði hann með annarra manna fé.

 

En stefna Árna lá alltaf fyrir.

Sem og fjárhagsstaða á hverjum tíma, og ríkisútvarpið sá samviskusamlega um að útvarpa.

Samt hlaut hann góða kosningu 2008, og hefði sjálfsagt unnið síðustu kosningar líka hefði ekki komið til klofningur í flokki hans.

 

Staðreyndin er sú að kjósendum Sjálfstæðisflokksins var slétt sama þó Reykjanesbær væri gjaldþrota.

Þeir kusu sinn flokk, sama hvað á gekk.

Ógæfa Reykjanesbæjar er aðeins sú, að þeir eru í meirihluta í byggðarlaginu.

Svo ef einhver á að axla ábyrgð, þá eru það kjósendur flokksins.

 

Ef það er eitthvað réttlæti í heiminum þá ætti þeir að vera skaðabótaskyldir gagnvart þeim minnihluta sem þeir svínuðu á.

En það er ekki svo því meirihlutalýðræði er ekki réttlátt.

Það endurspeglar aðeins skoðanir meirihlutans.

 

Við sjáum þetta í landsmálunum.

Núna þegar Landssalan hin síðari er komin á fullt skrið.

Almannasjóði á að skuldsetja svo hægt sé að greiða út verðlausa froðukrónur til handahafa þeirra, sem flestir eru kenndir við hrægamma.

Hinn almenni sjálfstæðismaður mun verja landssöluna fram í rauðan dauðann.

Og fagna því svo þegar almannafyrirtæki verða einkavædd undir yfirskininu; "grynnkum á skuldum".

Söguleg nauðsyn verður þetta kallað, líkt og kommar kölluðu hungursneyðina í Úkraínu á sínum tíma.

 

Við hin sitjum svo uppi með brúsann, og niðurbrotna almannaþjónustu og úrsérgegna innviði því froðukrónuskuldin mun sjúga til sín allt umframfé.

Hver er réttur okkar gagnvart hinum hundtrygga flokksmanni??

 

Sem er náttúrulega enginn.

En á það að vera svoleiðis um alla framtíð.

Eru stjórnmál aðeins spurning um nóga peninga til að heilaþvo lýðinn???

Mun hið skítuga fjármagn stjórna okkur um aldir og ævi??

Erum við aftur kominn á byrjunarreit fyrir daga lýðréttinda og mannréttinda??

 

Því auðræði, hin algjöru yfirráð hinna örfáu, leiðir alltaf til undirokunar og örbirgðar fjöldans.

Um annað kann sagan engin dæmi.

 

Reykjanes er aðeins upphafið af því sem koma skal.

Því þjóðin telur sig steingelda, sér ekki lífið sem hún þarf að vernda.

Kveðja að austan.


mbl.is „Ég skal bera ábyrgð á þessu öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. mars 2015

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 1470038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband