8.3.2015 | 12:24
Þjóðinni er ætlað að blæða - aflandskrónueigendum að græða
Í guðanna bænum, þið sem eigið börn og barnabörn, þið sem ætlið að eiga heima áfram í þessu landi forfeðra okkar.
Lesið þessa frétt, lesið feisbókarfærslu Lilju, og reynið að skilja rök hennar og þær forsendur sem leiða til orða hennar sem ég gerði að fyrirsögn þessa örpistils.
Sumt á maður ekki að þykjast vita betur.
Sum á maður aðeins að skilja.
Allavega ef maður á líf sem þarf að verja.
Kveðja að austan.
![]() |
Sumir eru jafnari en aðrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.3.2015 | 08:49
Miðaldamenn ógna samfélögum fólks.
Á Íslandi hola þeir innviði samfélagsins svo þeir eru langt komnir með að umbreyta velferðarþjóðfélaginu í postulínsþjóðfélag frjálshyggjunnar.
Í hinum forna heimi Mið-Austur og Austurlanda eyðileggja þeir menningarverðmæti og sprengja fólk og fénað í tætlur.
Á Bandaríkjaþingi mæta þeir með snjóbolta og biblíur og berjast gegn vísindum.
"Afturhvarf mörg ár aftur í tímann" er aðeins byrjun á ferli sem endar á afturhvarfi um margar aldir.
Ef ekkert er að gert.
Ef enginn snýst til varnar.
Kveðja að austan.
![]() |
Afturhvarf mörg ár aftur í tímann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 8. mars 2015
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 1470038
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar