6.3.2015 | 16:26
Hinn göfuglyndi stingur aftur.
Svona ef ske kynni að fyrri rýtingsstunga hafi ekki haft tilætluð áhrif.
Sem sannar að Bjarni er læs, á bókmenntir, sem reyndar er ákaflega sjaldgæft með hans líka úr geira frjálshyggjunnar, en Furstann hefur hann greinilega lesið.
Áður var vitað að hann þekkir til grískra sagna, um harðstjórann sem veitti öðrum harðstjóra lexíu um hvernig hann ætti að halda völdum. Trixið var einfalt, kennslan fólst í göngutúr út á akur með sigð í hendi, og þar var allt kornaxið sem stóð uppúr, afhausað, eða réttara sagt, kúttað niður í sömu hæð og restin. Fræði sem komu skýrt fram í skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra
Í Furstanum er tekið skýrt fram að orð móta ásýnd, ekki gjörðir, og dæmi tekin úr sögu Borgarættarinnar ítölsku.
Þess vegna kemur mærðin fyrst og síðan saltið í sárin, að traust skipti höfuðmáli, og því miður hafi Hanna Birna fyrirgert því trausti.
Kallast svona nett jákvæður stuðningur.
Í anda Borgara.
Hjörðin tekur undir, því það er í eðli hjarðar að fylgja, láta blekkjast, ekki spyrja spurninga, eins og um má lesa í Furstanum.
Spurninga sem Hanna Birna benti réttilega á, "af hverju ætti hún að fórna sinni pólitískri stöðu vegna málefnis einhvers "ómerkilegs" hælisleitanda"?
Eða hvernig stóð á því að fyrrverandi lögreglustjóri í Reykjavík var kominn með nýtt starf í Samfylkingarkerfi Reykjavíkur áður en hann sagði af sér af meintum prinsipp ástæðum?
Spurninga sem blasa við en eru ekki spurðar.
En má lesa um í Furstanum.
"Sett uppið" sem felldi Hönnu Birnu er svo augljóst, vitað var að hún myndi trúa sínu nánasta samstarfsfólki, og hún myndi verja það.
Ljónynjan myndi reyna fá skýringu á því sem hún skildi ekki, hún myndi á einhvern hátt ráðríkjast gegn embættismanninum sem með rannsóknina hafði að gera.
Og þá þurfti aðeins að tryggja, að annar embættismaður, sem reyndar er þekktur fyrir að halda kjafti, þagði til dæmis þegar þingmaður hótaði skattrannsóknarstjóra fangelsisvist ef hann kæmi upp um skattsvikara sem fóðra flokkinn, myndi hefja "algjörlega sjálfstæða rannsókn".
Sem gekk eftir og eftirmálin eru þekkt.
Enginn spyr af hverju aðstoðarmaðurinn sveik og blekkti Hönnu, enginn spyr af hverju allt gekk svo smúthh þegar gröf hennar var grafin.
Hvað fékk hann fyrir, hver var hans umbun?
Og út frá tölfræðilegum líkindum, þá er næstum því útilokað að fleiri séu læsir í forystusveit Sjálfstæðisflokknum, það er þegar sannarlega fannst einn, svo mjög er ólíklegt að Hanna Birna viti að hver gróf hennar gröf, og hrinti henni ofaní þar að auki.
Hvað þá að hún skilji hvað býr að baki hinu meintu göfuglyndi formannsins í hennar garð sem lesa má um í viðtalinu í Frjálsri verslun.
Vöndinn skal kyssa, og skóna skal sleikja.
Slíkt gæti tryggt fyrirgefningu og endurkomu.
Auk þess ávinnings að vera ekki axið sem höggvið er næst. Samanber að sá sem knékrýpur er ekki í áhættuhóp að vera höggvinn, eða í nútímanum, niðurlægður og smækkaður eins og henti þingflokk Sjálfstæðisflokksins.
Valdið er Bjarna, og göfuglyndi hans einnig.
Og sem aðdáandi Furstans, skrifa ég ekki þennan pistil til að gráta Hönnu, hún hjálpaði svo sem til við gröft sinn, heldur til að vekja athygli á hve klassísk rit þessi bók Machiavellis er, og tímalaus að auki.
Ásamt því að vekja athygli á því að ennþá eru lesnar bækur þó frjálshyggjan sem slík telur það algjöran óþarfa, enda lestur hvorki hagkvæmur eða líklegur til að auka tekjumöguleika fólks.
Að samt sem áður lesi formaðurinn, og nýti sér þann lestur sér til framdráttar.
Bókin lifir og á það skal bent.
Bækur fást á bókasöfnum, í bókabúðum, á bókamarkaði, eða heima hjá afa og ömmu.
Hún lifir í lestri okkar, og hún lifir í lifandi dæmum eins og þessi pistill fjallar um.
Dæmisögur, þekking, viska.
Hanna var hvort sem er óttalegur vargur, kvenmaður að auki.
Þess vegna gott viðfangsefni í þá dæmisögu sem lýst var hér að ofan.
Þegar skáldsagan varð raunveruleiki, og raunveruleikinn lygilegri en skáldsagan.
Og er því ekki trúað.
Eins og Borgia benti réttilega á, einn siðlausasti páfi Rómarkirkju, en vinsæll og vel liðinn meðal alþýðu manna.
Vissi sínu viti.
Og er ekki einn um það.
Kveðja að austan.
![]() |
Gerir ráð fyrir endurkomu Hönnu Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.3.2015 | 12:56
Loksins, loksins ratar satt orð af munni.
Formanns Félags Múslima á Íslandi.
Það er rangt að kalla þá fasista sem eru ekki fasistar.
Saudar er ekki frekar fasistar en Ivar grimmi, Genghis Kahn, eða Lúðvík 14, svo ég nefni til nokkra stjórnsama samtímamenn þeirra.
Fasismi er stjórnmálastefna sem þróaðist á 20. öldinni, út frá ákveðnum straumum í pólitískri gerjun 19. aldar.
Þess vegna geta miðaldamenn aldrei verið fasistar, þó ákveðin líkindi megi finna með stjórnarháttum þeirra og þess sem einkennir fasismann.
Quinn keisari var ekki kommúnisti, þó alræði hans og ofríki væru mjög í anda Stalíns, enda þó nokkuð margar aldir á milli, og Quinn kom á undan. Frekar má segja að Stalín hafi verið Quin-isti, og ef menn vilja halda áfram með svona samanburð milli ólíkra tímaskeiða, þá má segja að fasistar hafi verið Islamistar, sökum stjórnarhátta þeirra og ofríkis.
En marklaus samanburður, líkindi eru ekki það sama og að vera eins, við erum ekki fílar þó við séum með fjórar fætur.
Prik fyrir formanninn að leiðrétta Salman, en óþarfi í framhaldinu að skítyrðast út í hann, þó hann hafi vogað sér að benda á hið augljósa.
Að enginn siðaður maður kemur nálægt Saudum, eða þiggur af þeim fé.
Það gera menn samseka kúgun og algjörum viðbjóði.
Samsekt sem formaður Félags múslima á Íslandi er svag fyrir.
Annað prik fær formaðurinn fyrir að leiðrétta lygar sínar frá því í gær, þegar hann kom ofan af hærri fjöllum en Steingrímur þegar hann afneitaði eftirlaunafrumvarpinu sem hann samdi með Davíð Oddssyni, hann játar núna að þreifingar hafi átt sér stað.
Að gjöf Sauda hafi ekki komið eins og þruman úr heiðskíru lofti, beðið hafi verið um peninga, og meira að segja búið að fá samþykki fyrir þá innspýtingu í íslenskt efnahagslíf.
Sem aftur vekur upp spurningu, hví í fjandanum kannaðist hann ekki við það í gær.
En batnandi manni er best að lifa.
Vonandi verður framhald þar á.
Kveðja að austan.
![]() |
Rangt að kalla menn fasista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2015 | 08:51
Jæja, nú eru Saudarnir alltí einu orðnir ljótu kallarnir.
Svo sem löngu tímabært að einhver innvígður kveði upp um það.
Þó það væri ekki nema vegna þess að miðaldamenn eru tímaskekkja í nútíma.
Næsta rökrétta skrefið er að krefjast þess að vestrænum moskum sem reistar hafa verið fyrir Saudískt fjármagn, verði lokað, og kennimenn þeirra séu sendir heim til sín.
Það er nefnilega mikill misskilningur að þó tímatal múslima gefi upp einhverja miðaldadagsetningu, að þá sé Islam miðaldatrú og Íslamistar hafi rétt á að endurreisa hinu fornu miðaldir í vestrænum samfélögum.
Islam hefur þróast eins og kristin trú og aðlagast nútímanum ákaflega vel, kannski mega reyndar síðustu tvö orðin vera innan gæsalappa.
Islam glímir hins vegar við öfgastefnur, alveg eins og kristin trú, og líkt og auðmenn fjármagna trúarofstækismenn í Bandaríkjunum, þá fjármagna Saudar öfga innan Islams, og þar sem Saudarnir eru þeir einu sem fjármagna útþenslu Islams, þá er ásýnd hennar öfgafull, forneskjuleg, og í andstöðu við alla nútímahugsun.
Og alveg tímabært að horfast í augu við það, og alveg tímabært að orða þau sannindi sem Salmann Tamimi á heiður skilið fyrir að orða.
Nema Saudi Arabia er ekki fasistaríki, því fasisminn er afsprengi nútímans, en Saudar hafa aldrei komist svo langt. Hjá þeim er nefnilega árið 1436, ekki samkvæmt tímatali múslima heldur eftir gregoríanska tímatalinu. Þeir hafa ekki þróast í 600 ár.
Vona samt að Salmann fái ekki kárínur fyrir, en ef svo er, þá er hugsanlegt hvort ekki mætti samnýta gæsluna með öðrum Salman, og spara þannig pening skattborgaranna.
En þetta var ekki tilefni þessa pistils, þó puttarnir hafi tekið völdin og vilja þakka það sem þakkarvert er hjá hugrökkum manni að slá á höndina sem fæðir, mættu fleiri taka upp þá iðju.
Heldur var ástæðan gárungaskapur því fyrsta hugsun mín var þegar ég las þessi orð, var hvenær verður það sagt um ríki Hamas á Gasasvæðinu.
Miðaldamenn, fjármagnaðir af Saudum, engu skárri en rótin sem nærir þá.
Hvenær verður sagt satt um þá líka??
Kallar ekki einn sannleikur á annan?
Kveðja að austan.
![]() |
Þiggja ekki gjafir fasistaríkis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 6. mars 2015
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 1470038
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar