22.3.2015 | 19:53
Hvað fór svona fyrir brjóstið á Sigríði Ingibjörgu?
Hélt hún að hún kæmist upp með launsátur sitt??
Að hún gæti vængstýft formann flokksins svo að hann er aðhlátursefni á eftir, án þess að enginn segði neitt??
Að hún gæti stórskaðað flokk sinn á tímum mikillar ólgu og upplausnar í íslenskum stjórnmálum, án þess að það yrðu eftirmálar??
Hélt hún að það dygði að segja eftirá, "ég styð formann minn og núna er flokkurinn klár í hörkusókn", og þá félli allt í ljúfa löð??
Ef svo er þá staðfestir hún endanlega hinn harða dóm sem Ingibjörg Sólrún felldi yfir henni að hún væri ekki klækjastjórnmálamaður.
Sem er það eina sem gæti skýrt þessa aðför Sigríðar að Árna Pál.
Blindur metnaður og óforskömmuð valdagræðgi.
Sigríður skildi nefnilega sneiðina.
Því ef hún er ekki klækjastjórnmálamaður, þá er ekkert millistig í svona atburðarrás en að hún sé dúkkulísa sem kaldrifjaðir menn hafa teflt fram gegn Árna Pál til að eyðileggja formannsferil hans.
Svona sæt, huggulega kona sem hefur það sér helst til ágætis að vera vel máli farinn eins og einn orðaði það hér í netheimum.
Að mínum dómi staðfesti Sigríður Ingibjörg það í útvarpsviðtali þar sem hún gat ekki tjáð fréttamann neina þá ástæðu að hún færi fram gegn Árna en þá að hún hefði fengið fjölda áskorana og það væri lag því flokkurinn hefði komið illa út í nýlegri skoðanakönnun. Eins og hún væri sögupersóna í lélegum ljóskubrandara.
Og greinilega hafa fleiri hugsað sem svo því Ingibjörg Sólrún skóf ekki utan af gagnrýni sinni, þó undir gagnsærri rós væri.
Það er rétt hjá Sigríði Ingibjörgu að íhuga stöðu sína, og þá ekki út frá sármóðgun hinnar vitgrönnu ljósku.
Hún lét auðtengsl flokksins misnota sig, lét spila á hégóma sinn.
Hún tapaði, stórskaðaði flokkinn og gekk algjörlega frá æru sinni. Eða hver vill velja milli þess að vera klækjastjórnmálamaður eða dúkkulísa??
Einhvern veginn er það liðin tíð að stjórnmálamenn komist upp með að axla ekki ábyrgð á stórfelldum axarsköftum sínum.
Þess vegna er Hanna Birna fyrrverandi innanríkisráðherra, og bráðum fyrrverandi þingmaður því hún virðist ekki hafa kjarkinn til að feisa samþingmenn sína. Hvorki innan flokks eða utan.
Og Samfylkingin er ákaflega aumur flokkur ef hún gerir ekki upp við Sigríði, lætur hana taka ábyrgð gjörða sinna. Jafnvel aumari en formaður sinn sem hefur nýtt daginn til að mjálma í von að einhver klóri honum.
Svo má vissulega samt vera, að allir taki þykjustuleik á alvarleik málsins, sópi því undir teppið, og treysti á að brátt leiki annar flokkur enn stærri afleik.
Eftir stendur samt aumur flokkur, leiddur af kjarklausum formanni, sem er aðhlátursefni dagsins í dag.
Þjáður af innri deilum og óuppgerðum málum.
Hver styður svoleiðis flokk??
Hver vill vera í svoleiðis flokki??
Fáir??, engir??
Erfitt að svara, hvort svarið er líklegra, en ljóst er að orðið "margir", kemur ekki upp í hugann, nema hugsanlega hjá þeim sem álíta kjósendur flokksins fólk sem endalaust er hægt að fífla.
Það er nefnilega ekki valkostur í stöðunni.
Ef Árna skortir kjark, þá þarf flokkurinn að sýna kjark.
Bæði að gera upp við auðtengslin sem stóðu að baki framboði Sigríði Ingibjargar, sem og að losa sig við formann sem hafði ekki manndóm til að taka á móti vegendum launsátursins.
Hvað sem sagt er um íslensku þjóðina, þá líkar henni ekki við gungur.
Það held ég að skýri pistil Ingibjörgu Sólrúnu.
Ekkert kjaftæði lengur, takk fyrir.
Við fáum ekkert annað tækifæri.
Kveðja að austan.
![]() |
Segist íhuga stöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2015 | 17:37
Bætist kjarkleysi við athlægið??
Eða er Árni Páll að reyna að toppa Sesar sem fannst það mest fréttnæmt á banastund sinni að Brútus vinur hans skyldi hafa rekið rýtinginn á bak sitt?
Að segja um manneskju sem vegur hann úr pólitísku launsátri að hún sé góður félagi.
Sem má í raun og veru alveg vera, var ekki Ríkharður II náfrændi litlu prinsanna sem hann lét myrða svo hann gæti krýnt sjálfan sig Englandskonung. Skyldu drengirnir hafa sagt eitthvað svipað á banastund sinni, "hann var nú góður frændi hann Ríkharður morðingi okkar?".
Það er sök sér að mæta samblæstri auðtengsla flokksins, og hafa ekki kjark til að mæta þeim öflum, vel má vera að Árni hafa ekkert í þau öfl að gera.
En að mæta eins og barður rakki í viðtal, og taka að mæra þann sem hélt á rýtingnum, svona svo það sé öruggt að athlægið haldi áfram meðan formannstíðin varir, sem reyndar verður mjög stutt úr þessu, það er eitthvað sem karlmenn gera ekki.
Reyndar ekki kerlingar heldur.
Bukharin (einn af nánustu samstarfsmönnum Leníns og Stalín lét taka af lífi eftir fræg skríparéttarhöld kennd við Moskvu) hafði það reyndar sér til afsökunar þegar hann úthúðaði sjálfum sér og lofsamaði Stalín, að pyntingar eru ekki mjög skemmtilegar til lengdar, og fyrst að það átti á annað borð að skjóta hann, þá var eins gott að skemmta skrattanum til að losna við frekari óþægindi.
En hver er afsökun Árna Páls.
Athlægi, þarf stöðugt að líta yfir öxl til að forðast frekari rýtingsstungur, samt reynir hann að láta eins og ekkert hafi gerst. Þetta hafi frekar verið svona eins og kosning í sóknarnefnd, milli gamalla æskufélaga.
Skynjar hann ekki að fólk er búið að fá nóg af svona bulli, að hlutirnir eru sífellt kallaðir öðrum nöfnum en þeir eru.
Að stanslaust er logið, stanslaust er talað þvert gegn huga sér.
Að vitsmunum þess sé stanslaust misboðið.
Hvað hindrar hann í að sýna manndóm og segja satt.
Segja tæpitungulaust hvað honum býr í huga, og útskýra fyrir flokksmönnum og kjósendum flokksins af hverju svona vinnubrögð launsátursmanna í þjónustu auðtengsla séu ekki bara skaðleg fyrir sitjandi formann, heldur sjálfseyðandi fyrir flokkinn.
Að svona geri aðeins fólk sem rær á mið eiginhagsmuna, ekki flokkshagsmuna.
Fólk skálmaldar og óaldar.
Já, aumingja Árni Páll.
Svei attan.
Þetta kallar maður að pissa í skóna sína.
Kveðja að austan.
![]() |
Sigríður Ingibjörg góður félagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 22. mars 2015
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 1470038
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar