20.3.2015 | 21:59
Árna Páli varð á að tjá efa.
Um dásemd Evrópusambandsins.
Að mál hefðu ekki alveg æxlast þar eins og hann og fleiri höfðu gert sér vonir um.
Afhjúpaði að hann er hvorki blindur eða heimskur.
Það er enginn hagvöxtur í Evrópusambandinu.
Evrunni er haldið á floti með gígantískri peningaprentun Evrópska seðlabankans.
Kostnaðinn við fjármálakreppuna 2008 var alfarið komið á almenning, og þá sérstaklega á tekjulægri hópa þeirra ríkja sem áttu í fjárhagserfiðleikum. Til dæmis féll þjóðarframleiðsla Íra rétt um 5% en tekjurýrnun hinna tekjulægstu var um 30%.
Evrópusambandið er ófært um að takast á við sín innri vandamál, stuðningur við sambandið meðal almennra borgar mælist vart, aðeins megastuðningur peningastétta, ásamt íhlutum þeirra, skýrir að sambandið mælist ennþá með um 30% stuðning að meðaltali í aðildarríkjum sambandsins.
Og Árna Páli varð á að efast.
Sem hann átti aldrei að gera.
Auðtengsl flokksins, þau sem þjóna þeim sem eiga allt undir að froðukrónan verði greidd út beinhörðum gjaldeyri, blésu til samblásturs gegn Árna.
Dugði ekki til að Árni tæki Galíleo fram í setningarræðu sinni, Galíleo tuldraði aðeins þegar hann gekk út að jörðin væri víst hnöttótt, Árni Páll hélt langa ræðu gegn sínum eigin efasemdum, lofsöng evruna líkt og hann væri að tjá sig um góða heilsu Leonid Bresnjev á síðasta aðalfundi sovéska kommúnistaflokksins sem Bresnejev var sagður sitja. En seinna kom í ljós að hann hafði verið látinn í nokkrar vikur. Það er allt nema það sem hægt var að halda gangandi með stöðugum blóðdælingum.
Auðtengsl flokksins buðu fram Sigríði, sem enginn veit hver er, það er nema við sérstakir áhugamenn um ICEsave fjárkúgun breta. Sigríður þessi, sem ég get svarið að mamma hennar veit hvers dóttir hún er, vann sér það til frægðar að telja fjárkúgunina vera fjárkúgun, en við ættum samt að borga. Frægð vegna þess að eiginlega allir hinir sem tjáðu sig í Samfylkingunni töluðum um skuld þjóðarinnar við breta og Hollendinga.
Skammvinn frægð, en tjáir samt ákveðinn heiðarleika.
Sem líklegast útskýrir afhverju auðtengslin völdu hana. Hún gat hugsanlega ógnað Árna, án þess að hafa nokkurn tímann tjáð sig eitt eða neitt um málefni líðandi stundar, haft skoðanir á vandamálum þjóðarinnar, eða hefði nokkuð að segja sem gæti snúið fylgistapi Samfylkingarinnar við.
Því hún átti bara að ógna, ekki sigra.
Kenna lexíu, ná fram auðmýkt.
Varanlegri auðmýkt.
"Þarf að vanda mig" segir Árni.
Niðurlægður, auðmýktur.
Hann mun ekki tjá efa.
Hann mun aðeins vitna.
Líkt og samverkamenn Leníns gerðu í Moskvuréttarhöldunum frægu eftir að þeir höfðu sætt pyntingum.
Það dugði hinum trúuðu þá.
Og vitnun Árna mun duga hinum trúuðu í dag.
Lexía dagsins;
Þú skalt ekki efast þegar efinn gengur gegn vogunarsjóðum.
Útsendarar þeirra og böðlar (economic Hit man) kunna sitt fag.
Spyrjið bara Árna.
Kveðja að austan.
![]() |
Þarf að vanda mig í framhaldinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2015 | 17:51
Hvor áróðurinn er ómerkilegri??
Sá sem fordæmir tilvistarkreppu tómhyggjunnar sem lýsir sér í firringu ungra kvenna sem sækja í karlahatur Íslamlista.
Eða fullyrðir að Saudi Arabar séu í andstæðingahóp Ríkis Íslams.
Ef það er jafntefli, þá má nefna hugsanlegan kandídat, sú áróðursmaskína sem firrti Sauda ábyrgð á árásunum á Tvíburaturnana, en skellti skuldinni á óvin Íslamista númer eitt, Saddam Hussein.
Sem aftur vekur spurningu um tengsl bandaríska hægriöfgamanna, það er þeirra sem frýjuðu Sauda ábyrgð því þeir þurftu að greiða götu öfgamanna í Írak, við Íslamista.
Af hverju var óvinum Íslamista vikið úr vegi??
Af hverju spratt Ríki Íslam, fullskapað og fjármagnað uppúr stjórnleysi borgarstyrjalda Sýrlands og Íraks??
Af hverju komast Saudar upp með að fjármagna miðaldahyggju, sem aftur leiðir til morða og hryðjuverka??
Svo maður líti nær, af hverju tekur Mogginn endalaust undir áróður hægri öfgamanna, hvort sem það er í loftslagsmálum, eða þegar viðkemur kattarþvotti á tengslum Sauda við Íslamista??
Af hverju réttlætti blaðið stríðsglæpi þeirra Bush og Blair í Írak, með tilvísun í uppdiktaðar sögur af gjöreyðingarvopnaeign Saddams??
Eru Moggamenn svona heimskir??
Eða eiga þeir samhljóm með öfugum og morðum þeim tengdum???
Því þú styður ekki bandaríska hægriöfgamenn án þess að styðja þann viðbjóð sem lýst er í þessari frétt.
Eða eyðingu siðmenningarinnar í þágu ofsagróða kolefnaiðnaðarins.
Stúlkurnar sem lýst er í þessari frétt, eru velmeinandi fávitar.
Vita ekki betur, styðja það sem mun ætíð kúga þær og halda í myrkri fáfræði og fordæðu.
En hver er afsökun nútímamannsins sem skrifar svona frétt og frýjar Sauda ábyrgð.
Sem afsakar áróður hægriöfgamanna út í eitt??
Hvort sem það er í loftslagsmálum eða ábyrgðina á hryllingnum í Mið Austurlöndum.
Hver er afsökun þess sem á að vita betur??
Monný eða forheimska??
Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja að austan.
![]() |
Stórhættulegur áróður á Twitter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2015 | 16:22
Frjálshyggjan er lúser.
Ha, ha, ha.
Hagsmunir heildarinnar teknir fram yfir hagsmuni hinna örfáu.
Sem raka meðal annars inn ofsagróða vegna eiturframleiðslu.
Og láta sem lífríkið á morgun varði okkur ekki neitt.
Til hamingju Frakkar.
Og megi fleiri fá slíkar hamingjuóskir.
Til dæmis Íslendingar.
Þegar ásókn vogunarsjóðanna verður stöðvuð.
Kveðja að austan.
![]() |
Minnsta hunangsframleiðsla í tvo áratugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 20. mars 2015
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 1470038
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar