12.3.2015 | 20:20
Kári er kurteis maður.
Hver eru rök Vilhjálms og félaga??
Samkvæmt útvarpsviðtali á Rás 2.
"Ríkið notar skattfé til að fjármagna lager í áfengisverslunum á landsbyggðinni".
"Skattfé almennings notað til að jafna út áfengisverð á landsbyggðinni".
"Skattfé sem má nota í brýn samfélagsleg verkefni eins og heilbrigðisþjónustu eða samgöngur".
Svipuð rök eins og að halda því fram að Þorsteinn Már kaupi togara handa Samherja fyrir heimilispeninga sína.
Algjörlega horft framhjá að kostnaður versus hagnaður, ákveður afkomu fyrirtækja, og frá því að elstu menn muna þá hefur ÁTVR greitt arð í ríkissjóð.
Svona fávitarök segja allt sem segja þarf um andlegt atgervi viðkomandi, sem og þá sem gleypa við þeim athugasemdarlaust.
Kári Stefánsson viðhafði ekki ummæli sín að ástæðulausu, en hann er kurteis maður, og reyndi því að draga úr.
Eitthvað sem viðkomandi þingmaður áttar sig ekki á.
Og því miður er þetta ekki undantekning í Sjálfstæðisflokknum.
Kveðja að austan.
![]() |
Ummælin dæma hann frekar en mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 12. mars 2015
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 1470038
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar