5.2.2015 | 20:42
Grikkir eru ekki sjálfstætt ríki.
Og óþarfi að ítreka þá lygi.
Eða endurróma vælið um að Evrópa sé svo vond við þá.
Grikkir gáfu upp sjálfstæði sitt þegar þeir tóku upp evru.
Og á meðan þeir hafa evruna, þá lúta þeir stjórn Evrópska seðlabankans.
Hver sem hvatinn er að baki þessu væli, líkt og hægt sé að kjósa sig frá afborgunum á hinu evrópska skuldabréfi, þá er óþarfi að skrumskæla raunveruleikann að hætti kommúnískra blaðamennsku, líkt og Sovétið sé ennþá meðal vor.
Og að Mogginn heiti Euro-Pravda.
Og birti fréttir af grenjandi Grikkjum í bónarleiðangri um skuldaniðurfellingu.
Grikkir kusu evruna, og þar með kusu þeir yfirráð Brussel, og þrældóm hinnar evrópsku myntar.
Vælið í þeim er líkt og það væl að gráta yfir gjalddaga Snufflána, eins og að hægt sé að eyða peningum, en ekki að standa við afborgunina.
Sem er eins og hjá snuff-framleiðindum, "ekki taka tvö", og óþarfi að ræða það meir.
Nema ef Marta Smarta hefur tekið yfir fréttaflutning Mbl.is, og bindisleysið og leðurjakkinn sé frétt í sjálfu sér.
Sem er frétt, þó ekki sé hún stór, eða merkileg ef raunveruleikinn en ekki sýndin stjórni fréttamati Moggans.
En að skálda fyrirsögn, eins og gert er í þessum pistli, að Seðlabanki ESB hafi snúið baki við Grikkjum, þegar þeir neita að borga.
Það er ófrétt, og í mesta lagi á heima á bloggi Heimssýnar.
Þræðir þess bloggs liggja jú til Brussel.
Og fjórða ríkið á það sameiginlegt með þriðja ríkinu, að geta ekki höndlað sannleikann.
Hvað þá áróðursmaskínur þess.
En Mogginn???
Undir stjórn Davíðs????
Þetta er eins og úldinn hákarl.
Ekki kæstur.
Ekki ætur.
En vísar í minnið um það sem var, í minningunni um góðan mat.
Um fréttamennsku þegar Styrmir var og hét.
Og öllu var ekki stjórnað frá Brussel.
Kveðja að austan.
![]() |
Seðlabankinn snýr baki við Grikkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2015 | 20:20
Mogginn á heiður skilið.
Fyrir góðan fréttaflutning.
Þar sem kattarþvottur ógæfumanna sem kenna sig við stjórnmál, fær ekki athygli.
Heldur staðreyndir málsins.
Sem eru mjög einfaldar.
Gott kerfi var eyðilagt vegna auragræðgi.
Það fyndna er að sú auðn er í boði Gnarrista.
Og óþarfi að þegja yfir því.
Kveðja að austan.
![]() |
Við erum gríðarlega ósátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2015 | 18:33
Hvað var þetta með ferðaþjónustu fatlaða??
Virkaði hún ekki??
Var verið að gleyma fólki í fyrra eða hittifyrra??
Eða þar áður??
Eða eyðilagði frjálshyggjan það sem virkaði vel??
Til að spara pening, til að reka það fólk sem sinnti starfi sínu vel
Það kallast raðmorð þegar sama morðið er endurtekið aftur og aftur.
En á Íslandi er blaðamenn svo tómir, að þeir sjá hið endurtekna atferli.
Búa til svona frétt.
Finna dólg þegar glæpurinn liggur hjá hugmyndafræðinni.
Sem er að eyða því sem vel er gert.
Og benda ekki á fíflin sem ábyrgðina bera.
Og samviska þjóðarinnar þegir, því ekki er hægt að hengja glæpinn á frjálshyggju Valhallar.
Líkt og hún þagði þegar brotin voru framin af félaga Stalín.
Og þegir í dag þegar glæpir evrunnar koma til tals.
Þess vegna þjást fatlaðir, ekki vegna þess að öllum sé ekki sama, heldur vegna þess að engum er að kenna.
Eða hver gagnrýnir Gnarrinn og það skrípi sem óx út af tómhyggju hans??
Ég bara spyr?
Og spyr af hverju hinir sjálfskipuðu gagnrýnendur þegja.
Vissulega eru þetta íhaldsmenn, sem fyllast heilagri vandlætingu, en líkt og kommarnir forðum, þá er hneykslun þeirra bundin við að þeirra menn sáu ekki um glæpinn.
Ísfirðingurinn fékk ekki atkvæði til að gera það sem hin Bjarta framtíð geri í dag.
Sem aftur vísar í löstinn stóra, afbrýðissemi.
Sem skýrir fjölda blogga við þessa frétt.
Að Dagur gerði sem Halldór átti að gera.
Að leggja í auðn sem hægt var að bjóða út.
Og vitgrannir fjölmiðlamenn vitna í Dag, og þeir vitna í Halldór.
En enginn spyr af hverju???
Því þá væru þeir ekki vitgrannir.
Héldu ekki vinnunni.
Og engum væri um að kenna.
Og bloggið þegði.
En glöpin væru þau sömu.
Þau heyrðust bara ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Mál Ólafar kornið sem fyllti mælinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 5. febrúar 2015
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar