5.11.2015 | 19:32
Þjónninn þjónar.
Og passar uppá að ekki króna sem á bakhjarl í raunverulegum verðmætum, komi í ríkiskassann.
Er fólk ekki farið að kveikja á hinni æpandi þögn??
Sáttinni miklu, bræðralaginu eina milli áður stríðandi fylkinga??
Hvað skýrir þessa þögn??
Hvað skýrir þessa samkennd??
Og aðgerðarleysi okkar á meðan þjónarnir þjóna.
Kveðja að austan.
![]() |
Fái nauðasamning fyrir áramót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2015 | 16:45
"Háir vextir væru nauðsynlegir þegar höftum verður aflétt."
Er boðskapur þjóna fjármagnsins.
En af hverju er það svo???
Af hverju þarf einstaklingurinn og fyrirtæki hans að bera kostnaðinn við fjármalbrask og spákaupmennsku??
Búum við ekki í lýðræðisríki þar sem atkvæði hinna örfáu eru aðeins brotabrot af atkvæðum fjöldans??
Hvers vegna erum við þá rænd í dagsljósinu, fyrir opnum tjöldum??
Háir vextir eru ekki náttúrulögmál.
Þeir eru mannanna verk, og þjóna aðeins hinum örfáu.
Gleymum því aldrei.
Kveðja að austan.
![]() |
Már: Sitjum á viljugum fola |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.11.2015 | 14:42
Fávitavæðing frjálshyggjunnar nær nýjum hæðum.
Í bandarískum stjórnmálum.
Ekki að bullið sé nýtt, það hefur aldrei áður hlotið svona mikinn hljómgrunn.
Aldrei komist á toppinn skoðanakönnunum fyrr.
Ekki það að sagan sé ný, forheimskan gekk frá vöggu lýðræðisins í Aþenu forðum daga.
En í dag er þetta ekki fyndið, ógnirnar sem steðja að framtíð barna okkar er það alvarleg, að kostun auðsins á fávitum í bandarískum stjórnmálum er grafalvarlegt mál.
Í annarri frétt hér á Mbl.is er fjallað um nornaveiðar þeirra gagnvart vísindamönnum sem voga sér að fara gegn hagsmunum kolefnaiðnaðarins i loftslagsmálum;
"Um miðjan október notaði vísindanefndin, sem repúblikaninn Lamar Smith frá Texas veitir formennsku, nýfengnar heimildir til að gefa út stefnur til að krefja haf- og loftslagsstofnunina NOAA um gögn sem ná yfir sjö ára tímabil sem tengjast loftslagsathugunum stofnunarinnar. Stofnunin hefur neitað að verða við því. Tilefnið er rannsókn sem birtist í vísindatímaritinu Science í sumar en niðurstöður hennar bentu til þess að hlé á hnattrænni hlýnun síðustu tvo áratugi sem kenningar hafa verið um hafi í raun ekki átt sér stað. Hlýnun jarðar hafi verið nánast sú sama á hverjum áratug frá miðri síðustu öld. Við rannsóknina leiðréttu vísindamenn NOAA meðal annars þekktar kerfislægar skekkjur í mælingum á hitastigi."
Sannleikann á að þagga niður með öllum ráðum.
Líkt og tóbaksiðnaðurinn gerði í svo mörg ár varðandi skaðsemi reykinga.
Nema núna er ekki líf reykingarmanna í húfi, heldur sjálf framtíð okkar hér á jörðu.
Bandaríkin eru það áhrifamikil í hinum vestræna heimi að það er ekki hægt að hundsa þessa fávitavæðingu.
Hún snertir okkur öll.
Og ekki hvað síst, þá er hún smitandi, það sem auðnum tekst þar, er líka reynt hjá okkur.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert eyland.
Gleymum því ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Pýramídarnir korngeymslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2015 | 12:12
Kerfið ákærir fórnarlambið.
Til að réttlæta niðurskurðinn, frjálshyggjuna.
Eyðingu fjármagns á innviðum samfélagsins.
Undirmönnun, óhóflegt vinnuálag.
Er aðeins ávísun á mistök, og sum mistök hafa alvarlegar afleiðingar.
Snatar kerfisins bregðast við kalli húsbónda síns og ákæra, fá umbun, fá hærri laun.
En Dante veit nákvæmlega hvert þeirra endurgjald verður þegar æðri dómur dæmir.
Spurningin er aðeins hvort dómararnir séu samsekir frjálshyggjunni, samdauna eyðingu fjármagns á innviðum samfélagsins.
Spurninguna um samkennd meðal hjúkrunarfólks hefur þegar verið svarað.
Fórnarlambið er berskjaldað gagnvart Snötum fjármagnsins.
Og niðurskurðurinn gengur á meðan starfsfólk sættir sig við undirmönnun, sættir sig við óhóflegt vinnuálag.
Starfsmaður í dag, fórnarlamb á morgun.
Einföld tenging sem hvarflar að fáum.
Á meðan er dansað í Hruna.
Kveðja að austan.
![]() |
Ræðan ekki í samræmi við ákæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 5. nóvember 2015
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 529
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 455
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar