9.1.2015 | 17:24
Pólitískur rétttrúnaður á sér ýmsar myndir.
Við fengum fréttir frá Frakklandi í fyrradag og Saudi Arabíu í dag.
Þöggunin fer eftir aðstæðum hverju sinni.
Það sem við föttum ekki á Íslandi er að við upplifum þessa þöggun á hverjum degi.
Ef þú vogar þér að efast um hinn pólitíska rétttrúnað þá ertu fleginn lifandi í gegnum netmiðla, á bloggsíðum, í athugasemdarkerfum, og ef þú hefur eitthvað að segja þá getur þú náð svo langt að vera níddur niður í kostuðu skrípi frá áróðursskrifstofu ESB, sem kallað er áramótaskaup.
Markmiðið er þöggun um það sem er að gerast í heiminum í dag.
Miðaldavæðing öfgaafla, hvort sem þau eiga sér rætur í hægri öfgum USA, eða Saudi Arabískum ofsatrúnaði.
Hatur og heift er "Inn" hjá hinum jákvæðum velviljuðu ofsalegu réttsýnu Vesturlandabúum, þeir eru fylgjendur hommahatri, kvennakúgun, grýtingu, eða hengingum á almannafæri.
Að því gefnu að múslímar eigi einhverjar tengingu við slíka voðaverknaði.
Eins fá morð og limlestingar í bandarískum fangelsum topp tíu einkunn á spjallasíðum hægri fólks, og ekki er verra að eitt og eitt brúðkaup hafi verið sprengt í loft í löndum eins og Jemen, Pakistan, að ég tali ekki um hjá hinum "réttdræpa" skríl í Afganistan.
Helgi mannslífa nær ekki yfir slíkt fólk.
Og þeir sem leyfa sér að efast, hvað þá að spyrja, upplifa sameiningu hinna tveggja póla.
Þegiðu, eða hafðu verra af.
Saudarnir eru þó heiðarlegastir, þeir viðurkenna þó að þeir séu miðaldamenn.
Vesalingarnir í Frakklandi, eru sporgöngumenn þeirra.
Hvort ICEsave þjófahyskið, og þá miða ég við íslenskan raunveruleika, eða þeir sem eru svo barðir, að þeir tala um að bjóða hinn vangann gegn ofbeldi þöggunarsinna, eru aumkunarverðari, og þá vegna hræsni sinnar og yfirdrepsskapar, veit ég ekki.
Það er erfitt að greina á milli þeirra sem kjósa sér skítahaug aumingjaskaparins sér til búsetu.
Ógnarvald auðs og sérhyggju gerir þar engan greinarmun á.
Viljugir þjónar eru alltaf jafn réttháir.
Fórnarlömbin eru börnin okkar og framtíð þeirra.
Þau líða fyrir þann aumingjaskap okkar að láta óhroðann yfir okkur ganga.
Að við skriðum þegar við áttum að standa.
Sárara en það sem sárt er að maðurinn sem rétttrúnaðurinn hataði framar öllu, Stephane Charbonner vegna þess að hann kaus að ganga í stað þess að skríða, hann útskýrði afstöðu sína með því að hann væri ókvæntur og barnslaus.
Eins og aumingjaskapurinn væri bein afleiðing þess að eiga líf sem þarf að vernda.
Sárt vegna þess að þetta er alveg rétt.
Veruleiki íslenskra stjórnmála sannar það.
Það var ekki bara fjórflokkurinn sem seldi sig. Fólkið á móti stóð á torgum og reyndi allt til að yfirbjóða hina gömlu valdaflokka. Þráin eftir silfrinu yfirskyggði allt.
Þar á meðal eðlishvöt mannsins að rétta úr sér, sem skildi hann frá mannapanum fyrir árþúsundum síðan.
Og það þurfti barnlausan mann til að skilja þá eðlishvöt.
Bloggari í Saudi Arabíu skildi það líka, og galt fyrir með húð sinni.
Keyptur böðull sá um það verk.
Líkt og sá keypti á Íslandi, sem reyndar notar ekki svipu úr nautsleðri, heldur meitlaða úr orðum á ljósvökum auðþjófa og prentuðum miðlum þeirra.
Og eiga það sammerkt böðlarnir að gráta þá sem dóu í París.
Reyndar krókódílatárum, en tárum engu að síður.
Táknrænt því þeir sem skríða fyrir svipum hins pólitíska rétttrúnaðar, þeir eru ofboðslega hræddir við valdið, krókódíla þess, en fyrst og síðast þá dreymir þá um silfrið sem þeim áskotnast sem skara fram í skriði og undirlægjuhætti.
Og kyngja því öllu, láta bjóða sér hvað sem er.
Þess vegna á hinn pólitíski rétttrúnaður sér hinar ýmsu myndir.
Í anda nútíma markaðsvæðingar þá sérhæfir hann sig að þörfum hvers og eins.
"Hvað þarftu til að skríða, til að þú skríðir??".
Og eins og sannir neytendur þá svörum við því sem við teljum réttast til að auðvelda okkur skriðið.
Járnfrúin sagði að það væri ekki til "no such thing as a society", og var barn síns tíma, hún sá ekki fyrir þann veruleika að það væri ekki til "no such thing as a future of our kids".
Að fólk þyrfti að vera barnlaust til að standa í lappirnar gegn kúgun og ofríki miðaldamanna, hvort sem þeir vilja arðræna okkur líkt og var gert á lénstímanum, eða móta samfélag okkar eftir árþúsunda gömlum siðareglum löngu útdauðra samfélaga.
Hvort sem það er gegn frjálshyggjunni, eða miðaldahyggju íslamista.
Silfur og þras.
Ef þessar grunnþarfir eru uppfylltar.
Þá who fuckings care the children.
Saudarnir eru ekki verstir.
Hinn raunverulegi vandi er miklu nær en við viljum viðurkenna.
En það er svo auðvelt að benda á aðra.
Kveðja að austan.
![]() |
Hýddur fyrir að móðga íslam |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 9. janúar 2015
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar