Við eigum í stríði.

 

Og það er kominn tími á að viðurkenna það.

Áður en mikið fleiri liggja í valnum án þess að við lyftum litla fingri til að verja samfélög okkar, lífsgildi, siðmenningu.

 

Við höfum látið það viðgangast að öfgafólk haldi fjölmiðlum okkar í gíslingu með stanslausum hótunum, sem og ofbeldisaðgerðum, án þess að svara á þann eina hátt sem virkar gegn slíku fólki.

Að birta það aftur og aftur sem reynt er að þagga niður.

 

Við höfum látið það viðgangast að miðaldafólk, með það eina markmið að færa klukkuna 800 ár aftur í tímann, fjármagni uppbyggingu bænahúsa og trúarmiðstöðva um alla Evrópu, og noti síðan þau hús til að útbreiða hatri og heift.

Í þokkabót kemst það upp með að senda syni sína og dætur í þjálfunarbúðir hermdarverkarmanna, auk þess að taka þátt í að murka lífið úr saklausu fólki á átakasvæðum Sýrlands og Íraks.

 

Við höfum látið viðgangast heiðursmorð, kvennakúgun, hommahatur, og aðra þá viðurstyggð sem fylgir þessu miðaldafólki, þessari miðaldahugsun.

Við höfum leyft hatursáróðurinn, við höfum leyft alla öfganna.

Hótanirnar, kúgunina, ofbeldið, sem ekki hvað síst hefur beinst að nútímafólki í hinu múslímska samfélagi Evrópu.

 

Allt í nafni hins pólitíska rétttrúnaðar að ekki megi segja sannleikann, ef sannleikurinn beinist af einhverju sem er flokkað sem minnihlutahópur.

Erum svo hissa á að gróusögurnar magnist, og að öfgahópar þrífist í andrúmslofti hinnar sjálfskipuðu þöggunar.

 

Vonandi dó hinn pólitíski rétttrúnaður í gær.

Þá dó Stephane Charbonner og samstarfsfólk hans ekki til einskis.

 

Því morðin voru afleiðing, ekki af hatursboðskap öfgaklerka, heldur af sinnuleysi okkar gegn einni þeirri skelfilegustu ógn sem siðmenningin hefur staðið gegn um aldir.

Miðaldahyggju ofsatrúnaðarins.

 

Hún skaut rótum í okkar boði.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Markmiðið að valda ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins, loksins.

 

Fór sem ég spáði að skynsemin sigraði í Sjálfstæðisflokknum.

Ekki sú skynsemi að skilja að nútímasamfélag þrífst ekki án lækna, því slíkt common sens er frjálshyggjufólki ofviða, heldur sú skynsemi að valdaflokkur þarf kjósendur.

Og kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru mjög háðir læknum.

 

Hvort svo þessir samningar dugi er svo annað mál.

Það er ekki víst að þó læknar samþykki þennan samning, að þeir hætti nokkuð að greiða um leið atkvæði með fótunum.

Tíminn mun skera úr um það en hvernig sem á málið er litið, þá er ljóst að vatnaskil urðu þegar læknum varð þröngvað til að grípa til þeirra neyðaraðgerða sem verkfall þeirra var.

Skilaboð þjóðarinnar, því það er hún sem ber ábyrgð á að frjálshyggjubörn stýra landinu, voru skýr, þið megið missa ykkur, við metum fjármagn meira en líf.

Læknar meðtóku þessu skilaboð, og hugsa sitt.

 

Tíminn sker úr um, en tíminn er líka á þrotum.

Það er einfalt lögmál að það sem er byrjað að hrynja, hrynur, og er að lokum hrunið.

 

Vonandi eru þessir samningar ekki Pyrrhosarsamningar.

Kveðja að austan.


mbl.is Skurðlæknar semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2015

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband