13.1.2015 | 22:49
Verður restin af ritstjórninni skotin á morgun??
Við hverju bjuggust menn??
Fyrirgefningu???
Á morðum og voðaverkum.
Blaðið á í stríði.
Einn daginn föttum við að það sama gildir um okkur líka.
Stríði við öfga og voða.
Stríð sem aðeins annar aðilinn sigrar.
Vonandi mannkynið.
Kveðja að austan.
![]() |
Óánægja með nýjustu útgáfuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2015 | 17:07
Spreki kastað á umræður.
Ég segi bara, mikið vildi ég að forystufólk úr Sjálfstæðisflokknum væri ennþá valið úr hópi fullorðna, en ekki misgamalla íhaldsdrengja, eða það sem Björn Bjarnason bendir réttilega á, úr hópi fávísra.
Viti borið fólk bauð sig fram í prófkjörum flokksins, fólk sem hafði mótaðar tillögur um hvernig hægt væri að takast á við lykilvandamál þjóðarinnar eins og arðrán verðtryggingarinnar, eða skuldaánauð almennings eða fyrirtækja.
Sumt af þessu fólki kom úr röðum okkar Moggabloggara, höfðu þar sýnt hæfni sína til að takast á við málefnalega umræðum, að setja fram skoðanir, færa rök fyrir þeim, og takast á við rök andstæðra sjónarmiða.
Og það kolféll allt með tölu.
Árangri náði fólk sem myndaðist vel, og gildir það um kvenþingmenn flokksins með einni undantekningu, hún myndaðist ekki vel, og fólk sem talaði ekkert um hinn brýnu vandamál þjóðarinnar.
Það áþreifanlegasta sem þessir útvöldu sögðu í prófkjörsgreinum sínum var að þeir ætluðu að lækka ekknaskattinn. Eða hvað sem hann hét.
Annars auð bók, og jú frasinn um stóriðjuna.
Treyst var á leiðsögn mótorhjólagaursins í leðurdressinu, sem hafði lært að setja brilljantín í hárið, og fella eitt tár.
Eins og Cry Baby í myndinni um Cry Baby.
Og jú lesa uppúr þeim ræðum sem að honum voru réttar, af þeim sem eiga flokkinn.
Punktur.
Björn Bjarnason, sem sagan mun telja einn af albestu ráðherrum lýðveldistímans, hvort sem það var í ráðuneyti menntamála eða dómsmála, enda var hann fullorðinn þegar hann fékk forfrömun sína, gaf flokknum eina einfalda einkunn.
Fávitar, eða var það fávís, man það ekki, svo langt síðan ég las fréttina.
Í grundvallarmáli er engin stjórn, og fávísin lekur út.
Íslamsitar unnu skelfileg hryðjuverk í París.
En þau eru hjóm eitt ef í kjölfarið fylgja ofsóknir á hendur samborgurum okkar.
Fólki sem er nákvæmlega eins og ég og þú.
En játar aðra trú.
Björn er hógvær, hefur alltaf verið orðvar maður.
Ef hann hefði sagt hug sinn, þá hefði hann sagt flugvélabensín á eldinn.
Eða púður, eða dýnamít, eða eitthvað sem springur með enn meiri látum.
Hann vill ekki að flokkur sinn taki upp gyðingaofsóknir hinar nýju.
Hann vill ekki að flokkurinn verði það sem faðir hans kvað eftirminnilega í kútinn á fundi hjá Stúdentafélagi Reykjavíkur, þegar hann sagði þjóðernissósíalisma vera ógn við grundvallargildi flokksins.
En Björn tala Albaníutungumál, það er hann gagnrýnir Albaníu þegar hann þorir ekki í Kína.
Enda eðlilegt, formaðurinn er frændi hans og þar að auki úr þeim ættlauk sem höndlar með fjármuni ættarinnar.
Það sem hann sagt vildi hafa er ákaflega skýrt.
Ef Ásmundur hefur ekki sagt af sér á morgun, þá er Bjarni ekki formaður.
Þá er flokkurinn forystulaus.
Og gat ekki orðað hlutina betur.
Þó á Albanísku væri.
Sumt er ekki flókið.
Sama á hvað tungumáli það er sagt.
Kveðja að austan.
![]() |
Sakar Ásmund um fávisku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2015 | 14:41
Fáfræði og fordómar forsetans.
Leka af hverri setningu í þessu viðtali Morgunblaðsins við Forseta ASÍ.
Hann er líkt og hægri öfgamenn Evrópu sem kenna innflytjendum um allt sem miður fer, þegar skýringa er að leita hjá þeirri hugmyndafræði sem leyfir fjármagni og auð að blóðsjúga samfélögin sín.
Þegar verkafólk missir vinnuna vegna útvista starfa þeirra til þrælabúða Asíu, þá er hrópað múslimi, og þá er sökudólgurinn fundinn. Eða aðeins fyrr þegar hrópað var gyðingur þegar fólk missti vinnuna í kreppunni miklu því öllu skipti að viðhalda kaupgetu gjaldmiðla sem aðeins auðurinn átti.
Með því að sökudólgavæða læknana er athyglinni beint frá hinni misheppnuðu frjálshyggjutilraun sem verkalýðshreyfingin undir forystu Gylfa hefur samsinnað sig við.
Tilraun sem formaður Verkalýðsfélags Akranes lýsti með þeim orðum að fyrst hirða þeir sem kringum kjötkatlana sitja, allan afraksturinn, en síðan væri kastað 2-3% til launafólks, og það sagt að sætta sig við það, annars færi stöðugleikinn á hliðina (endursagt eftir lélegu minni).
Tilraun sem hefur skilað þeim árangri að eftir um 30 ára fylgispekt við frjálshyggjuna, þá komast atvinnurekendur upp með að greiða laun sem duga ekki fyrir lágmarksframfærslu, og víða í Evrópu og Bandaríkjunum væri skortur ef ekki kæmi til öflugt starf hjálpar og mannúðarsamtaka. Eins og það sé stöðug kreppa eða stöðugt stríðsástand.
Tilraun sem hefur stóraukið hlut fjármagns á kostnað launa og gert hina ofurríku margfalt ríkari.
Sem er ekkert annað en þjófnaður frá almenningi fyrri tilstuðlan gjörspilltra keyptra manna, hvort sem þeir eru í stjórnmálum, taka að sér að svíkja verkalýðinn, eða skapa akademíska umgjörð um hinn löghelgaða þjófnað (á lénstímanum þegar fólk var formlega í ánauð, þá bullaði akademían um guðlega skipan sem enginn mætti rísa gegn).
Og Gylfi forseti er samsekur í þessum glæp.
Í þessu viðtali er ekkert minnst á sjálftöku fjármagns eða forstjóra.
Ekkert minnst á skuldaánauð verðtryggingarinnar, eða óeðlilegt vaxtastig.
Ekkert minnst á hvað það er óeðlilegt að þeir sem störfin vinna séu afgangsstærð og fái borguð laun sem gera þeim hvorki kleyft að lifa að deyja.
Aðeins ískur fáfræðinnar og fordóma.
Verkafólki att á þá einu stétt sem þjóðin getur ekki verið án og á ekki nokkurn möguleika að finna valkost við.
Og þá einu stétt sem getur beint labbað inní miklu betur launað störf í öðrum löndum, að ekki sé minnst á aðbúnað og vinnuaðstöðu.
Hvaða tilgangi þjónar þetta??
Hvaðan kemur öll þessi fávísi og fordómar??
Stjórnmálamenn okkar hafa spilað rússneska rúllettu með heilbrigðiskerfið of lengi.
Allt hefur verið skorið inn að beini, starfsfólk er komið að því að gefast upp vegna óhóflegs vinnuálags.
Verstur er læknaskorturinn, og alvarlegast er að engin endurnýjun hefur orðið í stéttinni í fjöldamörg ár, þannig að eftir 10-15 ár verða fleiri læknar á hjúkrunarheimilum, sem vistmenn, en starfandi á spítölum landsins.
Þessi rússneska rúlletta er búinn með öll sín tómu skothylki.
Næsta skot, er sjálft dauðaskotið.
Þegar frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum gáfu eftir því þeir óttuðust að fylgi flokksins mynd deyja út, þá taka þeir við, forseti ASÍ og framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins.
Og reyna sitt ýtrasta að hleypa af.
Hvílíkur félagsskapur.
Hvílíkt ógæfufólk.
En í okkar boði.
Því við þegjum.
Eða það sem verra er, tökum undir hrópin;
"Múslimi, gyðingur, læknir.
Burt með þetta lið".
Fordómar forsetans eru ekki sáðir í ófrjóan akur.
Kveðja að austan.
![]() |
Hvað halda menn að gerist núna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2015 | 11:24
Er Morgunblaðið að taka afstöðu gegn Hæstarétti??
Eða er um einkaframtak blaðamanns að ræða??
Hvort sem er þá er dálítið furðulegt að lesa dóm á dóm og jafnframt nýta tækifærið til að nýta samúðina til að öngla saman fé.
Allt þetta getur verið rétt, og frásögnin flæðir vel áfram, og er trúverðug.
Það er ef maður gefur sér þá forsendu að dæmdur barnaklámsmaður, sem gengur undir þremur nöfnum, hefur aldrei sinnt börnum sínum, og stjórnast líklega af hvötinni að fá til sín börnin svo hann geti grætt pening á verndarleysi þeirra, geti unnið mál í Hæstarétti, þar sem dómur hafi áður fallið gegn honum í héraði.
Ég dreg það ekki í efa að Morgunblaðið vill vel, en ef blaðið tekur að sér krossferð gegn Hæstarétti, þá verður að vanda betur til verka.
Einhliða fréttir eru alltaf ótrúverðugar, því það eru alltaf sjónarmið á móti.
Sjónarmið sem ættu að koma fram í dómnum, og/eða í viðtali við gagnaðilann.
Ásakanir um siðblindu eru alvarlegar, en gætu alveg verið réttar.
En hvaða gögn styðja þær??
Hvaða sérfræðingur leggur mat á málið??
Eru til önnur fordæmi um þar sem börn hafa verið tekin með valdi af mæðrum sínum og flutt til feðra sinna erlendis??
Hvað hefur orðið um þau börn, hvernig líður þeim í dag, hvernig eru félagslegar aðstæður, tengsl við fjölskyldu og svo framvegis.
Til dæmis held ég að Íslendingar hafi fengi visst menningarsjokk, þegar uppvaxnar dætur Sofiu Hansen litu vel út, og báru ekki nein merki um eitthvað óeðlilegt í uppeldinu, líkt og alltaf var haldið að þjóðinni.
Er fólk sjálfkrafa ljótt og siðblint vegna þess að er útlendingar og vill fá börnin sín??
Auðvita ekki, en stundum mætti halda það af umræðunni.
Hinsvegar eru mörg dæmi um slíka hegðun sem Ásta Gunnlaugsdóttir er að lýsa.
Og það er skelfilegt ef börn njóta ekki vafans.
Þess vegna er svo mikilvægt að vanda til verka í svona umfjöllun, gera hana trúverðuga með því að reifa málið frá þekktum hliðum, fá álit þar álit er hægt að fá, og svo framvegis.
Því miður eru orðin; "hún segir" ekki tæk rök, þó þau geti alveg verið rétt sem slík.
Einhverjar ástæður voru fyrir því að málið vannst í héraði, og það tapaðist í Hæstarétti.
Sumir myndu segja að það væri mikið verk, og jafnvel svona blaði ofviða.
En það má spyrja á móti, hvað er brýnna að hindra að siðblindur maður fái að ráðskast með börn sín, slíkir menn eru oft aðeins að hefna sín á barnsmóður sinni því þeir geta ekki lengur ráðskast með hana.
Velferð barnanna skipta þá engu í slíku valdatafli.
Margt óþarfara hefur blaðið gert um dagana.
Vonandi verður þessari frétt fylgt eftir.
Kveðja að austan.
![]() |
Þessi maður er siðblindur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 13. janúar 2015
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar