10.1.2015 | 17:05
"Annars hafa þeir unnið".
Ofsatrúnaðurinn, hótanirnar, ofbeldið.
Og hinn pólitíski rétttrúnaður.
Sem gagnrýndi harðlega blöð eins og Charlie Hebdo fyrir að rugga bátnum, fyrir að vera ekki meðvirk í þeim rasisma að gera ekki sömu kröfur til allra menningarhópa sem mynda vestræn samfélög nútímans.
Jafn rangt eins og það er að mæta niður í miðborg Mekka með Whiskýflösku veifandi myndum að Muhamed spámanni, er sú krafa til atvinnuháðfugla að þeir sleppi að gera grín af ákveðnum hópum, því þeir eru á einhvern hátt viðkvæmir fyrir háði, eða eiga undir högg að sækja, og því ekki á bætandi að gera grín að þeim.
Grín er tjáningarmáti í hinum vestræna heimi, og við þurfum öll að sætta okkur við að það sér gert grín að okkur, og það sem meira er, það er hollt að kunna að gera grín af sjálfum sér.
Viðbrögð fólks við gríni segir mikið um það sjálft, og viðbrögð menningarhópa við gríni segir einnig mikið um þá sjálfa.
Í þessum orðum felst ekki að grín megi leyfa sér hvað sem er, og að grín geti ekki verið smekklaust, um það gilda lög eins og um aðra tjáningu.
Og við höfum öll rétt að hafna ákveðnu gríni.
Til dæmis með því að umgangast ekki fólk sem við teljum að sé með ósmekklegt grín, eða kaupa ekki þá fjölmiðla sem við teljum að gera út á ósmekklegheit.
En við getum ekki beðið aðra um að halda kjafti vegna þess að þeir móðga kolbrjálað fólk.
Eða vegna þess að til séu hópar sem þola ekki viðkomandi grín.
Og við getum ekki beðið heil menningarsamfélög að frábiðja sér grín með hótunum og ofbeldi.
Um það snýst deilan í dag.
Og við verðum að sigra þá deilu.
Kveðja að austan.
![]() |
Við ælum á allt þetta fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. janúar 2015
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar