Ég er eins og ég er.

 

Að ákæra mig, er að ákæra menningarheim minn.

Að ákæra milljónir og milljónir á milljónir ofan sem hafa flutt til Vestur Evrópu síðasta áratug eða svo.

 

Það að þurfa að lemja hlýðni í konu mína og börn, er ekki ákærusök í Svíþjóð, Þýskalandi eða öðrum löndum sem virða menningu mína og siði.

Ég áreiti dætur mínar ekki kynferðislega, það telst óeðli í landi feðra minna, við giftumst barnungum stúlkum fyrst, og svo??; jæja hver er siður í sínum landi.

En ef ég myndi gera slíkt sem legberar hins íslenska rétttrúnaðar ákærðu mig fyrir, þá lifði ekki daginn af, því ég lýt aga og reglum ættbálka míns, þar sem öldungar hans útdeila refsingum ef einhver gengur gegn Alla og réttri trú.

 

Jæja vissulega lagði ég hinum dæmda orð í munn.

Tel mig samt hafa náð vel hugsunarhætti hans og menningu, menningu sem legberar eru löngu hættar að þora að ákæra fyrir í Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi og fleirum löndum Norður Evrópu.

Í Bretlandi hefði Starmer, núverandi forsætisráðherra, fyrrverandi ríkissaksóknari, krafist refsingar, ekki á viðkomandi einstakling sem sannarlega tuktaði til fjölskyldu sína eftir siðum síns menningarheims, heldur þá legbera sem ákærðu manninn fyrir að vera ábyrgur fjölskyldufaðir eftir sið forfeðra hans.

 

En þetta síðarnefnda er reyndar fantasía, ekki að Starmer, verndari múslímskra nauðgara myndi nokkurn tíma krefjast ákæru á hendur legberum innan bresku lögreglunnar og dómskerfisins, heldur er fantasían sú, að enginn legberi myndi sína þann rasisma og fordóma sem íslenskir legberar gera þó í þessari ákæru.

Í Bretlandi er slíkt útilokað, enda myndi viðkomandi legberi, hvort sem hann starfaði innan lögreglunnar eða dómskerfisins, samstundis vera handtekinn af bresku víkingasveitinni og svo ákærður fyrir rasisma og menningarfordóma, og ekki hvað síst hatursorðræðu í ákæruskjali sínu.

Ólíklegra en að einhver almennur lögreglumaður í Þýskalandi nasismans hefði ákært nasistabullu fyrir ofbeldi gegn gyðingum á Kristalnóttinni.

 

Þetta er svo fyndin frétt sem afhjúpar hvað Góða fólkið er heimskt í sínu  sinni og viti, að það viti ekki hvað það er að innflytja framandi menningarheima til landsins.

Að það haldi svo síðan að það geti ákært fólk fyrir að vera eins og það er, þá siði og venjur sem það er alið upp við.

 

Ég hef nákvæmlega enga hugmynd um af hvaða þjóðerni og trú viðkomandi einstaklingur er, sem var dæmdur fyrir þetta heimilisofbeldi.

En lýsingin passar við kynofbeldi kvenna og barna sem hundruð fjölskyldna þurfa sæta hér að landi vegna hugmyndarheims framandi menningar feðra þeirra  í fjarlægum löndum.

Á Norðurlöndum er ekki talað um tugþúsundir, heldur hundruð þúsunda fjölskyldna þar sem konur og börn er kúguð, lamin, og jafnvel drepin ef ofbeldið dugar ekki til.

 

Þess vegna er það fyndið að ákæra fólkið sem við áður buðum velkomið.

Ákærum fyrir siði þess og venjur.

"Hei, þú átt að vera eins og við!!"

 

En uppá Góða fólkið er reyndar ekki hægt að ljúga.

Sem skýrir að í flestum löndum Norður Evrópu hafa innflytjendur frá framandi menningarheimum safnast saman í hverfum, og þegar ákveðnum hlutfalli þeirra versus heimafólk, hefur verið náð, vígbúið þau.

Með þeim skilaboðum, virðið menningu okkar og siði.

 

Skilaboð sem segja; Við viljum ekki Góða fólkið, við viljum ekki kvenfrelsi, homma eða trans, við viljum bara að fá að vera við sjálf.

Eitthvað sem ég skil og myndi sjálfur vilja.

Það er að fá að vera ég sjálfur, en ekki það sem kom á undan.

 

En líklegast þess vegna á ég heima heima hjá mér.

Innan um mína líka, í menningu sem ég ólst upp við.

 

En dónt vorry, bí happy, sú menning, sá heimur, heimur feðra minna er í meiri útrýmingarhættu en hvalir voru fyrir hálfri öld síðan þegar þeir voru vart fundnir í heimshöfunum.

Þökk sé Góða fólkinu.

 

Enda hver vill alltaf eiga heima á sömu þúfunni??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Flúðu ofbeldi föðurins eftir fjölskyldusameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn sekur um hatursorðræðu.

 

Það er ótrúlegt að lesa svona fyrirsögn, að erlendir fangar séu í meirihluta, eina sem vantar til að toppa svona hatursorðræðu er að minnast á hitt stóra prósentið, fólk af erlendum uppruna með íslenskt ríkisfang.

 

Með þessu er Mogginn að móðga og svívirða tilfinningar alls þess duglega fólks af erlendum uppruna sem erfiðar hér í sveita síns andlits, mjög oft fyrir skítalaun.

Með þessu er Mogginn líka að móðga Rétttrúnaðinn, þó hann sé ekki persóna, sem og tilfinningar Góða fólksins sem núna mun fara grátandi að sofa í kvöld, og þurfa svo að leita sér andlegrar hjálpar, jafnvel áfallahjálpar í kjölfar þessarar árásar á tilfinningakerfi þess.

Að ekki sé minnst á öll samtök þess sem standa sérstaklega vörð um útlendinga, óheftan innflutning á erlendu fólki, erlendu vinnuafli, sérstaklega þeim sem nýtast mannsalsiðnaðinum.

 

Ógrátandi ætla ég ekki svo að minnast á öll heiðarlegu alþjóðlegu glæpasamtökin sem hér hafa heiðrað um sig í skjóli legbera í réttarkerfi þjóðarinnar.

Svívirða.

 

Hvort Morgunblaðinu sé einhver afsökun með hatursorðræðu sína að blaðið vitnar aðeins í dómsmálaráðherra, skal ósagt látið.

Tel samt ekki, satt skal látið ósagt.

Enda legberarnir duglegir að ákæra fyrir alvöru glæpi eins og árásina á líffræðina með því að segja að kynin séu 2.

 

Afsökun eður ei.

Hatursorðræða engu að síður.

 

Eða þannig.

Kveðja að austan. 


mbl.is Erlendir fangar eru í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump þorir en Þorgerður Katrín ekki.

 

Það er að breyta misvísandi nöfnum ráðuneyta í nöfn sem útskýra betur eðli þeirra og tilgang.

 

Af hverju ætti varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að heita varnarmálaráðuneyti???, þegar einu nágrannaríkin eru Kanada og Mexíkó, varla reikna menn með að þau lönd fari með her inní landið??

Og andmælin eru ekki að í dag geta stríðsvopn ferðast heimsálfa á milli, þegar þetta nafn var bundið í lög, þá var það ekki raunveruleiki þess tíma.

"Við unnum allt saman" segir Trump og samkvæmt þeim rökum hefði verið nærtækara að tala um sigurvegararáðuneyti, en stríðsráðuneyti er góð málamiðlun enda hafa Bandaríkjamenn verið að stríða um allan heim í marga áratugi og halda úti herstöðvum og vígaflota í flestum heimsálfum.

 

Þorgerður Katrín hinsvegar dreymir um að vera stríðsmálaráðherra, hún er alltaf úti í heimi að tala um stríð, og þegar hún næst á mynd í þessi örfáu skipti sem hún er hérlendis þá er hún að reyna fá pening úr tómum ríkissjóð til að styðja stríðsrekstur eða í eitthvað sem hún kallar varnartengd útgjöld.

Lokamarkmiðið er að þjóðin fjármagni og taki þátt í samevrópskum her sem hefði það hlutverk að stríða þar sem boðið er uppá stríð.

 

Það sem skemmir þennan draum Þorgerðar, að sjá sig í anda skunda á vígvöllinn undir íslenskum fána, með öllum hinum stóru þjóðunum, er að ráðuneyti hennar heitir því gamaldags nafni; utanríkisráðuneyti.

Arfleið frá þeim tíma þegar landsfeður okkar tilkynntu að íslensk þjóð væri herlaus þjóð, og hún vildi frið en ekki stríð.

 

Auðvita breyttust tímarnir og menn geta alveg deilt um hvort það hafi verið nauðsynlegt að þjóðin gengi í Nató og leyfðu bandaríska herstöð á Miðnesheiði, en einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að þar var ekkert val, herstöðin hefði komið hvort sem er.

Og það eru víðsjár í heiminum, hver getur borið á móti því.

Samt situr Þorgerður uppi með þennan titil liðinna tíman, að vera utanríkisráðherra þegar hún vill vera stríðsmálaráðherra og hagar sér sem slíkur.

 

En Þorgerður Katrín er ekki Trump.

Hann þorir og hann framkvæmir.

Hann vill stríðsráðuneyti og hann fékk stríðsráðuneyti.

 

Já, misjafnir eru mennirnir.

Og misjafnt er þeirra hlutskipti.

 

Sem og það þarf kjark til að koma úr skápnum.

Kveðja að austan.


mbl.is Breytir nafninu í stríðsráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin eiginlega hatursorðræða

 

Sem gegnsýrir alla opinbera umræðu á Íslandi og víðar á Vesturlöndum, er hatursorðræða boðbera hins heilaga sannleik, sannleik rétttrúnaðarins, Woke-ismans eða hvað við köllum þann  meinta heilaga sannleik.

Hatursorðræða sem beinist af þeim sem voga sér að efast, eða jafnvel hafna kenningum boðbera hans.

 

Á það fólk er ráðist með heift, digurmælum, efinn sagður hatursorðræða, og svo er hringt í lögregluna ef efinn snýr af sannindum líffræðinnar, að kynin sem skapa líf, eru tvö, ekki eitt, ekki þrjú, eða þaðan af fleiri, heldur 2.

Lengra er ekki hægt að komast í heift hatursorðræðunnar.

 

Ég sá ekki viðtalið við Snorra, hef eiginlega lítinn sem engan áhuga á þrasið við fólkið sem veit ekki hvernig börn verða til.

En ég las góða blaðamennsku hjá Mbl.is, já Mogginn kann þetta ennþá, þar sem bæði sjónarmiðum Snorra og andmælanda hans, Þorbjargar hjá Samtökunum 78, var komið vel til skila og þar gat ég engan veginn séð að Snorri væri að æsa til óeirða, krossfestinga eða annað sem kenna má við ofbeldi gagnvart- jaðar eða minnihlutahópum.

 

Og ég las þessa grein vegna þess að Mbl.is var að vitna í ýmis smámenni sem sökuð Snorra um hatursorðræðu, að kynda undir ofbeldi og eitthvað þaðan af verra svo það þurfti að kalla til þá kauða, vinina Trump og Pútín, til jafna við Snorra.

Smámennin réðu ekki við rökræðuna, enda jú smámenni, en notuðu gífuryrði, niðurlægjandi samlíkingar um að hann væri gamaldags eitthvað, og rifust við eitthvað sem Snorri sagði aldrei, en þeir sögðu hann sagt hafa, svo þau, það er smámennin, gætu hætt og svívirt í kjölfarið.

Líkt og Snorri Másson væri bláfátækt svangt skáld yrkjandi uppí hanabjálka fyrir Alþýðublaðið.

 

Smámennin náðu að æsa upp hina nýju hatursorðræðu þannig að þverfótað var ekki á tímabili á alnetinu fyrir fólki sem æstist í að tjá sig smærra með rituðum munnsöfnuði en smámennin sem upphaflega buðu uppá þann dans.

Þannig að ofeldishótanir fóru að streyma til lögreglunnar eins og hún hefði ekki nóg annað að gera en að passa uppá Snorra.

Halló!!, hefur enginn heyrt getið um þessi tuttugu og eitthvað alþjóðlegu glæpasamtök sem eru búin að sænskglæpavæða höfuðborgarsvæðið og það eina sem Rétttrúnaðurinn innan lögreglunnar gerir er að skrifa skýrslur þar. 

 

Samtökunum 78 til hrós ætla ég að segja, þau höfðu manndóm til að fordæma þessar ofbeldishótanir.

Mættu aðrir gera slíkt sama.

 

Til dæmis smámennin.

Kveðja að austan. 


mbl.is Snorri tjáir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðilar vinnumarkaðarins eru ábyrgir!!

 

Segja þau Davíð fjármálaráðherra og Kristrún forsætisráðherra, og vísa í að aðilar vinnumarkaðarins munu ekki bregðast við þeim orðum Ingu Sæland, ráðherra þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, að það þyrfti næst að hækka lægstu laun fyrst það væri búið að bæta kjör elli og örorkulífeyrisþega.

Í orðunum liggur að Inga Sæland sé það ekki.

 

Svona er nefnilega kærleikurinn á stjórnarheimilinu, ábyrgir ráðherrar umbera gæðin í Ingu með því að niðurlægja hana með orðum opinberlega.

Svona eins og "þetta er nú bara hún Inga".

 

Kristrún gat samt ekki sleppt tækifærinu á að minnast á að hún hefði plan, eða það væri hægt að hafa plan sbr. þessi orð hennar; "Það er hægt að fara í sér­tæk­ar aðgerðir sem snúa að fólki á lægstu laun­un­um og ég veit að það er stuðning­ur við það í rík­is­stjórn­inni".

Já, það er sko hægt að gera ýmislegt og alltaf stuðningur við það í ríkisstjórninni.

Meinið er að hlýjar hugsanir og góður stuðningur er ekki settur á diskana og étinn, hvað þá að hann mælist í launaumslaginu.

 

Hins vegar mælist allur íþyngjandi kostnaður og gjöld í launaumslaginu, þó óbeint sé.

Því meira sem tekið er frá mjólkurkúnni þá mjólkar hún minna og að lokum blóðmjólk líkt og tilfellið er með sjávarútveginn.

Aðþrengdir atvinnuvegir borga lægri laun og skila minni verðmætum út í samfélagið, svo einfalt er það.

 

En í ríkisstjórn okkar er gott fólk og það styður öll góð málefni.

Og það umber Ingu.

Svo er það með plan að sjálfsögðu.

 

Plan um að hækka skatta, fjölga íþyngjandi reglugerðum, auka almennt kostnað í atvinnulífinu.

Svo plan um að niðurlægja Ingu við hvert tækifæri.

 

Já, já.

Svona er þetta bara.

 

Það rignir samt ekki í augnablikinu.

Kveðja að austan.


mbl.is Draga úr orðum Ingu um launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisnar Páll segir.

 

Ha!!!!???

Þegar störfin byrja þegar að tapast úr Eyjum vegna ofurskatta Viðreisnar.

 

Í alvöru, Páll Magnússon formaður bæjarstjórnar Vestmannaeyja lét eins og hann hefði hvorki búið í Vestmannaeyjum eða yfir höfuð á Íslandi síðast liðna 8 mánuði eða svo.

Að umræðan um ofurskatt Góða fólksins í 101 Reykjavík hefði algjörlega farið framhjá honum, eða kannski það sem verra er, að hann sem fulltrúi sjálfstæðismanna í Evrópuframboði þeirra sem kennt er við Viðreisn, sé svo heimskur að hann fatti ekki afleiðingar ofurskatta á sjávarbyggðir landsins.

Páls vegna vona ég að heimskan sé ekki skýringin, þó hún sé skýring þess sjálfstæðisfólks sem gekk í faðma við græðgina, fórnaði þjóð og þjóðerni fyrir von um innlimun Brussel á sjálfstæði okkar, kallar sig í dag; Við erum jú í Viðreisn.

 

Hvort sem er, þá er hitt verra að Páll skuli rífa kjaft við heimamanninn, formann stéttarfélagsins Drífanda.  Svo ég vitni í aðra frétt Mbl.is þar sem tekið er viðtal við Arnar Hjaltalín, formann Drífanda;

Hann bend­ir á að fisk­ur­inn sem unn­inn hafi verið í Leo Sefood fari fram­veg­is á markað að mestu leyti og megnið fari síðan til vinnslu er­lend­is. "Þar eru laun­in 25% af því sem þau eru hér á landi," seg­ir hann. Spurður hvort hann ótt­ist að um frek­ari upp­sagn­ir verði að ræða hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um í Vest­manna­eyj­um seg­ist Arn­ar ekki bíða spennt­ur eft­ir frek­ari tíðind­um af þeim vett­vangi. "Við bú­umst al­veg eins við því að um frek­ari upp­sagn­ir verði að ræða, en ég vona ekki. Það er strax byrjað að draga sam­an í fjár­fest­ing­um og viðhaldi hjá fyr­ir­tækj­un­um," seg­ir Arn­ar.

Á mannamáli, aðeins verra er í vændum.

 

Hvernig Vestamanneyingar gátu setið uppi með Viðreisnar dindil eins og Pál Magnússon,sem formann bæjarráðs sem ekkert þykist vita, rífur kjaft við vinnandi fólk sem er að missa vinnuna, sem og það fólk sem mun missa vinnuna. 

Veit enginn nema sá sem við horfum til himins og kennum við almættið.

 

Vegna atlögu Evrópusinna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisn, Nýfrjálshyggju Þorsteins Pálssonar sem í áratugi hefur krafist veiðigjalda sem bíta og eyða, draga saman byggð, flytja atvinnu úr landi, að lokum aðeins auðn og dauði fyrir áður sjálfstæðar sjávarbyggðar landsins.

Dindils sem ekki þykist vita neitt, og kemur ofan úr hæstu fjöllum í forundran líkt og lesa má í viðtengdri frétt.

 

Einhvern tímann, og það er ekki svo langt síðan, hefði svona dindli verið hjálpað sjálfviljugum í sjóinn, svo reyndar hefði verið drukkin hestaskál, á öllu eru jú tvær hliðar.

Í dag, er þetta bara svona, fólk kaus þetta yfir sig.

Vonandi er samt hestaskálinn drukkinn.

 

Vonandi því sú skál er aðeins vísbending um það sem koma skal.

Og á eftir að verða verra.

 

Eitthvað sem enginn í Eyjum vildi.

En varð.

 

Hverjum sem um var að kenna.

Kveðja að austan.

.


mbl.is Ekki ljóst hvar aflinn verður unninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rektor tjáir sig um menntamorð.

 

Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur loksins opnað munninn og tjáð sig um það sem hún lýsti sem menntamorði, þegar akademísk umræða væri kæfð með ofbeldi og hótunum.

Síðan gerist hún sjálf sek um sama hlutinn, að styðja menntamorð, fyrst með þögninni þegar hún átti strax að grípa inní og fordæma ofbeldi innan Háskóla Íslands, ofbeldi sem var beint hugsað til að hindra fræðimann að tjá sig um fræði sín, og síðan að reyna réttlæta viðkomandi ofbeldi með orðunum að hún telji að "báðir aðilar hafi eitthvað til síns máls".

 

Kennarar og aðrir starfsmenn háskóla sem meina fræðimanni að tjá sig innan veggja háskólans, á grundvelli þjóðernis hans, eru ekki bara sekir um rasisma, heldur líka sekir um menntamorð eins og Silja Bára lýsti svo ágætlega í innsetningarræðu sinni.

Þeim er fullkomlega frjálst að hundsa viðkomandi fræðimann, til dæmis með því að mæta ekki á fyrirlestur hans, eða mæta og tjá andmæli sín við skoðanir hans og fræði.

En ofbeldið, að koma í veg fyrir fyrirlesturinn með hávaða og látum, og þá á grundvelli þjóðernis viðkomandi fræðimanns, er þeim ekki frjálst.

 

Og það á að vera brottrekstrarsök.

Háskóli sem virðir akademískt frelsi, líður ekki menntamorðingja innan sinna raða.

 

Það sama gildir um rektor hans.

Kveðja að austan.


mbl.is Telur að „báðir aðilar hafi eitthvað til síns máls“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju segja menn ekki sannleikann??

 

Grunnhreyfiafl íþrótta er tekjur, að tekjur standi undir kostnaði.

Pólverjar eru ekki bara stærri þjóð en við, þeir taka líka þátt í kostnaðinum við að halda Evrópumótið í körfubolta.

 

Því voru líkurnar að Ísland myndi vinna leikinn við þá minni en að forseti Hvíta Rússlands muni tapa næstu kosningum, sama hve skoðanakannanir væru honum í óhag.

Spilling er eins og hún er.

 

Þess vegna er dálítið hlægilegt að lesa fréttina þar sem vísað var í skrif Ólafs Stefánssonar þar sem hann sagði að "Við ættum ekki að taka svona hlutum þegjandi", og ég hélt á ákveðnum tímapunkti að Ólafur myndi blása til stríðs við spillingu innan alþjóðlegra íþrótta.

Nei, nei, Ólafur vildi bara að strákar og stúlkur myndu æfa meira, lyfta meira, verða betri.

Sem er svo sem alveg rétt þegar hin smærri er miklu betri en stærri liðin, og því fá rangir dómar spillingarinnar þar litlu breytt.

 

En almennt er þetta kjaftæði, það eru önnur öfl en gæði og geta sem ráða úrslitum í spilltum íþróttagreinum eins og handbolta og körfubolta.

Gæði og geta lýtur í gras fyrir horriminni sem öskrar á tekjur.

 

Þetta er sama lögmál spillingar og það  sem gegnsýrði kommúnisma Sovétríkjanna, mér er minnisstæð sagan þar sem háttsettur KGB maður taldi sig öruggan um að sonur hans, stærðfræðisnillingur kæmist inní elítu háskóla raungreina í Moskvu, fór þar saman tign hans innan valdakerfis Kremls, sem og hæfni sonar hans.

En sá þurfti að sætta sig við höfnun, fyrir keppnauti sem kunni vart að reikna, samt var sú vankunnátta hans besta fag.

Gæfumunurinn fólst í að faðir hins heimska var háttsettari í KGB, og það var það eina sem skipti máli þegar skólavist var úthlutað.

Alveg eins og ef Pólland væri allavega ekki 40% lakara en íslenska körfuboltalandsliðið, þá myndu dómararnir grípa inní ef þess þyrfti.

 

Að lesa svona aumkunarverða frétt, þar sem talað er um mistök eða einhverja dóma sem studdust ekki við reglur leiksins.

Spilling spyr ekki um rétt eða rangt, hún spyr um niðurstöðu.

 

Að segja annað er bæði vanvirðing við vitsmuni fólks, við leikinn, við íþróttina, við Evrópumótið í körfubolta, en ekki hvað síst;

Við strákana okkar, sem gerðu sitt besta.

Og unnu leikinn.

 

Það eitt skiptir máli.

Þeir unnu leikinn.

 

En þeir máttu það bara ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjallar um kolranga og dýrkeypta dóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Trump núna??

 

Pútín og  Xi Jin­ping eiga sviðið, allir búnir að gleyma hinni sögulegu vinaheimsókn Pútíns til Alaska.

Trump hinn mikli friðarboðberi og samningamaður friðarins, er eins og hornreka kerling.

Því heimurinn snýst ekki um frið, heldur völd, áhrif og viðskipti.

 

Trump er þó ekki innantómt pappírstígrisdýr eins og leiðtogar meintra stórvelda Evrópu, sem gaspra óendanlegar yfirlýsingar um eitthvað, sem fjölmiðlar Evrópu apa upp, en restin af heimsbyggðinni hlær af.

Því þeir eru ekkert, hafa hvorki hernaðarlegt eða efnahagslegt vald að baki sér.

Eru eins og gamlir karlar á elliheimili, sem voru einu sinni eitthvað, aflaskipstjórar, forstjórar eða jafnvel ráðherrar og síðan bankastjórar, en eru ekkert í dag.

Ekkert annað en minningar um eitthvað sem var, og þegar þeir tala eins og þeir séu ennþá eitthvað, þá í besta falli uppskera þeir vorkunnaraugu.

 

Trump sýndi þó þegar hann stöðvaði væntanlega þriðjuheimsstyrjöld í boði Írans og Ísrael, að hann er eitthvað annað en gasprið.

Hann sýndi það líka þegar hann tók leiðtoga Evrópusambandsins í bóndabeygju og flengdi af gömlum íslenskum sið, svo ekkert stóð eftir af digurbarka þeirra í tolladeilunni, sem og hann hefur knúið fram hervæðingu Evrópu í skugga Úkraínustríðsins, að hann er leiðtogi sem enginn skyldi vanmeta.

 

Úkraínustríð verður ekki leyst í Alaska, Brussel eða Istanbúl, heldur í Peking og hluta til Nýju Delhí.

Spurning er hvort risaveldi Asíu séu tilbúin í beint kalt efnahagslegt stríð við vestrið, stríð sem er fyrirsjáanlegt en kannski ekki tímabært í dag.

Það er fyrir risaveldi Asíu því kellingar Evrópu eru langt komnar með að eyða henni innan frá með með allskonar forheimsku Góða fólksins eða wókismans.

Loftslagstrúarbrögðin og hinn tilbúni orkuskortur, innrás Íslams í Vestur og Norður Evrópu, skrifræði óendanlegrar fávisku sem aðeins kellingum dettur í hug, algjer vanhæfni í stjórnun opinbera geirans sem kemur orðið fáu eða engu í verk nema með gífurlegum tilkostnaði.

Útflutningur starfa og iðnaðar til risaveldanna og svo framvegis.

 

Til hvers stríð við veldi sem eru í miðju sjálfseyðingarferli??

 

Hætti Trump að hóta og framkvæmi, líkt og hann hefur gert í nokkrum öðrum stórum málum, þá eru meiri líkur en minni að risaveldi Asíu neyði Pútín til að semja.

Hlusti Trump á heimska ráðgjafa, sem vaxa á trjánum meðal hægri sinnaðra stuðningsmanna hans, og yfirgefi Evrópu, þá er hann einn, og einn hefur aldrei sigrað heiminn, eða náð að verjast sameinaðri atlögu annarra.

Eða það segir sagan og ekki lýgur hún.

 

Fyrir sjálfhverfa menn eins og Donald Trump er fátt sem særir meir en að vera hundsaður, eða niðurlægður, dugar jafnvel að vera bara ekki númer eitt, og tvö og þrjú.

Og ég hygg að þessi mynd eigi eftir að verða Pútín dýrkeypt.

 

Eigi skaltu vanmeta hégómann.

Kveðja að austan.


mbl.is Myndband: Pútín mættur til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 24
  • Sl. sólarhring: 888
  • Sl. viku: 3819
  • Frá upphafi: 1476373

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 3324
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband