5.8.2024 | 15:30
Þakkað fyrir vel unnin störf.
Og þar með er fyrsta færslan komin á þessu bloggi sem ég hef haldið úti í um 15 ár, sem fjallar um eitthvað sem er mér persónulegt því þeim sem er þakkað fyrir vel unnin störf, Mikael Nikulásson, var þjálfari strákanna minna, reyndar þurfti annar að hætta vegna síendurtekinna höfuðmeiðsla en hinn hélt áfram harkinu.
Skrifa þessa færslu því það hvarflar að mér að bakari sé hengdur fyrir smið.
Dreg ekki í efa pirringinn en pirringur stafar af ýmsu.
Til dæmis vanfjármögnun þar sem máttarstálpar samfélagsins, auðfyrirtækin sem hafa þegið svo margt frá samfélaginu, aðstöðuna, hafnirnar, orkuna, telja slíkt ekki kalla á skyldur og ábyrgð.
Álverið okkar er ryðguð áldós, margfalt lýti í landslaginu, sýgur til sín en gefur fátt til baka annað en mengun sem má glögglega sjá á kolryðguðum þaki Fjarðabyggðarhallarinnar, nokkrum kílómetrum í burtu.
Það eina sem maður í raun tekur eftir eru kostaðar glansauglýsingar og fréttaumfjöllun í héraðsblaði okkar Austfirðinga, Austurglugganum, þú fæðir höndina sem gæti þó sagt satt um þig.
Síðan er það alltaf sami brandarinn þegar uppsjávarhluti Samherja, Síldarvinnslan kynnir samfélagsstyrki sína, miðað við umfang og hagnað hefði jafnvel Jóakim Aðalönd skammast sín, hann var þó fastheldinn á aurinn.
Samfélag, sem allt er sogið úr, en fáu skilað til baka, er ekki sterkt samfélag.
Samt er sterkt samfélag með öflugum innviðum fyrir fjölskyldufólk, forsenda þess að hægt sé að ráða ungt og vel menntað fólk til starfa í hinum dreifðu byggðum landsins.
Á þetta benti Róbert Guðfinnsson á þegar hann benti sveitarstjórnarfólki í Fjallabyggð á að það væri til lítils að halda úti hátæknifyrirtæki á Siglufirði, ef hugarfar og innviðir væru eins og i þriðja heims samfélagi.
Það þarf nefnilega að hlúa að því sem gerir samfélög byggileg fyrir ungt fólk.
Byggðin mín Fjarðabyggð er byggð sem er að daga uppi innan frá.
Samt erum við með þessa flottu skóla, þetta yndislega starfsfólk sem starfar í skólum okkar, á hjúkrunarheimilum, með þann kjarna mennskunnar sem á að vera nægur til að hér sé gott að búa, það er í raunheimi en ekki í sýndarveruleik hinna aðkeyptu auglýsinga.
Og hér er gott að búa og hér er gott að ala upp börn.
Betri stað gat ég ekki fundið til að fóstra strákana sem núna eru að fljúga að heiman.
En það eru innanmein sem eru líkt og drepið í kjarna fallegs reynitrés, sem vega að rótum og vexti.
Innanmein sem snúa að stjórnkerfinu sem og því að það hefur ekki tekist að sameina hinar fornu byggðar sem bera upp sveitarfélagið um hið sameiginlega sem við eigum í dag.
Og auðfyrirtækin eru stikkfrí, þau sjúga en skila svo fáu til baka.
Í stað þess að feisa vandann er auðvelt að þakka mönnum fyrir vel unnin störf.
Að afleiðing uppdráttarsýkinnar sé þeirra en ekki þar sem ábyrgðin liggur.
Fótbolti er jú lífið eftir að salfiskurinn dó drottni sínum gegn ofurþunga tímans.
Fótboltinn endurspeglar líka lífið.
Hann er öflugur í öflugum samfélögum.
Í samfélögum þar sem fyrirtæki skila til baka.
Þakka fyrir og kunna að meta.
Eitthvað sem hefur greinilega klikkað í byggðinni minni.
Ég þakka samt Mækaranum fyrir góð störf.
Einlæglega.
Því maður á að þakka fyrir það sem er þakkarvert.
Kveðja að austan.
Eggert stýrir KFA út leiktíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.8.2024 | 11:37
Bjarni talar tæpitungulaust.
Segir að honum" finnst það skipta öllu máli að þau skilaboð komi skýrt frá íslenska stjórnkerfinu að það verður ekki liðið að embættismönnum sé hótað eða ógnað með einhverjum hætti".
Kæra Solaris, hinna meintu hjálparsamtaka, á hendur Helga vararíkissaksóknara er af sama meiði og hótanir sækopatans sem sat um Helga og fjölskyldu hans í mörg ár, og ríkissaksóknari lyfti ekki litla fingri til að styðja eða vernda undirmann sinn.
Kæra Solaris er hefndaraðgerð eftir að embætti ríkissaksóknara fyrirskipaði lögreglunni að framfylgja lögum um mútur og fjármögnun hryðjuverkasamtaka, pólitískur rétttrúnaður væri ekki æðri lögum.
Pólitískur rétttrúnaðurinn, sem grafið hefur um sig á toppi embættis ríkissaksóknara, var heldur ekki sáttur með þá afgreiðslu, kæra Solaris, samtaka sem ætti að rannsaka ofaní kjölinn, varð skálkaskjól þessa pólitíska rétttrúnaðar til að víkja Helga, eða réttara sagt að biðja dómsmálaráðherra að víkja honum úr starfi.
Greinilega treyst á systrabræðralagið.
Meinið er að Bjarni getur ekki tjáð sig skýrar en hann gerði, svo ég endurtaki hluta orða hans; " .. að þau skilaboð komi skýrt frá íslenska stjórnkerfinu að það verður ekki liðið að embættismönnum sé hótað eða ógnað með einhverjum hætti.".
Hótanir Solaris og Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eru greinilega líka undir.
Enda þarf Bjarni að fara að gera eitthvað áður en flokkur hans fer niður fyrir 10% markið.
Íhaldsfólk er búið að fá nóg af samfylkingunni innan Sjálfstæðisflokksins og rétttrúnaði þess.
Sigríði tókst að fylla þann kaleik.
Fleiru verður ekki kyngt.
Kveðja að austan.
Skýrt að hótanir verði ekki liðnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2024 | 14:38
Gapið.
Þegar svo er komið fyrir einni þjóð að vegna ranghugmynda í umhverfismálum getur hún ekki lengur lagt nothæfa vegi eða byggt hús sem endast, að þá er henni fyrirmunað að kjósa sér forseta sem heldur sig við raunveruleikann.
Íslensk þjóð á undir högg að sækja, markvisst hefur verið unnið að því að skipta um þjóð í landinu, hátt í þriðjungur hennar er af erlendu bergi brotinn, með farandvinnuafli slagar það hátt í helming.
Með til dæmis þeirri augljósu afleiðingu að íslensk tunga stefnir beint á válista, síðasta Pisa könnun gefur sterkar vísbendingar um það.
Vaxtabrjálæðingar eru síðan að gera landið óbyggilegt ungu fólki, rökin eru síþenslan á húsæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins sem er bein afleiðing af þjóðarskiptunum, einhvers staðar þarf jú allur þessi innflutningur að búa.
Síðan eru sameignir þjóðarinnar hægt og rólega bútaðar niður og seldar eða kvótasettar.
Venjulegt fólk skilur ekki bullið sem vellur um á þingi dag og nótt, á meðan ekkert er gert til að takast á við vanda þjóðarinnar.
Á svona tímum hefur þjóðin ekkert að gera við forseta sem heldur að hún sé Vigdís, og árið sé 1980.
Og Morgunblaðið setur niður að taka þátt í þeim leik.
Það getur betur en þetta.
Kveðja að austan.
Þarf að sýna í verki að hún sé traustsins verð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2024 | 21:27
Styður Halla forseti voðamenni Hamas??
Innlendi viðbjóðurinn sem getur ekki fyrir sitt litla líf fordæmt voðaverk Hams, bæði gagnvart gyðingum sem sinni eigin þjóð, fullyrðir að Halla Tómasdóttir, nýsettur forseti þjóðarinnar, hafi sagt í kosningabaráttu sinni að "að hún teldi Ísraelsher fremja þjóðarmorð á Gasa.".
Þetta er mjög alvarlegur rógur um Höllu og í raun fullyrðing að Halla sé viðrini, og ástæða spurningar minnar í fyrirsögn þessa pistils.
Að sjálfsögðu hvarflar ekki að mér annað en að þarna sé logið uppá Höllu, af fólki sem finnst það allt í góðu að voðamenni Íslamista, nauðgi, limlesti, drepi, svívirði lík, óháð aldri eða kyni þeirra sem þeirra telja réttdræpa í nafni trúar, og blóðslóðin liggur eftir þá í Bosníu, í Írak, í Sýrlandi og núna síðast í Ísrael þann 7. október síðastliðinn.
Það skal enginn draga það í efa að þjáningar íbúa Gasa eru gríðarlegar, en tilgangur voðaverka Hamas var einmitt að valda þessum heiftarviðbrögðum Ísraela að sækja inná Gasa í tilraun til að uppræta voðamennin sem þar hafa hreiðrað um sig og víla sér ekki að nota samborgara sína sem mannlega skildi.
Fá þannig Góða fólkið til að fordæma varnarbaráttu 9 milljóna manna þjóðar sem Íslamistar vilja útrýma, en ekki voðaverk Íslamistanna sem skýra þá varnarbaráttu. Hvað sem hefur gerst á síðustu 7 áratugum þá þarf fólk að vera mjög sjúkt á sál og sinni til að styðja voðafólk sem vill útrýma 9 milljóna manna þjóð.
Að telja það í góðu að friðsöm ungmenni á tónleikum, sem voru einmitt ákall um frið, séu svívirt, þau séu limlest, drepin, eða ungabörn séu skotin í bílstólum foreldra sinna, eða bútuð niður lifandi í rúmum sínum.
Skinheilög hræsnin sem veður ekki í vitinu, segir; Nei, nei, auðvitað fordæmum við þessi voðaverk, en hvað svo??
Áttu Ísraelsmenn bara láta þetta yfir sig ganga og bíða svo eftir næstu árás?? Og svo næstu??
Áttu sem sagt Sovétmenn að láta staðar numið eftir grimmilegt varnarstríð þeirra við nasista þegar þeir komu að landamærum Þýskalands því nasistarnir vörðust innan um óbreytta borgara?? Var sem sagt innrás þeirra í Þýskaland þjóðarmorð?? Sem og loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á Þýskaland??, loftárásir sem voru hugsaðar til að lama baráttumátt þýsku hernaðarvélarinnar en kostuðu hundruð þúsunda mannslífa, að megninu til óbreyttra borgara.
Var mannfall þýskra borgara sem sagt Bandamönnum að kenna en ekki nasistunum sem hófu seinna stríð, og þegar það var tapað, þá gáfust þeir ekki upp heldur vörðust í borgum og bæjum Þýskalands með tilheyrandi mannfalli íbúa þar??
Alveg eins og Íslamistar Hamas sem hafa skotið þúsundum eldflauga frá íbúðablokkum og flóttamannabúðum Gasa, víggirt skóla og sjúkrahús, allt gert til að valda óbreyttum borgurum Gasa sem mestum þjáningum.
Ef einhver er að fremja þjóðarmorð á Gasa þá er það Hamas á sínu eigin fólki.
Staðreynd sem blasir við öllu vitibornu fólki.
Og stríð drepa, þess vegna hefja menn ekki stríð.
Eins og ég segi hér að ofan, þá reikna ég með að innlendur viðbjóður sé að ljúga viðrinishætti uppá Höllu.
En það er hlutverk blaðamanna að komast að því.
Kannski sama blaðamanns og í viðtali við Svein Rúnar Hauksson, fyrrum formann félagsins Ísland-Palestína, afhjúpaði Svein Rúnar sem Ekki viðrini, það er að þegar á reyndi þá kaus hann fyrir hönd Ismail Haniyed að afneita þátt hans í voðverkunum 7. október.
Því ella gæti hann, það er Haniyed ekki verið góður maður.
Einfaldast væri að spyrja Höllu; Halla ertu viðrini eins og félagar í Ísland-Palestínu halda fram, en líklegast er það of gróft.
Fyrst mætti spyrja hana hvort hún fordæmdi voðaverk systursamtaka Hamas í Sýrlandi, Írak eða löndunum sunnan Sahara. Ef hún svarar því játandi, þá hvort hún fordæmi voðaverk Hamas, eða hvort hún telji þau á einhvern hátt réttlætanleg miðað við forsögu átakanna í Ísrael og Palestínu.
Ef hún fordæmir þau skilyrðislaust þá væri næsta spurning hvað hún teldi þá að stjórnvöld í Ísrael eigi að gera, að láta voðaverkin og gíslatökuna yfir sig ganga??, eða hvað??
Eða hvað??
Mér persónulega finnst engin skynsemi í hörku ísraelska hersins, eða menn telji það réttlætanlegt að sprengja tugi í loft upp til að fella einn eða tvo leiðtoga Hamas.
Og persónulega finnst mér það heimskt að halda þessu stríði áfram út í hið óendanlega, það er aðeins í þágu öfgamanna, beggja vegna landamæranna.
Persónulega finnst mér líka eldárásirnar á Hamborg og Dresden í seinna stríði vera stríðsglæpur, og það er staðreynd að glæpir Rauða hersins gagnvart óbreyttum borgurum í Þýskalandi voru margfaldar að umfangi miðað við glæpi þýska hersins í Sovétríkjunum.
En stríð snúast aldrei um persónulegar skoðanir utanaðkomandi, þær lúta þeim almennum reglum að sá sem hefur stríð, ber ábyrgð á því, og dráp í stríði eru dráp í stríði þar til annar aðilinn gefst upp.
Svo einfalt er það.
Hamas hóf þetta stríð, og það er Hamas að enda það.
Þeirra er ábyrgðin á mannfalli óbreyttra borgara og engra annarra.
Að halda öðru fram er eins og að kyrja faðirvor andskotans.
Það er ljótt fyrir Höllu forseta að sitja undir því að vera talin viðrini.
Það er hennar að svara fyrir það.
Og það er skylda fjölmiðla að gera henni það kleyft.
Morgunblaðið sló tóninn í gær.
Það má slá annan tón á morgun.
Höllu vegna.
Þjóðarinnar vegna.
Næg er upplýsingaróreiðan samt í heiminum í dag.
Kveðja að austan.
Takk, Halla forseti, fyrir að segja þjóðarmorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar