31.8.2021 | 20:42
Mogginn og skrílræðið.
Fréttamanni Mbl.is tókst í gær að fækka meintum gerendum á meintri hópnauðgun um einn þegar blaðið sagðist vita fyrir víst að Kolbeinn Sigþórsson "væri ekki annar þeirra".
Eftir standa jú hverjir???
Aron, Gylfi, Jóhann eða Birkir??
Og Mogginn er það rotinn og sjúkur að hann skammast sín ekki fyrir svona fréttamennsku, heldur gefur í frétt dagsins.
".. að hún (Klara Bjartmarz) segi af sér líkt og Guðni gerði eða verði vikið úr starfi fyrir sinn þátt í þeirri þöggunarmenningu og gerendameðvirkni sem hefur verið við lýði innan sambandsins í tengslum við ofbeldi af hálfu karlkyns landsliðsmanna í garð kvenna um langt árabil.".
Þöggunarmenning og gerendameðvirkni eru alvarleg orð hjá fjölmiðli sem ætlast til að hann sé tekinn alvarlega í umræðunni þó slík orðanotkun þætti hófleg í athugasemdarkerfi DV.
Og slíkt er ekki sagt nema dæmi séu tiltekin, í vandaðri fréttaskýringu eða frétt þar um.
Eitthvað sem Morgunblaðið hefur algjörlega heykst á.
Þar sem blaðið hefur ekki unnið sína vinnu, þá er ljóst að það vitnar í umræðu dagsins, leggur slúður að jöfnu við frétt, kannar ekki sannleiksgildi, útskýrir ekki atburðarrás, gerir ekkert af því sem alvöru fjölmiðill gerir.
Að baki röfli og ásökunum um gerendameðvirkni, eitraða klefamenningu, þöggun eða hvað sem riddarar réttlætisins týna til, þá er vitnað í tvennt, meinta hópnauðgun, sem átti sér stað fyrir rúmum 10 árum síðan, og ofbeldisbrot Kolbeins Sigþórssonar frá árinu 2017.
Og hvernig í ósköpunum réttlætir þetta þann sleggjudóm sem blaðamaður Morgunblaðsins kveður upp í viðtengdri frétt og ég vitna í??
Meint nauðgun frá árinu 2010, sem upplýst var um núna í sumar og KSÍ setti strax í ferli, hvernig getur það verið dæmi um þöggunarmenningu og gerendameðvirkni??
Er blaðamaðurinn að meina að ásökun um glæp sé ígildi þess að glæpur hafi verið framinn??
Af hverju er þá ekki búið að fangelsa alla þá lækna og hjúkrunarfræðinga, að ekki sé minnst á lögreglumenn sem áttu að vera handbendi Jóns Baldvins í að innleggja Aldísi dóttur hans á geðdeild, nægar voru ásakanir hennar??
Það að þetta fólk starfi ennþá, hafi ekki misst réttindi sín, og gisti ekki Litla Hraun í dag, er það sönnun um gerendameðvirkni og þöggunarmenningu??
Er ekki vitglóra eftir hjá ritstjórn Morgunblaðsins??, eða er þetta blautlegur draumur ritstjórnarinnar um að toppa rauðliða Maós formanns og ofsóknir þeirra á tímum Menningarbyltingarinnar??
Ásökunin er sett fram á samfélagsmiðli, hún nafngreinir ekki meinta gerendur, hún er þar með orðrómur, og ef orðrómur er tilefni aðgerða, þá er virkilega illa komið fyrir þessari þjóð, þá er hún umkringd blindskerum sem hún mun steyta á.
Hitt dæmið er Kolbeinn og það að hann skuli hafa verið valinn í landsliðið á ný, eftir að hafa verið tekinn tímabundið út því vegna ofbeldisbrots sem hann gekkst við, baðst afsökunar á, og greiddi miskabætur.
Var málið þá ekki búið??, átti að útskúfa honum um aldur og ævi??
Er ekki til lengur neitt sem heitir iðrun og endurbót í þessu samfélagi??
Aðeins hatrið og heiftin, útskúfunin, fordæmingin.
Ef svo er, þá er illa komið fyrir þjóð okkar, fótspor Maós og rauðliðana er ekki til eftirbreytni, eða önnur þau samfélög þar sem fordæmingin ein ræður för.
En þetta er matsatriði, og hver og einn getur afhjúpað sitt innræti þegar hann tekur afstöðu til þess.
En núverandi stjórn KSÍ, fyrrverandi formaður sambandsins, er ekki ábyrg fyrir endurkomu Kolbeins, ljóst var að þegar hann hafði gert upp sín mál, þá var hann talinn tækur á ný í landsliðið.
En Guðni fór rangt með í frægu Kastljós viðtali, er það ekki þöggunarmenning og gerendameðvirkni??
Og óneitanlega fór hann rangt með, um það er ekki deilt, en er hann þá að þagga niður eitthvað sem fjandvinur hans, Geir fyrrverandi formaður bar ábyrgð á??
Eða var hann að standa við samkomulag sem hann gerði við föður fórnarlambs Kolbeins, um að hafa hljótt um þetta mál eftir að miskabætur voru greiddar.
Allavega er það ljóst að faðirinn bað um þöggun, hvort sem það var með vitund dóttur sinnar, eða án hennar.
Mistök Guðna lágu í heiðarleika, ljóst er að hann hafi ekki lesið sér til um stjórnkænsku hins klóka, enda Furstinn eftir Machiavelli ekki kennt í lagadeild HÍ.
Menn geta síðan spurt sig um hvaða siður felst í því að semja um miskabætur, en stinga síðan þann í bakið sem beðinn var um að þegja.
En nauðgararnir, en nauðgararnir, þessir þarna frá 2010!!, hvað með þá???
Og hvað með þá??, Morgunblaðið þykist vita hverjir þeir eru, en þegir.
Staksteinar dagsins tala um grýtingu úr glerhúsi, Moggans vegna er eins gott að það er ekki glerveggir í virkinu uppí Móum.
En ég vil endurtaka það sem ég sagði í morgun.
"Morgunblaðið verður að taka af skarið og segja það sem það veit. Eða leggja sig niður ella.
Þar er enginn millivegur.".
Afhverju??
Jú, Mogginn var stofnaður gegn skrílræði.
Ekki til að vera hluti af því.
Og það á ekki að þurfa skruðninga úr kirkjugörðum borgarinnar til að menn þekki sinn vitjunartíma.
Eða það hefði maður haldið.
Kveðja að austan.
![]() |
Ætlar ekki að hætta og verður ekki vikið frá störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
31.8.2021 | 09:24
Skilið skömminni til þeirra sem eiga hana.
Ekki dreifa skít og drullu yfir allt og alla, slíkt er í raun viðbjóður, graftarkýli sem sýkir allt þjóðfélagið sé ekki stungið á það.
Það er eðlismunur á því þegar Virginia Giuffre, ásakaði Andrés Bretaprins um kynferðislega misnotkun, um að vera ofbeldismann og geranda, og því ef hún hefði sagt sömu sögu, án nafngreiningar, en sagt ofbeldismanninn tilheyra einni þekktustu konungsfjölskyldu Evrópu.
Er það þá Kalli ríkisarfi??, eða Jóakim prins??, eða þessi eða hinn??
Og þeir fjölmiðlar sem hefðu tekið þátt í leiknum, velt sér upp úr hinni nafnlausu ásökunum, hefðu verið slúðurmiðlar, margfalt verri en frúin sem bjó á Leiti á sínum tíma.
En verst að öllu, alvarleikinn, brotið sjálft, það gjaldfellur, vegna þess glæps að röng sök er borin á saklausa, því það segir sig sjálft að þar sem er einn gerandi, getur ekki fleiri en einn verið sekur.
Virginia hafði þennan kjark, þegar hún hóf vegferð sína, vissi hún ekki um niðurstöðuna, hvort hún yrði lögsótt, jörðuð opinberlega af skjaldborginni sem yrði slegin um prinsinn, en hún vissi að tími þagnarinnar væri liðinn, ofbeldismaðurinn yrði að horfast í augun á gjörðum sínum.
Kjarkur hennar er kjarkur margra sem hafa risið upp og sagt frá.
Kjarkur sem er hliðstæður þeim kjark sem ung stúlka sýndi í strætisvagni í Montgomery þegar hún mótmælti kynþáttamismunun með því að neita að standa upp og færa sig aftast í vagninn. Það eina sem Rósa vissi þá var að það gat haft afleiðingar, það hafði haft afleiðingar fyrir marga í hennar stöðu áður, en hún sat samt kjurr.
Tími þagnarinnar, tími kjarkleysisins var liðinn, það sem þurfti að gera, varð að gera.
Nauðgun á ekki að líðast.
Það er grátlegra en tárum tekur að hugsa til umræðu undanfarinnar margra ára um sögur af lyfjabyrlun á veitingahúsum og ekkert er gert.
Við höfum ekki sannanir segir lögreglan, en hvað hefur hún gert til að afla þeirra??
Af hverju er ekki stofnuð sérsveit til að takast á við þann alvarlega glæp og senda þar með skýr skilaboð út í samfélagið að þessi hegðun sé ekki liðinn, að gerendurnir verði hundeltir og afhjúpaðir.
Þetta eru ekki margir, mynstrið er skýrt, það þarf aðeins að rannsaka þetta, takast á við þetta.
Sem er ekki gert, það er svo lítið gert.
Sem er smán samfélagsins, smán sem er blettur á okkur öllum.
En þessi smán réttlætir ekki nafnlausar ásakanir, róg eða dylgjur.
Og hún réttlætir engan veginn andrúmsloft nornaveiða, gífuryrða gagnvart borgurum sem hafa ekkert gert af sér annað en að vera þarna, vera hluti af samfélagi sem sannarlega er gallað og þarf að breyta, en breytist aldrei með þeim vinnubrögðum sem nú vaða uppi.
Eða hverju breytti kínverska menningarbyltingin, ógnarstjórn Jakobína eða morðæði bolsévika??
En einn maður sem kom í nafni kærleikans breytti hins vegar miklu, hann kom í veg fyrir morðæði meirihlutans á minnihlutanum sem áður kúgaði hann, og gaf samfélaginu von um framtíð.
Það er reginmunurinn á Mandela og Robespierra, á Mandela og Lenín, á Mandela og öllum þeim sem réttlæta óhæfu sína með vísan í fyrri óhæfu eða glæpi.
Það er engin Mandela á Íslandi í dag.
Það er engin skömm skilað til þeirra sem eiga hana.
Heldur er skömmin mögnuð upp í forarpytt rógs og níðs.
Nauðgun er alvarlegur glæpur.
Svo alvarlegur að sá sem verður fyrir henni á að segja frá.
Aðstæður geta valdið því að viðkomandi treystir sér ekki til að segja frá eða taka slaginn við fjandsamlegt réttarkerfi, en kjósi hann að segja frá seinna, þá hvílir sú skylda á honum að segja satt og rétt frá, greina frá öllu, líka nafni geranda, hvort sem þeir eru einn eða fleiri.
Annað er vanvirðing við alvarleikann, sem og uppspretta vangaveltna um hugsanlegan geranda, þar sem margir er nefndir að ósekju.
Því miður var sá kjarkur ekki til staðar þegar greint var frá lyfjanauðgun þar sem gerendur voru þekktir knattspyrnumenn, og það kjarkleysi hefur undið uppá sig þannig að margir saklausir liggja undir grun.
Það er bletturinn á þessari umræðu í dag.
Í skjóli hinna nafnlausu ásakana vaða síðan allskonar dólgar uppi, skítandi allt og alla út, hvort sem það er í persónulegri krossferð, eða hluti af stærri valdabaráttu hinna rétttrúuðu.
Þeir eru nefnilega víða Talibanarnir þessa dagana.
Vendipunktur umræðunnar var samt fréttin á Mbl.is þar sem fjallað var um fjölmiðlaumfjöllun í Rúmeníu.
Þar fékk rógurinn andlit svo ekki verður við unað.
"Samkvæmt heimildum mbl.is er hann þó ekki annar þeirra, heldur er um að ræða leikmann sem er ein af stjörnum landsliðsins í dag og annan sem hefur lítið komið við sögu hjá A-landsliðinu um langt árabil.".
Blaðamaður sem taldi sig geta hreinsað Kolbein af ásökunum um nauðgun, smækkaði þar með hópinn sem liggur undir grun.
Hverjir eru þá eftir??
Og eru þeir sekir??
Svona vinnubrögð eru ekki líðandi.
Ekki í siðuðu samfélagi.
Morgunblaðið verður að taka af skarið og segja það sem það veit.
Eða leggja sig niður ella.
Þar er enginn millivegur.
Kveðja að austan.
![]() |
Drullan dunið yfir mann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2021 | 18:28
Rógur og níð.
Er eitthvað sem beinist að hópi eða fjölda, með vísan í einstakling, eða einstaklinga.
Þeir ekki nafngreindir, en hópurinn eða fjöldinn situr uppi með skömmina, með ásakanirnar, með eitthvað sem ekki er hægt að verjast.
Í þessari frétt er sekt Moggans algjör.
Kveðja að austan.
![]() |
Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um málefni KSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar