18.8.2015 | 17:41
Þetta gerðist í Afríku uppúr 1890.
Evrópubúar tóku yfir innvið samfélaganna, og byggðu þá upp.
Járnbrautir, hafnir, vegir.
Af einhverjum ástæðum voru Afríkubúar ekki hamingjusamir með þetta fyrirkomulag, allavega ekki þegar reynslan skar úr um hvar arðurinn lenti.
Evrópskir fjármagnseigendur voru hinsvegar mjög hamingjusamir.
Ein fjárfesting, áratuga hóglífi.
Það þarf ekki mikinn spádómsanda til að benda á að sagan muni endurtaka sig.
Að frelsisstríð muni brjótast út í Grikklandi.
Vissulega keypti hið þýska fjármagn hina vinstrisinnuðu stjórnarandstöðu, þá einhver fjármálaráðherra með æru hafi ekki fattað það.
Ekki flóknara en þegar vogunarsjóðir fjármögnuðu kosningabaráttu allflestra flokka á Íslandi í síðustu kosningum.
Og uppskáru að hver króna sem er laus, rennur í vasa þeirra.
Vandinn er sá að þú kaupir ekki frelsi þjóða.
Þú kaupir ekki framtíð þeirra með að kaupa upp stjórnmálamenn nú-isins.
Þetta vissi Hitler, þess vegna notaði hann skriðdreka.
Hefði átt Grikkland í dag, hefði hann haldið friðinn við Stalín.
Bandalag fjármagnsins við Eurokrata styðst hins vegar ekki við vopnavald.
Og Þorsteinn Pálsson mun seint duga þegar á reynir.
Grikkir munu því sækja frelsi sitt, daginn sem þeir afhausa svikarana.
Örlög Mússólínis eru ekki einstök.
En þýsku fjárfestarnir þurfa svo sem ekki að hafa miklar áhyggjur.
Tap þeirra verður prentað út af þýska Seðlabankanum í Brussel.
Hann prentar nefnilega fyrir fjárfesta þó þjóðir séu þrælkaðar.
Gömul saga og ný.
Það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón.
Fólk eða fjármagn.
Þess vegna eru byltingar nauðsynlegar.
Þess vegna eru byltingar blóðugar.
Blóð mun fljóta í Grikklandi innan tíðar.
Eina spurningin er hvernig hinn íslenski Jón mun bregðast við þegar hann fattar innihald hinna skrautlegu umbúða sem kennt er við stöðugleika, að ríkisstjórnin sveik hann og það verður ekki króna eftir.
Spurning því við erum friðsöm þjóð.
En það voru Norðmenn reyndar líka.
Svo kannski er engin spurning í því sem tíminn felur.
Þjóðarsvik eru ekki ávísun á langlíf.
Kveðja að austan.
![]() |
Þjóðverjar taka við rekstri 14 flugvalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 22
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 180
- Frá upphafi: 1469967
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar